Ég ætla ekki að blogga um réttlæti....

STJÖRNUSPÁ

Steingeit: Þú munt fá spennandi tækifæri til ferðalaga og framhaldsmenntunar á næstu fjórum til sex vikum. Gakktu skipulega til verks.
-- 
Þetta er fyndið í ljósi þess að ég er á námskeiði í myndlist og ætla auk þess á helgarnámskeið í sömu listn orður til Akureyrar um helgina.
 --
Nú kemur óréttlætið.
 
Nýi Landsbankinn var að ráða í starf i aðalútibúinu á Akureyri.  
Svo vill til að konu sem var í því starfi var sagt upp nýverið eða eftir að skilanefndirnar komust að þeirri niðurstöðu hvar ætti að fækka fólki.  Konan hafði unnið hjá Landsbankanum í 27 ár.  
Sú sem ráðin er í staðinn kemur frá Luxemburg þar sem hún var að vinna fyrir Landsbankann og hún er tengd vinaböndum við fyrrverandi eiganda Landsbankans. 
 
Ég veit nú þegar um þrjár uppsagnir hjá Landsbankanum þar sem höggvið er að þeim sem minnst mega sín.
Annarri konu á Akureyri var sagt upp en hún átti nokkra mánuði eftir í eftirlaun.
Einnig var sagt upp konu annars staðar á norðurlandi en hún var fyrirvinna, sem á mann og tvö börn, en maðurinn hennar er öryrki.
Þetta er grátlegt þar sem ég veit að hjá bankanum vinnur fólk sem er "vel gift" og hefur góða fyrirvinnu, fólk sem vinnur hlutastörf til þess eins að "komast út á meðal fólks" og hefur í rauninni haldið launum bankastarfsmanna niðri gegn um tíðiuna.
 
Ég spyr er það stefna Nýja Landsbankans að reka þá sem minnst mega sín og láta klíkustarfsemi um að jafnvel ráða fólk í staðinn?
Er það þess vegna sem ríkisstjórnin segir ekki af sér?
 
Þarf hún að planta "sínu fólki" inn í bankakerfið?
 
Spyr sú sem ekki veit! 
 
Og já ég er reið!  Ég er fjúkandi reið!
--
Hitt er það að það er ekki vinnandi í svona ómannlegu umhverfi og það fólk sem fer frá störfum getur í rauninni verið guðs lifandi fegið.  Snúið sér að einhverju sem er uppbyggjandi og skemmtilegra að fást við.
 
 
Æðruleysisbænin
 
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli. 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Mikið ofboðslega er þetta góð bæn. Loksins kann ég hana eins og hún á að vera, var eitthvað að þvælast fyrir mér röðin á þessu

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.11.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er steingeit líka en ég ætla að vona að ég fari ekki að lenda á námskeiðum á næstunni. Nóg annað að gera

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband