Akureyri kallar

Ég er að skella mér norður til Akureyrar núna rétt á eftir.  Eins og allir vita er ekkert norðar en Akureyri.  Þegar maður er í Skagafirði er talað um að fara norður (Akureyri) þó það sé í raun austur.  Alla vega yst í Skagafirðinum.

Á Akureyri er sagt ÚT í Grímsey (sem er norður), vestur á Siglufjörð (sem er norð-vestur), austur á Grenivík (norð-austur), út í Ólafsfjörð (norður) o.s.frv. 

Þó eru Akureyringar ekki áttavilltir. Eitt sinn var maðurinn minn inni í Hrísalundi þar sem ekki er neinn gluggi og hann þurfti að vita hvar kaffið væri. Hann spurði því "hvar er kaffið" og svarið var "það er þarna í hillunni NORÐAN við Kornfleksið (corn-flakes)"!  

Hann leit auðvitað í allar áttir en var fremur illa áttaður þarna í gluggalausu rýminu.  Grin

Hvað um það, þegar við svo fluttum á sínum tíma frá Siglufirði til Akureyrar sögðum við mjög oft við Akureyringa.  "Við fluttum SUÐUR til Akureyrar". Wink

Hlakka til að hitta systir sem ég er að fara að heimsækja ásamt og því að fara á myndlistarnámskeið með henni hjá honum Erni Inga.

Getiði svo hvað?  Besta vinkona mín hringdi í systur mína í gær og spurði hvort hún gæti sótt sig á flugvöllunn korter yfir ellefu, systir mín hélt það nú hún væri hvort eð er að sækja mig!

Þá pöntuðum við báðar með sömu vél að sunnan og vissum hvorug af annarri.

Extra bónus!  Eða eigum við að segja auka glaðningur upp á íslensku!W00t 

 

 


Hneyksli sem við eigum að vinna að lausn á án þess að taka allar skuldbindingar. A big scandal!

Einfaldlega vegna þess að við höfum ekki efni á því.  Það eru stjórnir í bæði Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Belgíu sem sváfu einnig á verðinum.

Það þýðir ekki að fara með offorsi að einni þjóð vegna einkaaðila sem spiluðu samkvæmt reglum Evrópu án þess að hafa baklandið tryggt.

Ég leyfi mér að vona að fleiri sjái aðalatriðin eins og þessi maður og máli ekki Ísland sem allsherjar sökudólg í málinu, heldur beini augum sínum að því að leysa málið.

 Gott hjá honum að koma og kynna sér málið hér.

Verst að það er greinilega fátt um svör. 

--

I hope this scandal will be solved beetween the nations and tha banks.  It is good to see people that are nt blaiming Iceland for all this.

This were a a privat banks that growed að lot and the Europian rules allowed it. 

The whole system failed and we have to do everything we can to help getting this money back. 

 


mbl.is Reiðir þýskum stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af dv.is-hvet ykkur til að lesa allt.

 "Þau sitja sem fastast"

 

"Sjálfskapað valdaleysi Alþingis
Alþingi getur sótt ráðherra til saka og látið rétta yfir þeim. Það er unnt að gera á grundvelli 14. greinar stjórnarskrárinnar. Þar segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“
Á grundvelli þessarar greinar stjórnarskrárinnar voru sett lög árið 1963 um ráðherraábyrgð og landsdóm.
Fyrsta grein laga um landsdóm hljóðar svo: „Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra.“
Eftir hrun þriggja stærstu banka þjóðarinnar og gríðarlegt tap þjóðarbúsins, með tilheyrandi rýrnun lífskjara virðast lög um ábyrgð ráðherra frá 1963 auðveldlega geta átt við um störf og gjörðir þeirra nú.

Hirðuleysi ráðherra varðar við lög!
Í fyrstu grein laganna segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar hafi hann „annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“.
Í áttundu grein d-liðar sömu laga segir að það varði ábyrgð ráðherra „ef hann verður þess valdandi að nokkuð það sé ráðið eða framkvæmt er skert getur frelsi eða sjálfsforræði landsins“.
Loks verður ráðherra sekur eftir b-lið 10. greinar sömu laga „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þessi sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir“.
Í þrettándu grein laganna segir að hafi ráðherra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð er samkvæmt lögunum, skal dæma hann til að greiða skaðabætur jafnframt refsingunni."


Þjóðstjórn

Ég tel að nú sé mál að við Íslendingar setjum á stofn þjóðstjórn til að vekja athygli á samstöðu þjóðarinnar á þessum grafalvarlegu tímum.

Hreinsum í leiðinni út þá menn sem þrásat við að segja af sér og sjáum til hvort alþjóðasamfélagið breytir um viðmót við það.

Það er ekki trúverðugt að vera með sömu andlitin glottandi framan í heiminn og keyrðu allt í klessu hér heima og víðar af einstökum aulaskap! 


mbl.is Staðan er grafalvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hvern ætla þeir þá að semja?

Það er dálítið furðulegt af mönnum að ætla að koma í veg fyrir bjargræði til handa íslendingum.  Við hvern ætla þeir að semja um innlán Ice-save ef Ísland fer á hausinn?

Endum við kannski á brunaútsölu? 

 


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanir fólksins

Morgunblaðið er búið að auka pláss fyrir skoðanir fólksins undir yfirskriftinni "Umræðan" skoðanir fólksins"en það eru innsendar greinar tengdar umræðu dagsins í dag.

Mjög áhugavert framtak og góðir pistlar hjá mörgum.

Ég vek sérstaka athygli á grein frá Benedikt Jóhannessyni sem hann kallar "Leiðin út úr örvæntingunni". Þar telur Benedikt upp í nokkrum liðum hvað stjórnvöld ættu að gera strax. 

Hann rökstyður mjög vel það sem hann segir nauðsynlegt en það er m.a.að tryggja að fólk verði ekki borið út úr íbúðum sínum, a' gefin verði út yfirlýsing um að tekinn verði upp annar gjaldmiðill við fyrsta tækifæri, skipt verði um forystu í Seðlabankanum, Forsætisráðherra haldi daglega fundi í byrjun hvers dags með leiðtogum allra stjórnmálaflokka og forystumönnum af vinnumarkaði og haldi blaðamannafund í lok hvers dags, fenginn verði erlendur aðili til að rannsaka aðdraganda kreppunnar og Ríkisbankarnir fái skýr fyrirmæli um að bjóða þeim fyrirtækjum sem hafa möguleika á að halda rekstri áfram með því að breyta skuldum þeirra í hlutafé sem þau geti síðan keypt aftur þegar um hægist.

Benedikt ítrekar í lok greinarinnar að "Þjóðin sé búin að færa miklar fórnir. Hún vill vita að það verði ekki til einskis. Þess vegna þarf að marka stefnu strax.  Engin lýðræðisleg ríkisstjórn geti stjórnað ef hún hafi ekki traust þjóðarinnar. Oftast hafi stjórnir langan tíma til þess að sannfæra almenning. Nú er tíminn hins vegar að renna út". 

 

Ég hver alla til að lesa alla greinina þar sem röksemdir og inngangur eru ekki hér með í þessu yfirliti mínu.

 

 


Það sem við þurfum........

 ...............................................................................................................................................................................................................................

 

 


mbl.is Forsetahundsins leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð spurning

Á þessum síðustu og verstu tímum er þessi spurning nokkuð góð.

"Er Guð nauðsynlegur"?

Við stöndum á krossgötum og erum dálítið áttavillt.  Það sem við "trúðum" er hrunið.  Kannski er það þörf áminning um það að ríki "Mammons" er ekkert til að stóla á, meðan Guðsríki er óbreytt.

 

Í það minnsta hafa "hlutabréfin" mín í Himnaríki ekkert fallið "í verði" og ég get ekki betur séð en kirkjur landsins standi enn!

 

 

 


mbl.is Er Guð nauðsynlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað var tölvupósturinn?

Ég verð að segja það og viðurkenna að ég er orðin meira en lítið forvitin um hvaða upplýsingar Bjarni ætlaði að láta "leka út" um Valgerði?

Hvers vegna liggja fjölmiðlar á því eins og ormar á gulli?

Ja, þetta eru auðvitað rikisfjölmiðlar og hinir í eigu eins manns........

Hvað veit ég svo sem.....?


mbl.is Fékk aðeins í magann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú ert í stuði til að vera smá klikkaður og fara yfir strikið. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur.  W00t

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband