Ný stjórn undir forystu Jóns Baldvins?

Ég hygg að það sem við gætum lært af mistökum og illahætti undafarinna missera í stjórnmálum sé að kasta ekki fyrir róða reynslu og þekkingu í pólitík.

Jón Baldvin Hannibalsson fer fremstur meðal jafningja í þeim hópi fólks og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllum sviðum er lúta að því að stjórna landinu og styrkja stöðu okkar innan lands sem utan.

Ekki síst utan landsins þar sem mannorð okkar er í molum.  Þar höfum við virkilega þörf fyrir menn eins og hann sem hafa góð sambönd og geta fljótt og örugglega skilað okkur árangri í þeim efnum.

Ungt og reynsluminna fólk, eldhugar, sem nú stíga fram hver af öðrum eiga að nota tækifærið og sgefa kost á sér með þeim reynslumeiri og þétta þannig raðirnar til eflingar okkar illa leikna landi.  

Okkar illa leiknu þjóð sem virðist vera föst í helgreipum valdhafa sem taka vald sitt bara alvarlega þegar kemur að því að verja eigin hendur!

Réttlæta misgjörðir sínar meðan RÓM BRENNUR! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þó firr hefði verið

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband