mið. 7.1.2009
Skiptir máli að vanda sig
Það skiptir gríðarlega miklu máli að vanda til verka þegar saumað er að heilbrigðisþjónustu landsmanna.
Ég hef reynslu sem fyrrverandi formaður sjúklingafélags sem er MS félag Íslands. Það lögðum við í stjórn félagsins og dagvistar þess fram sparnaðartillögur sem fólust í grófum dráttum í því að veita meiri þjónustu við MS sjúklinga fyrir sömu upphæð og tryggingastofnun greiddi í daggjöldum fyrir ákveðinn hluta sjúklinga sem dvelja á dagvistun.
Við lögðum fram áætlun um að reka göngudeild fyrir alla MS sjúklinga með færustu læknum sem völ er á samhliða dagvistinni.
Ákveðið var að gera þjónustusamning um alla starfsemi sem félagið sinnti og frekar auka við þjónustu en draga úr.
Því miður stöðvaði forstöðumaður dagvistarinnar málið með því að æsa upp reiði meðal skjólstæðinga sinna gegn þessum áformum. Þetta gerði hún trúlega vegna þess að henni fannst að sínum einkahagsmunum vegið.
Göngudeildinni var lokað og nú rekur MS félag Íslands enga beina læknisþjónustu við MS sjúklinga.
Það er örugglega víða pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu og erfitt að hagræða. Það blasir við af þessu eina litla dæmi þar sem hagsmunaaðilar rugla saman eigin starfsframa og heildarhagsmunum skjólstæðinga sinna.
Ég treysti þó þessu fólki í þessu tiltekna dæmi alveg fullkomlega til að segja til um hvar á að bera niður þegar kemur að því að draga úr útgjöldum.
Það má þó aldrei bitna á sjúklingunum eins og það gerði með afgerandi hætti hjá MS félagi Íslands eftir aðalfundinn örlagaríka árið 2003.
![]() |
Vinnubrögðin átalin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 6.1.2009
Trú
Maður sá, er lætur í öllu leiðast af trú, öðlast visku, er hann tekur að hneigjast að henni og fær haldið skynjunum sínum í skefjum. Hann hverfur og áður en langt um líður inn til æðri friðar.
Bhagavad-Gíta
--
Ég óska ykkur góðrar nætur.
þri. 6.1.2009
Þjóðvegurinn til Eyja
Þá er verið að skoða með kaup á "þjóðveginum" til Eyja og það vekur athygli að það er Vestmannaeyjabær sem það gerir en ekki samgönguráðuneytið.
Það virðist ríkja mikill misskilningur á hlutverki ríkisins þegar kemur að því að tengja Eyjar við hringveginn.
Eyjamenn borga bara brúsann.
Ég veit ekki hvað farmiðinn kostar núna með Herjólfi en það er örugglega upphæð sem munar um? Svo þarf að borga undir bílinn.
Hvað myndu Reykvíkingar t.d. segja ef þeir þyrftu að borga álíka ferjugjald í hvert skipti sem þeir þyrftu að mæta til lækna og sérfræðinga eins og Eyjamenn þurfa að gera?
Hvers vegna er samgönguráðuneytið stikkfrí þegar kemur að því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar?
![]() |
Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 6.1.2009
Mannrettindadómstóll hvað þýðir það í þessu samhengi?
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hverju það muni skila okkur að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu með þetta deilumál okkar við Breta?
Mál velkjast þar um og þegar þau svo dómur er kveðinn breytir hann sáralitlu.
Nei ef ríkisstjórnin er sannfærð um brot Bretanna eins og hún segist vera, á hún að standa og falla með því!
![]() |
Leita til mannréttindadómstóls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 6.1.2009
Detox á Mývatni
Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu góða framtaki Jónínu Benediktsdóttur. Ég hef sjálf góða reynslu af detox meðferðum í Póllandi en ég er með MS sjúkdóminn. Nú hefur Jónína stofnað til slíkrar meðferðar í Mývatnssveit. Nánari upplýsingar eru á link hér til vinstri sem heitir einfaldlega detox.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 6.1.2009
Frelsi
Maðurinn er borinn frjáls en hefur hvarvetna verið hnepptur í fjötra.
(Rousseau)
--
Þegar maður veltir fyrir sér hvað er frelsi kemur margt upp í hugann. Þetta er allt svo afstætt hugtak.
Það sem sumum finnst eðlilegt finnst öðrum ófrelsi.
Frelsi er sem betur fer í okkar huga svo sjálfsagt og eðlilegt.
Ég upplifði mikla frelsisskerðingu í kring um hrun íslenska efnahagslífsins. Það hugsa ég að margir hafi gert.
Ég man eftir gjaldeyrishöftum og hélt satt að segja að ég ætti aldrei eftir að upplifa þau aftur.
Ég man eftir "Rússagrýlunni" og í kjölfar atburðanna í haust fékk ég svipaðan sting í magann og ég fékk sem krakki uppi í Strákafjalli á leið inn í Engidal og ímyndaði mér að Rússarnir myndu kannski gera kjarnorkuárás.
Tilfinningin einhvern veginn þannig að fylgst væri grannt með mér og öllu sem ég gerði.
Öll gömlu óþægindin frá kreppuárum áður gerðu vart við sig. Þó var ég barn og unglingur á þeim tímum hafta og atvinnuleysis.
Frjálshyggjan blessuð hélt innreið sína og áður en varði vorum við orðin svo gersamlega áhyggjulaus þjóð komin úr áþján afturhalds að við hreinlega gleymdum að sinna eðlilegu eftirliti og sjá til þess að reglur væru settar og að samningar væru virkjaðir til að stemma stigu við áhættunni sem fylgdi góðærinu.
Við vorum svo grobbin af okkur sjálfum að við hlustuðum ekki á viðvaranir og kölluðum þær í besta falli öfund.
Nú sitjum við uppi með afleiðingarnar og höfum sannarlega hneppt okkur í fjötra. Þegar ég segi við þá meina ég auðvitað að þeir sem mesta ábyrgð báru eða stjórnmálamenn sem við kusum og eftirlitsaðilar sem þeir treystu brugðust okkur.
Við sitjum uppi með afleiðingar þess sem við kusum!
Það skrýtnasta er að frjálshyggjan virðist eina leiðin út úr þessum vanda öllum saman. Með aðhaldi og sterkri tengingu við sósíaldemókrataíska stefnu líkt og í nágrannalöndum eins og t.d. Svíþjóð. Með þeim formerkjum að við sofum ekki á verðinum heldur setjum reglur eða göngum inn í samstarf við þjóðir sem hafa haft vit á að setja þær.
Þó það kosti okkur flugeldasýningu almennings á gamlárskvöld sem eru þó líklega sterkustu rökin gegn því að ganga í Evrópusambandið eins og sakir standa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 5.1.2009
STJÖRNUSPÁ

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 4.1.2009
Góð grein Jakobínu
Bloggvinkona mín Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifaði nýlega í Morgunblaðið grein sem hún hefur nú endurbirt á bloggi sínu.
Mér finnst full ástæða til að vísa í greinina.
Jakobína kemur vel til skila því sem hún er að segja og því sem margir aðrir koma ekki orðum að.
http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/761686/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 3.1.2009
Kyrrð og friður
Það ríkir kyrrð
í þokunni
sem sveipar
mig trega
Máttlaust andvarp
liðast upp
frá litlu brjósti
finnur frið
Kyrrð og frið
Vilborg Traustadóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 3.1.2009
Fjölmenni
Nú eru mótmælin að hefjast fyrir alvöru. Þetta er bara fyrsti fundur eftir jólafrí og því mun róðurinn herðast á næstu vikum.
Ráðamenn geta farið að hlusta.
Hörður Torfason verður að fá aukna breidd í frummælendur til að ná eyrum sem flestra.
Röddum fólksins fer fjölgandi.
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |