Haustblíða

Það er blíðan og bæirnir allt í kring.  Milt og gott haustveður með skúrum í Reykjavík í dag.  Meira að segja sól á milli.

Haustið leggst vel í mig og ég er farin að huga að því að fara í æfingar til að halda mér í sem bestu formi. Það er eitt af haustverkunum. 

Einnig er ég að undirbúa málverkasýningu sem verður í Salthúsinu í Grindavík og opnar hún eitthvað um miðjan september.  

Þar að auki er ég að taka til og fara í gegn um skápa og skúffur hér heima.  Byrjaði á baðinu í gær og fann helling af góðu snyrtidóti og henti öðru sem var gamalt og úr sér gengið.

Það bergmálar í baðskápunum hjá mér núna og allt í röð og reglu.

Fer svo í þetta af meiri krafti þegar málverkasýningin hefur verið opnuð og við búin að fara eina ferð enn til Djúpavíkur.

Við hjónin gerðumst ABC styrktarforeldrar í vikunni.  Fengum stúlku á Indlandi til að styðja við.  Það er dálítið góð tilfinning að vita það að lítill einstaklingur sem virkilega þarf á því að halda fái aðstoð í hörðum heimi fátæktarinnar.  Vonandi skilar það sér í bættri líðan og heilsu telpunnar sem er sjö ára.  Vonandi.

Okkur fannst við svo heppin með okkar fjóra sonarsyni að við vildum reyna að leitast við að láta gott af okkur leiða þar sem þörfin er virkilega knýjandi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin erum líka styrktaraðilar ABC barns, gott að geta hjálpað til.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband