Á sama tíma og það á að spara er keypt danskt súrefni fyrir dýrmætan gjaldeyri..

Það er athyglisvert að á sama tíma og verið er að loka heilu sjúkrasdeildunum og nánast leggja sjúkrahús niður sem þjónustu við sjúklinga kaupir heilbrigðisráðuneytið danskt súrefni og flytur inn í stað þess að kaupa af íslensku fyrirtæki sem hefur framleit það hér heima í áratugi.  

Þetta er gert á sama tíma og stjórnvöld sjálf hvetja til að verslað sé við innlenda aðila og þannig stutt við framleiðslu hér á landi. 

Heilbrigðisráðuneytið eyðir þannig dýrmætum gjaldeyri á tímum gjaldeyrishafta.

Er öllum þingheimi sama um þetta?

Við erum að tala um hundruði milljóna út um gluggann rétt si svona!

Ég gef ekki mikið fyrir þessar sparnaðaraðgerðir.   

1. Loka besta sjúkrahúsi landsins ar sem ég hef sjálf (og fleiri sem ég þekki) upplifað "ókeypis" umönnun nunnanna sem settu sjúkrahúsið á stofn og unnu þar óeigingjarnt starf sem þær samkvæmt reynslu minni og annarra sinna enn að handan.  Fyrir utan auðvitað frábæra umönnun og þjónustu núlifandi starfsmanna þar! Wink

2. Kaupa súrefni af Dönum í stað þess að skipta við framleiðandann sem er til staðar hér á landi.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta er allt eftir öðru - svo er okkur sagt að velja Íslenskt !

það rann mér til rifja að sjá gamla fólkið, fólkið sem kom kom okkur til manns, gráta þegar það var flutt sársjúkt á milli stofnanna. Þvílíkt og annað eins

Þetta er ekki landið sem við höfum verið að byggja allt okkar á. Hvað er svo verið að "röfla" um nýja Ísland. Nýja hvað ' Á nú að segja okkur að allt sé bara nýtt ! Algjör óþarfi, þar til skipt hefur verið út í ALLT NÝTT !!!

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta sýnir vel hversu vanhæfir stjórnendur eru í heilbrigðiskerfinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:19

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Það á að loka St. Jósepsspítala með einu pennastriki, og færa allt starfsfólk yfir í Reykjanesbæ, þetta ákvað heilbrigðisráðherra án þess að tala við starfsfólk, vandamálið er bara að þetta fólk er bara ekki að fara suður í Reykjanesbæ. Ætli heilbrigðisráðherra ætli að setja þessa lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða í járn á hverjum morgni og færa þau upp í rútu, og aka með þau þessar 20. til 30. mín akstur í Reykjanesbæ ?????    Heilbrigðisráðherra hefur ekki hugmynd um hvað hann er að fara, enda þarf maður að hafa komið inn á sjúkrahús til að vita hvað er að gerast þar, ekki rétt  ????

Sigurveig Eysteins, 8.1.2009 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband