Parket-gula Palla

E.B. ofl 098Getum við ekki verið sammála um að Palla er parket-gul?  Þetta er mjög sjaldgæfur litur á læðu.  Fresskettir eru oft gulir en sjaldan læður.   Þetta kemur sennilega til vegna þess að Palla er eðal-köttur af ætt Bengala.  Þaðan fær hún gula læðu-litinn og svo hefur hún falleg rafgul augu.  Palla er að vísu bastarður.  Í þröngum skilningi þess orðs.  Þegar það er hins vegar haft í huga að Bengalkettir eru afrakstur ræktunar asískra villikatta og amerískra heimiliskatta þá er munurinn kannski ekki svo mikill á Pöllu og "hreinræktuðum" Bengal-ketti.  Hitt er svo annað mál að Palla og móðir hennar Mímí hafa báðar verið teknar úr sambandi svo framhald verður ekki á ræktun þeirra.  Systir Mímíar og frændsystkin eru mörg búsett í Borgarnesi og eru alltaf að fjölga sér eftir því sem ég best fæ vitað.  Þetta eru einstaklega blíðlyndar læður og barngóðar.  Þær sýna aldrei klær þó ömmustrákarnir mínir hnoðist með þær.  Þær hafa þó einstakt lag á að "láta sig hverfa" þegar fjör er farið að færast í leikinn.  Um leið og aftur róast um í bænum birtast þær svo sakleysislegar á svipinn eins og þær vilji segja " við vorum hérna allan tímann."Copy of mars 2007 091

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvað er grimmdarlegt við að taka kisu eins og Mímí úr sambandi sem getur ekki fætt afkvæmi vegna mjaðmagrindarbrots?  Hvað er grimmdarlegt við að taka Pöllu úr sambandi sem hefur ekki möguleika vegna búsetu að hitta aðra ketti en Móður sína?  Breimar úr í eitt.  Emil farðu nú að eignast líf fyrir utan bloggið! 

Vilborg Traustadóttir, 21.6.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Agný

Ég er sko stolt af þessum afkvæmum "mínum" eða þannig  Hún Blíða mín er sko bomm núna og þá held ég að ég verði að segja BOMM þvílík bumba.....hef grun um að innanborðs séu fleiri en 4 stykki.....

Hef trú á því að ég muni fá kettlinga í afmælisgjöf jæja...kanski eins gott að ég verði heima...jsvona í ljósæðrastörfum..... að vísu er líka eins gott fyrir Blíðu að drita kettlingunum úr ´ser hér heima en ekki út í Brákarey..en hún vill halda mikið til þar.kanski barnsfaðirinn sé þar...who knows....

En það er allavega mjög stutt í fjölgun.. þannig ef þú veist um einhvern sem vill kött með persónuleika þá reikna ég með að nokkrir slíkir muni koma í heiminn fljótlega...

Agný, 26.6.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband