Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
mið. 20.6.2007
Parket-gula Palla


Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 20.6.2007
Fjölskyldumót
Nú er verkefnið að undirbúa fjölskyldumótið norður á Sauðanesi v/ Siglufjörð um helgina. Ég er með smá leynivopn uppi í erminni. Mun gangast í það á morgun að fullkomna þann gjörning! Hugsa að margir verði nú ánægðir með það sem ég hyggst fyrir. Nú er ég hins vegar að prenta út texta o.fl. sem Magga systir er ekki búin að gera. Hún er nú nánast búin að þessu öllu held ég. Þegar hún fer af stað þá er það "landið og miðin". Ekkert minna en það. Við Solla hjálpuðum Trausta að þrífa í dag. Hann er að flytja inn í íbúðina sína aftur eftir gagngerar endurbætur í kjölfar þess að skipt var um lagnir í húsinu. Best að vinda sér í undirbúninginn á ný!!!

lau. 16.6.2007
Afmæli Sollu
Solla systir á afmæli í dag. Ekki fæst uppgefið um aldur hennar. Hún er á besta aldri eins og við hin
. Til lukku með daginn Solla systir.


fim. 14.6.2007
Í dag
Við kláruðum að setja niður í garðana í dag. Mamma, Guðrún og Solla basa í beði, pabbi á " hliðarlínunni" , við Einar Breki hvílum lúin bein og Einar Breki sjarmör með steina.
Það voru allir elsku sáttir í dag enda sá Guðrún um verkstjórnina að einróma beiðni okkar hinna.
Snæddum svartfuglsegg hjá mömmu og pabba í hádeginu. Skelltum okkur svo í leirgerð við Solla og Drífa dóttir Sollu. Einar Breki með og hann stóð sig vel. Ótrúlega yfirvegaður með allar þessar kellur í leirnum krunkandi saman. Máluðum tvær skálar sem verður spennandi að sjá eftir brennslu.

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 12.6.2007
Garðbas


Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mán. 11.6.2007
Þeyst um á Hafgamminum
mán. 11.6.2007
Sigling
þri. 29.5.2007
Trausti á afmæli
Elsti sonur minn Trausti Veigar er 32 ára í dag. Það er ekki svo ýkja langt síðan Strákagöngin við Siglufjörð voru opnuð fyrir konu í "barnsnauð". Þannig var að göngunum var lokað á hverju vori meðan hreinsað (skrollað eins og það var kallað) var laust grjót úr hlíðunum við munnana og einnig inni í göngunum eftir þörfum. Þetta var gert miðvikudaginn 28. maí 1975. Ég fór í mæðraskoðun þann dag en fékk að fara heim aftur og sjá aðeins til, sækja dótið mitt og svona því líklegt þótti að fæðingin væri að hefjast. Þegar ég svo fór af stað um sexleytið stóð heiðursvörður vaskra grjóthreinsunarmanna aðgerðarlaus í hlíðunum og veifaði stelpunni sem var að fara að eignast sitt fyrsta barn í kaupstaðnum. Pabbi og bræður mínir voru þar á meðal. Trausti fæddist svo aðfaranótt 29. maí kl 3.20 ef ég man rétt. Allt gekk vel. Til hamingju Trausti!
þri. 15.5.2007
Sólbaðsveður
þri. 1.5.2007
1.maí
Skruppum austur fyrir fjall í dag. Ég og Geir. Fórum í sumarbústað hjá tengdó. Það var virkilega gaman að fara í smá bíltúr og fá kaffi og með því hjá þeim. Þau komu svo með okkur í bæinn. Það var þoka á Hellisheiðinni og dimmt. Rigndi mildri rigningu fyrir austan og litirnir á móunum mjög fallegir. Skemmtileg vorlykt í lofti. Allt að byrja að lifna á ný af vetrardvala. Hlakka til vorsins og sumarsins. Vorið heldur innreið sína og lofar góðu um framhaldið með mildum 1. maí.