mán. 24.11.2008
Björgvin talaði um kosningar "ef vilji væri fyrir hendi"
Björgvin sagði aldrei að boða ætti til kosninga í vor eða næsta ár heldur að boða ætti til þeirra ef vilji væri fyrir hendi.
Það er tvennt ólíkt.
Þessi vantrauststillaga hlaut þó að koma og endurspeglar örugglega vilja margra þessa dagana. Hvort það er skynsamlegt akkúrat nú skal ég ekki dæma um. Ég tel þó að meðan enginn er látinn sæta ábyrgð muni reiði krauma í fólki uns upp úr sýður.
Því verða stjórnvöld að fara að gera eitthvað sem við sjáum að svarar okkar kröfum.
Allt annað er ósanngjarnt!
![]() |
Aðventuna á ekki að nýta í kosningabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 24.11.2008
Birkir Jón býður sig fram til varaformanns
Þarna er réttur maður fyrir Framsóknarflokkinn að sækjast eftir varaformannsembætti. Það er upp á líf eða dauða fyrir flokkinn að koma á ró innan sinna raða.
Flokkurinn hefur sótt fylgi sitt á landsbyggðina. Birkir Jón er fæddur og uppalinn norður á Siglufirði og það kann að auka vægi flokksins á landsvísu að fá menn eins og hann í forystusveitina.
Ég spái að hið pólitíska landslag breytist þokkalega mikið á næstu árum og það er fagnaðarefni að ungir og dugmiklir einstaklingar sækist eftir að leiða flokka sína í gegn um þær breytingar.
Sama hvað flokkurinn nefnist!
Þjóðin hefur þörf fyrir þetta fólk.
![]() |
Birkir Jón sækist eftir varaformannsembættinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 23.11.2008
Einsleit eru þau andlitin


![]() |
31,6% stuðningur við stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 22.11.2008
Málið vindur upp á sig - eina leiðin er að þeir sem bera ábyrgð axli hana og segi af sér
Ég skora á Árna M. Mathisen, Björgvin G. Sigurðsson, Jónas Franklín, alla stjórn Seðlabankans, Davíð Oddsson og hina Seðlabankastjórana auk annarra sem ábyrgð bera í bankahruninu að segja af sér nú þegar.
Til þess að friður megi ríkja um þá gríðarlegu uppbyggingu sem framundan er er það algerlega nauðsynlegt.
Verði það ekki gert vex krafan um að enn fleiri segi af sér. Þ.e. þeir sem bera ábyrgð á þeim sem eiga að segja af sér strax.
Við treystum ykkur ekki lengur.
Þúsundir manna hópast á Austurvöll hvern laugardag, borgarafundir sprengja af sér húsnæði, eru komnir í Háskólabíó og enda sjálfsagt í Egilshöll.
Hvers vegna er svona erfitt að skilja þetta.
Réttlátt eða óréttlátt?
Skiptir ekki máli þið berið ábyrgð og eigið að axla hana nú þegar!
Það er enginn tími til að rökræða það.
Þjóðin á það skilið að þeir sem ábyrgð bera hætti að benda hver á annann og einfaldlega axli hana.
Taki pokann sinn! Þeir gera það í Kóumbíu.
Vandi fylgir vegsemd hverri.
![]() |
Íslendingar láti ekki kúga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 22.11.2008
Sætt er sameiginlegt skipbrot....eða er það?
Nei sennilega er það ekkert sætt þó Bresku bankarnir fari til fjandans eins og þeir Íslensku.
Maður skilur bara betur viðbrögð Browns sem maður vissi reyndar starx að voru til þess m.a. að reyna að kaupa sér tíma og dreifa athygli Breta frá þessu messi hjá honum.
Bretar geta þá hugsanlega hætt að dizza Íslendinga sem eru í Bretlandi.
Ég mun ekki hlæja að Bretum ef þeir lenda í sömu sporum og við.
Það eru ekki góð spor!
Við munum þó leggjast á árar og vinna okkur áfram, við erum dugleg.
Vandinn verður að sætta þjóðina og ég er hrædd um að það gerist ekki með öðru en afsögnum manna sem BERA ÁBYRGÐ á ástandinu.
Krafa okkar er ekki stór.
Axlið þá ábyrgð sem ykkur var treyst fyrir og sem þið fenguð borgað fyrir!
Farið svo það verði vinnufriður.
Taki þau til sín sem eiga!
![]() |
Bretland sömu leið og Ísland? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 22.11.2008
Einn inn fyrir Björn!
Helvítis vitleysa er þetta að handtaka manninn kvöldið fyrir mótmælin í dag.
Voru þeir kannski spældir að fá öll blómin um síðustu helgi.
Það er líkast því að Bjarnason army hafi fengið kvaðningu um að skera upp herrör gegn borgurunum.
Segið bara af ykkur.
Þá þarf ekki þennan viðbúnað!
![]() |
Mótmæli við lögreglustöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 21.11.2008
Sluldir "óreiðumanna" greiddar
Þá höfum við hafist handa við að greiða upp skuldir "óreiðumanna".
Hvað var málið allan tímann?
Árni Matt sagði í frægu símtali að við ætluðum fyrst að koma skikki á mál hér heima áður en við grætum hugað að þessu máli:
Davíð sagði við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum.
Geir sagði ekki neitt.
Ingibjörg Sólrún var í veikindaleyfi.
Björgvin kom af fjöllum.
Jónas Franklín fór í feluleik.
Árna Matt fannst það góð hugmynd og faldi sig líka.
Össur reif kjaft.
Geir sagði að ekki yrði unað við kúgun.
Björgólfur sagði að eignir dekkuðu innlán.
Geir brá sér í líki páfagauks og sagði að eignir dekkuðu innlán.
Ingibjörg Sólrún tók af skarið.
Nú vona allir að eignir dekki innlán.
Ef ekki erum við í djúpum skít!
Gleymdi ég einhverju(m)?
![]() |
Greitt af Icesave reikningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 21.11.2008
Yfirmaður bankaeftirlitsins í Kólumbíu segir af sér
Þær fréttir að yfirmaður fjármálaaeftirlitsins í Kólumbíu sagði af sér vegna svokallaðra "pýramídasvikamyllu" sem komst upp um þar í landi hafa ekki farið mjög hátt hér á landi.
Ein lítil frétt var um það á annarri hvorri sjónvarpsrásinni í kvöld.
Sviknir voru út eitthvað um 200 milljónir bandaríkjadala sem eru smápeningar í augum okkar íslendinga ef miðað er við þær skuldir sem okkar bankaeftirlitsmenn hafa steypt okkur í.
Forseti landsin bað þjóðina opinberlega afsökunar á því að þetta hefði fengið að viðgangast.
Hver er yfirmaður bankaeftirlitsins hér á landi?
Jónas Franklín!
Hann situr sem sem fastast!
Það er stjórn yfir honum.
Hún situr sem fastast!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 21.11.2008
Hvaða takka ýtir Bjarni á?
From: skilabod@mbl.is
Subject: Bjarni Harðarson bloggvinur sendi þér skilaboð
Date: 21. nóvember 2008 19:41:58 GMT+00:00
To: ippa@simnet.is
Ég fékk skilaboð frá Bjarna Harðarsyni rétt í þessu. Þar kemur fram "Bjarni Harðarson bloggvinur sendi þér skilaboð" Gallinn er sá að hann er ekki á bloggvinalistanum hjá mér.
Hvað er þetta með Bjarna og tölvur??
Svo fer þessi færsla út um víðan völl eins og sjá má?
Talandi um Draugasetur!
Hvað um það Bjarni er að minna á fullveldisdaginn og má sjá allt um það á blogginu hans.
Læt skilaboðin flakka hér með, getur varla verið neitt leyndó, bara góð auglýsing!
Bjarni Harðarson sendi þér skilaboð á blog.is. Smelltu hér til að svara
Kæru bloggvinir
Nú er í undirbúningi fullveldishátíð 1. desember og þar þurfa allir að leggjast á eitt. Sjá nánar http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/
Kær kv. -b.
Kveðja, blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 21.11.2008
So what?
Ég varð fyrir vonbrigðum eina ferðina enn með blaðamannafund forsætisráðherra.
Ekkert kemur fram nema það sem liggur í loftinu.
Sjálfsagðir hlutir eins og að falla frá eftirlaunafrumvarpi núverandi seðlabankastjóra og þáverandi forsætisráðherra.
Lögð til tímabundin launalækkun til þingmanna, ráherra og dómara ásamt forseta lýðveldisins.
Auðvitað eiga þau sem mesta ábyrgð bera að lækka laun sín.
Hvað með það? Þarf að halda fund með fjölmiðlum til að auglýsa það?
![]() |
Óska eftir launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |