Landsbankinn ekki á flæðiskeri staddur.....eða?

 Mig langar að vekja enn og aftur athygli á frábæru framtaki konu sem fékk skófarið á afturendann hjá Landsbankanum á Akureyri hálfum mánuði eftir hrun bankans.

http://maggatrausta.blog.is/blog/maggatrausta/ 

Hún lagðist undir feld og eftir viku í vanlíðan. þunglyndi og því sem fylgir svo snöggum atvinnumissi fékk hún þá hugmynd að opna eins konar Kolaport norðursin.  Sem sagt Norðurport. 

http://nordurport.is/

Þetta uppátæki hennar hefur svo sannarlega mælst vel fyrir og var troðfullt út úr dyrum opnunarhelgina sem var s.l. helgi og það en nánast fullbókað um helgina sem er að koma (13. -14. des) þó eitthvað sé hægt að bæta við á sunnudaginn. 

Þarna er allt mögulegt á boðstólum og bætist sífellt við flóruna.  Þarna er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki að koma sér á framfæri, kynna sína vöru og selja.

Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ýmislegt sem mann hefði ekki órað fyrir að væri verið að sýsla við í höndunum kemur þægilega á óvart. 

Það er gaman að koma saman og spjalla um daginn og veginn.  Þetta rýfur einangrun einyrkjanna sem hafa kannski ekki haft mörg tækifæri til að koma sér og sinni framleiðslu hver svo sem hún er á framfæri.  

Nú horfi ég "brostnum augum" í kring um mig hér heima á málverkin sem ég hef málað og hafa staflast upp.  Kannski skelli ég mér með þau í Norðurport?  Við höfum svo sem rætt það systurnar.  Ég lít á mákverkin mín sem alþýðulist og því ekki að kanna möguleika á að fólk fái notið þeirra gegn um þann vettvang?

Mikill og góður rómur hefur verið gerður að þessu og menn láta ýmislegt flakka eins og einn sem sagði við þessa kjarnakonu, "mikið lifandis skelfingar ósköp eru þeir vitlausir í Landsbankanum að hafa sagð þér upp"!! 

Ég segi banki sem hefur efni á að missa þvílíkan starfskraft úr sínum röðum er varla á flæðiskeri staddur?

Eða?? 

 

 

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Upp með þínar myndir kona, alþýðulist er góð. Hvaðan kemur góð list ?  Mitt svar er frá hjaranu. Þið systkini mín verðið bara að koma norður. Þið hafið svo ,margt að gefa. 

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.12.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

hjartanu , auðvitað hmmmmm

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.12.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Innlitskvitt og knús

Svanhildur Karlsdóttir, 10.12.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband