Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Áfram Steingrímur

Þó svo að nýjar upplýsingar séu sífellt að berast um tilurð þess að fjármálaráðherra breta brást svo ókvæða við íslendingum í sambandi við icesave reikningana margfrægu í Bretlandi þá er ekkert í stöðunni sem réttlætir beitingu hryðjuverkalaga á vinaþjóð.  

Þetta var fljótræði af bretum hvernig sem á það er litið. 

Hvaða forsendur sem lágu að baki upphlaupi þeirra, eigum við sem þjóð ekki að sitja undir þessu.  

Rock on Steingrímur!  


mbl.is Steingrímur skammaði Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki í kreppu

Það er yfirþyrmandi að stjórnvöld hafi hundsað þetta boð breta um flýtimeðferð vegna icesave reikninganna þar í landi.

Stjórnvöld standa nú rúin trausti frammi fyrir eigin gerðum. 

Ég mun beita mér fyrir því að fá Jón Baldvin Hannibalsson inn í íslensk stjórnmál á ný.  Það liggur ljóst fyrir að það traust sem Samfylkingin þó enn hefur fjarar út.  

Ég tel jafnvel að ný og öflug hreyfing jafnaðarmanna eða bara ein góð þverpólitísk "Íslandshreyfing" gæti unnið traust fólks smám saman á ný.  Með aðkomu athafnamanna víða að úr atvinnulífinu og umfram allt með það að leiðarljósi að setja hagfræðinga yfir efnahagsstjórn landsins.  Með það að leiðarljósi að sækja okkar vel menntaða fólk á hvaða sviðum þjóðfélagsins sem er og fela því veigarmikil verkefni í stjórn landsins. Fækka þingmönnum frekar en fjölga og skera niður laun á þingi og hjá ráðherrum líkt og er að gerast hjá öllum öðrum í landinu.  Með það að leiðarljósi að endurgreiða íslendingum það sem þeim ber eftir þessi hrikalegu hagstjórnarmistök ríkisins.

Fyrst ekki eru gerðar nauðsynlegar breytingar á ófaglegri stjórn Seðlabanka Íslands eru hendur þessarar ríkisstjórnar bundnar í bak og fyrir.  Enda er ríkisstjónin orðin gerandi í málinu og þar með orðin ábyrgari en ef hún hefði gert breytingar strax. Þá meina ég áður en Glitnir var þjóðnýttur. 

Sjálfstæðisflokkurinn er í útrýmingarhættu. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar þú að láta taka Samfylkinguna með í fallinu?

 

 


mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn myllisteinninn um háls Seðlabankans

Fram kom í ágripi í fréttum úr Kompásþætti morgundagsins að Seðlabankinn neitaði að veita Landsbankanum lán gegn tryggingu upp á 200 milljón pund gegn því að allir ice-save reikningar Landsbankans færðust í breska lögsögu.

Þetta gerði Seðlabankinn daginn áður en bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann í Bretlandi til að frysta eignir hans þar. 

Hvers lags vinnubrögð eru viðhöfð á þeim bæ?

(Seðlabankanum)

Hvert fjandans klúðrið af öðru hjá banka sem ætti eins og seðlabankar annarra landa að verja bankana en ekki öfugt!

Ófaglegar aðfarir Seðlabankans frá a-ö hafa kostað þjóðina ómælda peninga, atvinnumissi og það sem er kannski sárast æruna. 


Segja upp reyndustu starfsmönnunum

Ég hef haft af því spurnir að m.a. hjá Nýja Landsbankanum sé sagt upp fólki í verbréfadeildunum, segir sig nánast sjálft m.v. hrun markaðanna og svo á hinn bóginn fólki með mikla starfsreynslu.  Fólki sem á örfá ár eftir í eftirlaun.

Nú spyr ég er það yfirlýst stefna hjá ríkinu að segja upp því fólki sem hvað dyggast hefur unnið fyrir bankann og á auk þess hugsanlega erfitt með að fá aðra vinnu þar sem svo stutt er í eftirlaun? 


Sorgleg staða........

Hugur minn er nú hjá því samviskusama fólki sem er verið að segja upp þessa dagana.  Eða eins og þeir orða það "verður ekki endurráðið".

Munið bara að um leið og einar dyr lokast þá opnast aðrar og oft tvær.

HÖFNUN, REIÐI OG SORG eru óhjákvæmilegar tilfinningar. 

Höfum þá hugfast að sorg og gleði eru sem systur, tengdar órjúfanlegum böndum og án annarrar þeirra væri hin ekki til.

Þannig getum við fullvissað okkur um það að á eftir sorginni fylgir gleði. 


mbl.is Nýi Landsbankinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið að linast?

Í morgunblaðinu í dag kemur fram að Davíð Oddsson var andvígur þessu láni.  Mikil er firring mannsins.  Þetta var þá rétt hjá Jóni Baldvin að Davíð var á strandstað að "þvælast fyrir" eins og hann orðaði það.

Batnandi mönnum er best að lifa.  "Bláa höndin" linar takið, nauðbeygð af alþjóðasamfélaginu!  Mikill er styrkur hennar innan Sjálfstæðisflokksins!

Eitt er þó víst að Davíð Oddsson verður Sjálfstæðisflokknum dýr í næstu kosningum. 


mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn

Það verður að skera úr slíkum málum með hraði.  

Það er einnig stefnt að því í alþjóðasamfélaginu að uppræta skattaskjólin og er það vel.  Kannski er það of seint fyrir Ísland? 

Að sama skapi verður að eyða eins miklum efasemdum og unnt er um stöðu fyrirtækja og einstaklinga svo fljótt sem kostur er.

 


mbl.is Rannsóknin hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsala

 Við ættum að taka okkur saman og kaupa þessa blessaða banka.  Annars finnst mér að Ríkið eigi að gefa okkur allan arð um leið og hann kemur inn á innlánsreikningana og í lífeyrissjóði bankanna  sem Jón Ásgeir og félagar tæmdu af án vilja og vitundar fólks.

Það þarf að stofna samtök um að heimta þetta fé til baka. Það er óþolandi að hugsa til gamals fólks og bara alls fólks sem sýnt hefur fyrirhyggju og er að missa mjög mikið og jafnvel allan sinn ævisparnað vegna galgopaháttar bankanna og andvaraleysis stjórnvalda.  

c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_bonus

 

 Þeir hefðu betur haldið sig við þess konar viðskipti út í gegn. Þá ættu margir eigur sínar enn......


mbl.is Íslenskar bankaeignir á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnum samtök

Samtök bloggverja og allra þeirra sem málið varðar eru hér með stofnuð! 

Nú er komið nóg.

Við viljum aðgerðir strax!

Við erum reið.

Okkur er misboðið.

Geir H. Haarde ætti vel heima á vaxmyndasafni!

Réttlæti núna! 


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband