Listdanssýning

Það var sýning hjá Klassíska Listdansskólanum í gær.  Uppskeruhátíð eftir veturinn. Við fórum nokkur saman að horfa á.  Þetta var í Borgarleikhúsinu klukkan sex.  Ég skemmti mér mjög vel.  Pabbi sá fremur illa á sviðið.  Honum er farin að förlast sýn og fannst hann vera að horfa á "haug" af fólki á sviðinu.  Við hin sáum Lucy okkar af og til svífa um í hópnum.  Lucy er dóttir Sollu systir.  Hún dansaði fyrst hlutverk vatnalilju í Þumallínu og gerði það af miklum þokka.  Þetta var alveg eins og hálfs tíma prógram og gaman að sjá upprennandi dansara okkar í krefjandi verkefnum.  Hlakka til að fylgjast með á næstu árum.  Pabbi skemmti sér líka vel og hann naut þess að hlusta og ég held hann hafi farið að sjá betur þegar hann vandist birtunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði viljað vera í þessum góða hóp....  Gott að allir skemmtu sér vel. Lúcý á eftir að gera það gott í dansheiminum. Magga systir

Magga systir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveeg get ég trúa að þetta hafi verið bæði gaman og afslappandi, yndislegt hve dugleg þú ert að þvælast með þann gamla, ég vona að einhver af mínum verði svona umhugað um mig ef ég ver aldraður.

Sigfús Sigurþórsson., 3.5.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við pabbi erum að fara á framboðsfund um málefni aldraðra á laugardaginn.  Pabbi hyggur gott til glóðarinnar enda farin að hækka verðirð á atkvæðinu!  Dag frá degi.

Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband