Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Atkvæði til sölu

Atkvæði pabba er til sölu.  Sá flokkur sem vill greiða honuum eina milljón fyrir fær það.  Pabbi er orðheldinn maður og ábyrgist að kjósa þann flokk sem tekur tilboði hans.  Sjálfstæðismenn tóku dræmt í þetta þegar hann gekk inn á kosningaskrifstofu þeirra og bauð þeim þetta í dag. Lofuðu þó að ræða við hann þegar hann hefði farið til allra hinna og fengið afsvar. Þá gæti hann kannski lækkað sig eitthvað.  Pabbi ætlar að ræða við Framsóknarflokkinn næst.  Hugsanlega gætu þeir "dekkað" þetta í auglýsingakostnaðinum hjá sér?  Ómar og Íslandshreyfingin hafa varla efni á þessu en það sakar ekki að spyrja.  Frjálslyndi flokkurinn sem pabbi hallast helst að gæti verið næsta tilraun en kannski tæki það um of á pabba að reyna að kría þetta út þar.  Fróðir menn hallast þó helst að því að Vinstri Grænir eigi mesta möguleika á að fjármagna þetta uppátæki pabba. Þeir ráðlegðu pabba vafalaust að sækja um hjá pokasjóði og fá fjármagn í verkefnið.  Hreinsum landið (af ríkisstjórninni) gæti verkefnið  kallast.  Aldraðir og öryrkjar?  Nei þau eiga ekki sjens þar sem þau myndu svara pabba  hálftíma eftir að kjörfundi lyki. 
-
P.S.  Samfylkingin gleymdist en ætli hún sé ekki hvort eð er of upptekin við að reka "biðlistapólitíkina" sína til að svara kalli pabba?
-
Pabba sem sigldi öll stríðsárin milli Íslands og Englands finnst svo sannarlega að hann eigi þetta skilið.  Hann hefur unnið myrkranna á milli alla sína ævi.  Yfirgefið heimili sem hann og mamma byggðu upp og flutt búferlum þegar síldin hvarf án þess að fá krónu í bætur.  Nú er komið að karli að fá eitthvað fyrir sinn snúð!  Auðvitað styð ég það.  Milljón er bara ekki nóg.  Pabbi hyggst hækka sig á næstu dögum. Take it or leave it......

Tveir af fjórum

Tveir af fjórum mögulegum gistu hjá afa og ömmu aðfaranótt sunnudags.  Ótrúlega góðir og sönghæfileikar ömmunnar dugðu á endanum til að svæfa þá.  Daginn eftir var farið í bras með afa og bílaþvott með ömmu eftir að hafa þvegið fjórar þvottavélar með afa og ömmu í morgunsárið, þurrkað þvottinn og gengið frá inn í skápa.  Allir fjórir komu svo í brasið og höfðu hjólin sín með.  Það var hjólað og leikið og mjög gaman hjá okkur öllum.  Það var þó ekki laust við að afinn og amman sofnuðu fast um kvöldið.  Ég sofnaði klukkan átta og svaf með stuttum "símhringinga-vöknunum" til klukkan 10 morguninn eftir þegar ég vaknaði við símhringinguShocking.

Barnakvak

Naut barnakvaksins um helgina. Þrír af fjórum mögulegum gistu hér í nótt. Sá fjórði kíkti svo í heimsókn í dag með  mömmu sinni. Þetta eru kempur allir sem einn.  Yngsti sofnaði fyrstur fyrir átta í gærkvöldi.  Amma tók hann "úr umferð" og svæfði hann.  Við hávær mótmæli til að byrja með en þegar amman fór að syngja torkennileg lög eins og "ljósið kemur langt og mjótt " og Karl sat undir kletti" þagnaði sá stutti. Hreinlega sofnaði af undrun held égLoL.  Þar sem undirstaða mín í söng frá Möggu Pálma gagnaðist svona vel flutti ég mig um set og settist að afanum sem var með þann elsta hálfleiðan  í fanginu og endurtók leikinn þar.  Sá datt útaf á nóinuWoundering.  Þá var bara miðguttinn eftir en hann var fótbrotinn í "loftfimleikum" í stofusófanum þegar þetta bar við (hann er í gifsi síðan á annann í páskum en þá ristarbrotnaði hann).  Ég smeygði mér bak við sófann og hóf upp raust mína og viti menn.  Eftir að hafa horft á mig eins og naut á nývirki um stund, róaðist hann líka og gat m.a.s. burstað tennurnar þokkalega.  Síðan brá ég mér frá og ætlaði svo að raula meira fyrir hann en þá var hann sofnaður þegar ég kom aftur.  Ég hef reyndar haft það á tilfinningunni með hann frá upphafi að hann geri jafnan það eina sem hægt er að gera í stöðunni þegar þessar aðstæður koma upp.  Hann sofnar!  Hvort það eru meðmæli með "ömmuhæfileikunum" eða ekki skal ég ekki dæma um. Smile  Eftir þetta hvarf ég til "bloggheima" en hrökk upp við hroturnar í afanum kl. 22.00 og fór þá sjálf að sofa.Gasp

Föstudagurinn 13.

Jólin 2005 051
Hjónakornin Emil og Imma
Í dag er föstudagurinn 13. apríl.  Emil á afmæli og er 31 árs í dag.  Þessi dagur er stormasamur og mikil úrkoma.  Einhvers staðar heyrði ég að veðrið á afmælisdegi viðkomandi segði til um hvernig hann hefði verið sem barn.  Þetta smellpassarTounge.  Miðað við veðrið í dag á afmæli Emils!Cool
Til hamingju með daginn Emil.Wizard

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband