Tek undir áskorun um að St Jósefsspítali verði áfram rekini í óbreyttri mynd

Það er aldrei góð tilfinning að leggjast inn á sjúkrahús.  Ég hef nokkrum sinnum verið lögð inn á sjúkrahús einkum vegna veikinda minna sem eru MS sjúkdómurinn og einnig til að gangast undir aðgerðir.

Þar hefur mér liðið eins vel og hugsast getur miðað við að vera veik og á sjúkrahúsi. 

Á St Jósefsspítala hef ég fengið góða aðhlynningu og hjálp.  Bæði vegna aðgerða og eins hef ég fengið steragjafir vegna MS þar inni ásamt nauðsynlegri aðhlynningu tengdri MS sjúkdómnum.

Ég hef upplifað mjög sterkt þann góða og líknandi anda St Jósefssystra sem svífur þar yfir vötnum. Starfsfólkið hefur hlotið þann arf frá systrunum og starfar eftir þeirra góðu markmiðum.

Þessi arfur verður ekki fluttur "í járnum" suður í Reykjanesbæ sem nota bebe er einnig gott sjúkrahús þó með öðrum formerkjum sé.

St Jósefsspítala verður að standa vörð um svo sú fágæta og góða þjónusta í anda St Jósefssystra haldi áfram að vera í boði okkur öllum til hagsbóta og heilsubótar. 

 

 


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta er allt svo kalt og hvernig í ósköpunum á þetta að enda ? Það munar um minna fyrir Hafnarfjörð.

Svo fannst mér lélegt þetta hjá forsvarsmanni FSA að fólk þyldi illa breytingar. Lélegt...... og munum það að öll eigum við eftir að eldast. því gleymir unga fólkið. Hvernig viljum við hafa þetta í framtíðinni, deila herbergi með öðrum - ókunnugum - síðustu metrana ! ????

 Gamla fólkið á skilið betra en þetta. Nú er ég reið !

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er mjög svo hrokafullt og siðlaust allt saman.

Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband