Færsluflokkur: Pepsi-deildin
mið. 10.12.2008
Landsbankinn ekki á flæðiskeri staddur.....eða?
Mig langar að vekja enn og aftur athygli á frábæru framtaki konu sem fékk skófarið á afturendann hjá Landsbankanum á Akureyri hálfum mánuði eftir hrun bankans.
http://maggatrausta.blog.is/blog/maggatrausta/
Hún lagðist undir feld og eftir viku í vanlíðan. þunglyndi og því sem fylgir svo snöggum atvinnumissi fékk hún þá hugmynd að opna eins konar Kolaport norðursin. Sem sagt Norðurport.
Þetta uppátæki hennar hefur svo sannarlega mælst vel fyrir og var troðfullt út úr dyrum opnunarhelgina sem var s.l. helgi og það en nánast fullbókað um helgina sem er að koma (13. -14. des) þó eitthvað sé hægt að bæta við á sunnudaginn.
Þarna er allt mögulegt á boðstólum og bætist sífellt við flóruna. Þarna er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki að koma sér á framfæri, kynna sína vöru og selja.
Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ýmislegt sem mann hefði ekki órað fyrir að væri verið að sýsla við í höndunum kemur þægilega á óvart.
Það er gaman að koma saman og spjalla um daginn og veginn. Þetta rýfur einangrun einyrkjanna sem hafa kannski ekki haft mörg tækifæri til að koma sér og sinni framleiðslu hver svo sem hún er á framfæri.
Nú horfi ég "brostnum augum" í kring um mig hér heima á málverkin sem ég hef málað og hafa staflast upp. Kannski skelli ég mér með þau í Norðurport? Við höfum svo sem rætt það systurnar. Ég lít á mákverkin mín sem alþýðulist og því ekki að kanna möguleika á að fólk fái notið þeirra gegn um þann vettvang?
Mikill og góður rómur hefur verið gerður að þessu og menn láta ýmislegt flakka eins og einn sem sagði við þessa kjarnakonu, "mikið lifandis skelfingar ósköp eru þeir vitlausir í Landsbankanum að hafa sagð þér upp"!!
Ég segi banki sem hefur efni á að missa þvílíkan starfskraft úr sínum röðum er varla á flæðiskeri staddur?
Eða??
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 2.12.2008
Hva, erum við ekki með þá verstu?
Stundum sleppur sá smái þótt hann eigi það varla skilið.
Að vera ekki valdir verstu bankamennirnir vegna þess að við erum bara 300 þúsund er bara plat.
Þetta er eins og að sleppa litla bróður þegar hann gerir skammarstrik en hanka þann stóra fyrir sama skammarstrikið.
Þetta þýðir í raun að okkar menn eru óvitar!
![]() |
Verstu bankamennirnir valdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 29.11.2008
Ég veit ekki hvað mig mun vanta......
Það er hafin skömmtun á vörum í verslunum. Office One skammtaði bleksprautuhylki fyrir prentara í dag. Hver viðskiptavinur mátti bara kaupa eitt stykki.
Ég hef verið óróleg undanfarið vegna yfirvofandi hættu á skömmtunum.
Það er bara verst að ég geri mér ekki grein fyrir því hvað nákvæmlega mig mun sárlega vanta á næstu mánuðum eða á hverju kemur til með að verða skortur á?
Ef ég vissi það færi ég strax út í búð að kaupa það.
Ég er alla vegana búin að gera slátur......
Pepsi-deildin | Breytt 30.11.2008 kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 21.11.2008
Sluldir "óreiðumanna" greiddar
Þá höfum við hafist handa við að greiða upp skuldir "óreiðumanna".
Hvað var málið allan tímann?
Árni Matt sagði í frægu símtali að við ætluðum fyrst að koma skikki á mál hér heima áður en við grætum hugað að þessu máli:
Davíð sagði við borgum ekki skuldir óreiðumanna.
Gordon Brown beitti hryðjuverkalögum.
Geir sagði ekki neitt.
Ingibjörg Sólrún var í veikindaleyfi.
Björgvin kom af fjöllum.
Jónas Franklín fór í feluleik.
Árna Matt fannst það góð hugmynd og faldi sig líka.
Össur reif kjaft.
Geir sagði að ekki yrði unað við kúgun.
Björgólfur sagði að eignir dekkuðu innlán.
Geir brá sér í líki páfagauks og sagði að eignir dekkuðu innlán.
Ingibjörg Sólrún tók af skarið.
Nú vona allir að eignir dekki innlán.
Ef ekki erum við í djúpum skít!
Gleymdi ég einhverju(m)?
![]() |
Greitt af Icesave reikningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 14.11.2008
Bankastjórar í breyttu umhverfi
Það er kannski ekki skrýtið að bankastjórara átti sig ekki á breyttu umhverfi. Þau sem hafa starfað við þetta fram að þessu hafa haft frjálsar hendur til að lána óháð pólitík eða samþjöppun á markaði. Nú er það beinlínis hlutverk þeirra að framfylgja lögum á samlkeppnismarkaði og gæta hagsmuna ríkisins ásamt auðvitað hagsmunum viðskiptavina. Þetta getur reyst dálítið flókin blanda þegar innan bankanna starfa menn sem eru í nánum tengslum við aðila sem eru ráðandi á markaði eins og Tryggvi Jónsson sem var stjórnandi hjá Baugi og því samstarfsaðli Jóns Ásgeirs en Tryggvi starfar hjá Landsbankanaum.
Ég er stödd hjá systur minni á Akureyri sem var sagt upp hjá Landsbankanum hér. Hún var mjög vel liðin í starfi og fékk góð meðmæli frá útibússtjórum. Ekki virðist heldur hafa verið um sparnað að ræða þar sem önnur kona sem var hjá Landsbankanum í Luxemburg var ráðin í starfið hennar. Á sama tíma og Landsbankinn á Akureyri segir upp fimm starfsmönnum (einn ráðinn í staðinn) þá eru tveir útibússtjórar þar.
Þetta finnst mér undarlegt í ljósi þess að umfang bankans minnkar verulega en annar á að sjá um málefni einstaklinga og hinn fyrirtækja.
Nú þegar viðskiptanefnd Alþingis kallar bankastjóra inn á teppið hefði hún alveg mátt spyrja bankastjóra út það svona í leiðinni í hvers vegna þeir halda verndarhendi yfir stjórnendum innan bankanna meðan þeir sjá um mál þar sem vanhæfi þeirra blasir við (kannski hafa þau gert það) og hvers vegna stöður útibússtjóra eru ofmannaðar meðan venjulegt launafólk er látið fara?
Ríkið það er ég!
![]() |
Bankastjórar fyrir viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 11.11.2008
Bretar eru ábyrgir-The British Goverment is responsible
Það er alveg rétt sem kom fram í fréttunum í kvöld að þar sem Bretar tóku eignir Landsbankans í Bretlandi og beittu til þess hryðjuverkalögum þá eru þeir sjálfir þar með orðnir ábyrgir fyrir innistæðunum segir Eiríkur Bergmann dósent á netmiðli breska blaðsins Guardian.
--
Hvernig á banki sem haldið er í herkví að geta selt eignir á móti innistæðunum?
Hver er rökfimi forsætisráðherra í þessu máli?
Er hann að nota hana á okkur þegnana eða "skrílinn" (hans orð)?
--
When the British Goverment took over Landsbankinn in England by freezing its assents using terrorist law they took also over all its committments. Thats why they are now responsible for Ice-Save themselves.
The bank can not do anything becouse of how the British Goverment has act.
The British Goerment has taken act against their own interests.
I dont understand why our priminister does not say that to Gordon Brown?
http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2008/nov/11/iceland-creditcrunch
![]() |
Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 10.11.2008
Ég ætla ekki að blogga um réttlæti....
STJÖRNUSPÁ
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 6.11.2008
Skotar láta í sér heyra
Skoskur maður á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var hér á landi svaraði þegar hann var spurðir hvort hann væri breskur? "Nei ég er skoskur"!
Skýrt og skorinort.
Þetta klúður breta á eftir að hitta þá í hnakkann. Verst að kúlan fer í gegn um hausinn á okkur áður!
![]() |
Forsætisráðherra Skotlands gagnrýnir Breta vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 3.11.2008
Þá vitum við það
Þetta er nokkurn veginn það sem við erum búin að vera reið yfir frá því að bankahrunið átti sér stað .
Það er ekki hægt að álasa sjálfum sér fyrir að trúa á ævintýrið þegar stjórnvöld með þau stjórntæki sem þau hafa stoppuðu þetta ekki.
Margir íslendingar þar á meðal ég höfum verið að argast út í okkur sjálf fyrir að hvað?
Hvað hefðum við getað gert?
Nú sitjum við öll í súpunni á sama hátt og við sveifluðumst með í hinu falska góðæri í boði bankanna, einkum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og auðvitað sjálfrar Ríkisstjórnarinnar.
Veislustjórinn var forseti lýðveldisins!
Allir saman.
Mestir og bestir í bruðlinu voru þó eftirlitsmennirnir okkar sem fengu greidd laun fyrir að þegja þunnu hljóði.
Kannski hefðum við átt að hlusta á þögnina?
![]() |
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 29.10.2008
Sænskur banki í vandræðum
Við sáum þetta í sænska sjónvarpinu í gær. Svo viðist sem margir aðrir en við eigum í vanda en munurinn er sá að sænski seðlabankinn styður við sína banka. Okkar ræðst á þá og yfirtekur.
Við íslendingar eigum þá kröfu að gerð verði óhlutdræg rannsókn á þessu máli frá upphafi til enda. Þegar ríkð hefur greitt öllum ævisparnaðinn til baka.
Þegar skoðað er að bankarnir geta greitt um 40% úr sjóðum sínum, jafnvel meira lítur hreinlega út fyrir að þeir hafi ekki staðið eins illa og sumir vildu vera láta.
Ég tel að aðgerðir ríkis og seðlabanka hafi hrint af stað þeirri ægilegustu holskeflu sem Ísland gat orðið fyrir. Þau mistök eru dýr og fólkið í landinu á ekki að greiða fyrir það með sparnaði sínum.
Svo er það spurning hvort við getum hjálpað Svíum?
![]() |
Viðskiptavinir Carnegie órólegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |