Færsluflokkur: Bloggar
Þegar litið er yfir flokkaflóruna kemur þessi frétt ekki á óvart. Hver er trúverðugleiki hinna flokkanna? Samfylkingin með leiðtoga sem tók tilhlaup í landsmálin eftir að hafa lofað sér í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Ætlaði svo að sitja báðum megin en varð að láta borgarstjórastólinn af hendi. Eftir að hafa beðið ósigur og endað sem varaþingmaður fór hún fram gegn sitjandi formanni og lofaði auknu fylgi en raunin er önnur. Fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni samkvæmt skoðanakönnunum um 10%. Það munar um minna. Vinstri Grænir hafa ekki náð að sannfæra fólkið í landinu um eigið ágæti en eru staðnaður umhverfisflokkur sem hefur ekkert nýtt fram að færa. Eina sem þau leggja til er stopp á framkvæmdir við stóriðju í a.m.k. fimm ár. Hvað þýðir það annað en hrun atvinnuuppbygginngar og atvinnuleysi í framhaldinu? Íslandshreyfingin nær ekki að hreyfa við fólki enda ekki með önnur markmið en
stopp á framkvæmdir eins og Vinstri Grænir. Þau hafa þegar náð hámarks árangri í sínum málflutningi. Að vekja fólk til umhugsunar um hvert skal stefna. Það er góðra gjalda vert. Framsóknarflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið eins og sá flokkur gerir jafnan er nær dregur kosningum. Vandræðagangur Halldórs Ásgrímssonar við formannskiptin hefur kostað flokkinn trúverðugleika. Það er spurning hvort Jóni Sigurðssyni tekst á svo skömmum tíma að ná að sannfæra fólk um að treysta flokknum. Frjálslyndir höfðu ekki burði til að taka á ágreiningi innan sinna raða og það er einfaldlega dauðadómur hjá ekki stærri flokki. Því tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé að uppskera svo sem hann sáir. Hann er eini flokkurinn sem kemur fram með raunsæja og sterka stefnu og hefur burði til að framfylgja henni. Þessi könnun er því endurspeglun á þeim raunveruleika sem Íslendingar lifa í.




Bloggar | Breytt 5.5.2007 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég hefði nú alveg viljað fá svona knús frá honum. En þið stelpur? Ekki hefði spillt fyrir ef Ómar Ragnarsson hefði beytt sér fyrir því að láta gefa út handtökuskipan á hann fyrir vikið!

Myndarlegur maður Gere.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég skveraði mér
á skýjafar.
Sveif um
yfir húsunum
trjánum og
hafinu.
Hentist framhjá
gluggunum
með vindskafið ský
á hælunum.
Lenti í þrengingum
yfir hálendinu
Þar sem uppsteymið
tók völdin.
Þeytti mér
í stjarnfræðilegar
hæðir.
Nokkur bólstraský
björguðu málinu
og sendu mig
til jarðar á ný
með regninu.
Þetta er alveg
nýr leikur
fyrir mér
og kveikur
að ljóði
sem lifir.
Í mér.
Vilborg Traustadóttir




Bloggar | Breytt 9.5.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru nú bara "heimildalaus" þankabrot sem flugu gegn um huga minn og gegn um lyklaborðið rétt í þessu.
Í því góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár hefur stjórnarandstöðunni reynst erfitt um vik að gagnrýna Ríkisstjórnina með sannfærandi hætti. Þau hafa þyrlað upp hverju moldviðrinu af öðru sem hafa svo reynst stormur í vatnsglasi þegar á hólminn er komið. Hver man ekki eftir "fjölmiðlamálinu" sem stoppað var af og hvað gott hefur það leitt af sér? Samþjöppun (ekki samkeppni) á fjölmiðlamarkaði sem erfiðara verður að brjóta upp því lengra sem líður. Álver á Reyðarfirði vildi stjórnarandstaðan stoppa. Hvar væru Austfirðingar staddir ef það stopp hefði náðst? Atvinnuöryggið sem við búum við í dag er ekkert sjálfgefið og það þýðir ekkert fyrir stjórnarandstöðuflokkana að segja "nú get ég" þegar þeir hafa engin tromp á hendi sér. Alla vega hafa þeir ekki sýnt þau fram að þessu. Það sem þeir hins vegar segja er að það þurfi að stoppa þessar eða hinar framkvæmdirnar og megi alls ekki halda áfram að skapa störf á Íslandi þar sem það skapi þenslu. Ég spyr nú bara hvernig ástand myndast hér ef þessi afturhaldsöfl ná stjórnartaumunum? Það yrði nú ekki mjúk lending fyrir hagkerfið eða velferðarkerfið að fá nokkur hundruð manns skyndilega á atvinnuleysisbætur eins og myndi gerast ef stop-flokkarnir fengju að ráða. Með áframhaldandi skynsemi og örugga stefnu fram á við mun okkur takast að halda fengnum hlut og auka heldur við en stíga aftur á bak.
Don´t stop me now..................




Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»