Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfstæðisflokkur flestra val

Þegar litið er yfir flokkaflóruna kemur þessi frétt ekki á óvart.  Hver er trúverðugleiki hinna flokkanna?  Samfylkingin með leiðtoga sem tók tilhlaup í landsmálin eftir að hafa lofað sér í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið.  Ætlaði svo að sitja báðum megin en varð að láta borgarstjórastólinn af hendi.  Eftir að hafa beðið ósigur og endað sem varaþingmaður fór hún fram gegn sitjandi formanni og lofaði auknu fylgi en raunin er önnur.  Fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni samkvæmt skoðanakönnunum um 10%.  Það munar um minna.  Vinstri Grænir hafa ekki náð að sannfæra fólkið í landinu um eigið ágæti en eru staðnaður umhverfisflokkur sem hefur ekkert nýtt fram að færa.  Eina sem þau leggja til er stopp á framkvæmdir við stóriðju í a.m.k. fimm ár.  Hvað þýðir það annað en hrun atvinnuuppbygginngar og atvinnuleysi í framhaldinu? Íslandshreyfingin nær ekki að hreyfa við fólki enda ekki með önnur markmið en
stopp á framkvæmdir eins og Vinstri Grænir.  Þau hafa þegar náð hámarks árangri í sínum málflutningi.  Að vekja fólk til umhugsunar um hvert skal stefna.  Það er góðra gjalda vert.  Framsóknarflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið eins og sá flokkur gerir jafnan er nær dregur kosningum.  Vandræðagangur Halldórs Ásgrímssonar við formannskiptin hefur kostað flokkinn trúverðugleika.  Það er spurning hvort Jóni Sigurðssyni tekst á svo skömmum tíma að ná að sannfæra fólk um að treysta flokknum.  Frjálslyndir höfðu ekki burði til að taka á ágreiningi innan sinna raða og það er einfaldlega dauðadómur hjá ekki stærri flokki. Því tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé að uppskera svo sem hann sáir.  Hann er eini flokkurinn sem kemur fram með raunsæja og sterka stefnu og hefur burði til að framfylgja henni.  Þessi könnun er því endurspeglun á þeim raunveruleika sem Íslendingar lifa í.

mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlenging þjónustusamnings við SÁÁ

Við skulum vona að þetta verði til þess að stytta biðlista inn á Vog.  Það er mikið mál fyrir alkahólista sem viðurkennt hafa vanmátt sinn að komast eins fjótt og auðið er í meðferð. Þessi barátta við Bakkus er "lífróður" í orðsins fyllstu merkingu.  Því fyrr sem sjúklingar komast til fagaðila, því meiri von um bata.
mbl.is Heilbrigðisráðuneytið framlengir þjónustusamning við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gere til Íslands

Ég hefði nú alveg viljað fá svona knús frá honum.  En þið stelpur?  Ekki hefði spillt fyrir ef Ómar Ragnarsson hefði beytt sér fyrir því að láta gefa út handtökuskipan á hann fyrir vikið!Grin   Myndarlegur maður Gere.
mbl.is Handtökuskipun á hendur Gere vekur hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur partners

Nýjasti bloggvinur minn er partners eða Sigfús Sigurþórsson.  Ég þekki hann ekki persónulega en "dett af og til um hann" á blogginu.  Hann skrifar skemmtilegt blogg og laumar snyrtilegum athugasemdum af og til inn hjá hinum ýmsu bloggurum, þar á meðal mér. Mér finnst gaman að þessum bloggheimi og flakka oft um hann en mislengi þó.  Sigfús og aðrir bloggvinir fá yfirleitt daglega heimsókn frá mér og stundum oftar. Þ.e.a.s. ef það er eitthvað nýtt í gangi hjá þeim daglega.  Hlakka til að vera í góðu bloggvinasambandi við "partners" hér.Cool

Hommafóbía kirkjunnar

  Ég hlustaði aldrei slíku vant á Reykjavík síðdegis í gær.  Það sem kom mér á óvart var hve mikil og sterk viðbrögð komu fram við þeim tillögum sem lágu fyrir Prestastefnu og varðar hjónavígslu samkynhneigðra. Mönnum var heitt í hamsi og vitnuðu hægri vinstri í Bíblíuna.  Kannski ættum við að taka Bilíuna upp og nota hana í stað Stjórnarskrárinnar.    Alla vega heyrðist mér í þessum bíltúr mínum milli staða að Íslendingar kunni góð skil á Biblíunni.  (Það sama verðir seint sagt um okkur í sambandi við stjórnarskrána.) Við gætum þá leyst málin á staðnum með því að vitna í Biblíuna og þar af leiðandi myndi glæpum fækka, framhjáhald legðist af o.s.frv. Hinar flóknustu lagaflækjur heyrðu fortíðinni til þar sem lögmál Biblíunnar um kærleika meðal manna yrði leiðarljós okkar allra.  Allrir myndu lifa í sátt og samlyndi, nema auðvitað hommar og lesbíur sem eiga ekki að leita til kirkjunnar undir neinum kringumstæðum.

Karlakór í kvöld

Skellti mér með pabba á karlakórstónleika í kvöld.  Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju klukkan átta.  Það var virkilega gaman og mikill kraftur í kórnum.  Lagavalið fjölbreytt aðallega íslenskt fyrir hlé en sungið m.a. á færeysku eftir hlé.  Það var skemmtileg tilbreyting að heyra færeysku hljóma af munni 70 karla. Held alla vega að þeir hafi verið um 70 en ég beytti fuglatalningaaðferðinni á þá og niðurstaðan var 68 með skekkjumörk + eða - 2.  Við pabbi skemmtum okkur vel og vorum sammála um að kvöldinu var vel varið. 

Kveikur

Himinn
Ég skveraði mér

á skýjafar.

 

Sveif um

yfir húsunum

trjánum og

hafinu.

 

Hentist framhjá

gluggunum

með vindskafið ský

á hælunum.

 

Lenti í þrengingum

yfir hálendinu

Þar sem uppsteymið

tók völdin.

 

Þeytti mér

í stjarnfræðilegar

hæðir.

 

Nokkur bólstraský

björguðu málinu

og sendu mig

til jarðar á ný

með regninu.

 

Þetta er alveg

nýr leikur

fyrir mér

og kveikur

að ljóði

sem lifir.

 

Í mér.

 

 

              Vilborg Traustadóttir


Jafnvægi

Það er ánægjulegt að lesa þetta miðað við allar "hrakpár" stjórnarandstöðunnar. Það er ljóst að á næstu árum verður að spila þetta ákveðið og örugglega fram á við.  Lausnin er sannarlega ekki að setja punkt á eftir góðu gengi.  Heldur vinna áfram jafnt og þétt.
mbl.is Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafn Gunnlaugsson - klikkar ekki

Las í Fréttablaðinu í morgun (mogginn var ekki kominn) grein eftir Hrafn Gunnlaugsson.  Sjónarhóll á bls 14.  Þar lýsair hann skoðun sinni á að byggja 50-60 hæða hús á rústum Lækjargötu 2 og Pravda. Ég gæti ekki verið meira sammála. Það er mjög góð hugmynd að byggja þarna íbúiðir fyrir námsmenn og myndi það hleypa mjög miklu lífi í miðborgina.  Ég styð það heils hugar og tek undir með Hrafni í þessu máli.  Það væri bara hallærislegt að reyna að búa til formninjar sem eru glataðar.  Hvað sem manni finnst um gömlu húsin þá eru þau  nú ónýt.  Legg til að Hrafn verðir gerður sérlegur ráðgjafi við skipulag og uppbyggingu í Reykjavík.

Góðæri

Þetta eru nú bara "heimildalaus" þankabrot sem flugu gegn um huga minn og gegn um lyklaborðið rétt í þessu.
Í því góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár hefur stjórnarandstöðunni reynst erfitt um vik að gagnrýna Ríkisstjórnina með sannfærandi hætti.  Þau hafa þyrlað upp hverju moldviðrinu af öðru sem hafa svo reynst stormur í vatnsglasi þegar á hólminn er komið.  Hver man ekki eftir "fjölmiðlamálinu" sem stoppað var af og hvað gott hefur það leitt af sér? Samþjöppun (ekki samkeppni) á fjölmiðlamarkaði sem erfiðara verður að brjóta upp því lengra sem líður.  Álver á Reyðarfirði vildi stjórnarandstaðan stoppa.  Hvar væru Austfirðingar staddir ef það stopp hefði náðst? Atvinnuöryggið sem við búum við í dag er ekkert sjálfgefið og það þýðir ekkert fyrir stjórnarandstöðuflokkana að segja "nú get ég" þegar þeir hafa engin tromp á hendi sér.  Alla vega hafa  þeir ekki sýnt þau fram að þessu. Það sem þeir hins vegar segja er að það þurfi að stoppa þessar eða hinar framkvæmdirnar og megi alls ekki halda áfram að skapa störf á Íslandi þar sem það skapi þenslu.  Ég spyr nú bara hvernig ástand myndast hér ef þessi afturhaldsöfl ná stjórnartaumunum?  Það yrði nú ekki mjúk lending fyrir hagkerfið eða velferðarkerfið að fá nokkur hundruð manns skyndilega á atvinnuleysisbætur eins og myndi gerast ef stop-flokkarnir fengju að ráða.  Með áframhaldandi skynsemi og örugga stefnu fram á við mun okkur takast að halda fengnum hlut og auka heldur við en stíga aftur á bak.
Don´t stop me now..................

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband