Færsluflokkur: Bloggar

Annað sporið

 

Minn eigin vilji

leiddi mig

af leið.

 

Því verð ég

að treysta á

æðri mátt71330,1172490041,1

og öflugri.

 

Sem velur leiðina

til lífsins.

 

Á ný.

 

 

 

           Vilborg Traustadóttir


Vettvangsferð

Fór í vettvangsferð eftir fermingarveislu sem ég var í í dag sumardaginn fyrsta. Ók Lækjargötuna framhjá rústum Pravda og Lækjargötu 2.  Þetta er handónýtt.  Byggja nýtt, stærra og nær nútímanum.  Síðan lá leiðin í Hafnarfjörðinn að berja Wilson Muuga augum.  Ég ætlaði nú ekki að finna dallinn, blessaðan en rak augun í hann á bakaleiðinni eftir að hafa þrætt bryggju- og athafnasvæði þeirra Hafnfirðinga.  Rak augun í prýðilegt landssvæði sunnan eða austan við athafnasvæðið (ein áttavillt).  Því er ekki byggt þar?  Wilson Muuga leit ótrúlega vel út eftir að hafa barist í brimi þessa mánuði. Kom auga á smávegis skekkjumörk miðað við myndina sem ég birti af honum á blogginu nýverið.  Enda um hughrif að ræða þar sem erfitt getur reynst að festa fingur á smáatriðum.  Á svo til góða aðra fermingarveislu í Borgarnesi en ég er svo kvefuð að ég ákvað að skreppa seinna þangað.Wilson Muuga - Vilborg Traustadóttir  Þó svo að ég fái bara molakaffi!Wink

Gleðilegt sumar!

fríGleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Ég hlakka til að eiga samskipti við ykkur hér á blogginu sem og á förnum vegi.
Í guðs friði.

Bögg á blogginu

Er ég ein um að hafa lent í ógeðslegu böggi hér á blogginu í kvöldDevil? Gat ekki innskráð mig eða sent kommentAngry. Fór og klagaði á Centralnum og viti menn, allt skárra þegar ég kom afturWoundering. Verst þykir mér þegar svona er að hafa ekkert e-mail eða neitt sem hægt er að óska eftir skýringum á þessu og ráðum ef einhver eruHalo

Nýr bloggvinur Korntop

Nýjasti bloggvinurinn er Magnús Paul Korntop.  Hann er vinur Emils stjúpsonar míns.  Ég gerðist eitt sinn dómari í söngvakeppni hjá Hinu Húsinu ásamt honum og Páli Kr. Pálssyni (söng Dansað á dekki).  Magnús var formaður dómnefndar og mjög ábúðarfullur sem slíkur.  Við Palli undum hans úrskurði skilyrðislaust ef upp komu vafaatriði.  Maggi hefur troðið víða upp m.a. með Pöpunum er mér tjáð.  Gaman að hafa þig fyrir bloggvin Maggi.

Stórbruni-stóruppbygging

Það var hræðilegt að horfa á í beinni útsendingu þegar þessi fallegu og sögufrægu hús brunnu í dag.   Tjónið er ómetanlegt hvað menningarverðmæti varðar.  Þó var gott að ekki urðu slys á fólki.  Borgarstjóri var sleginn yfir atburðinum og tjáði vilja sinn í að byggja þetta horn upp að nýju í óbreyttri mynd, ef ég skildi hann rétt.
Þar er ég ósammála.  Þegar svona atburður gerist og tjónið er svo mikið að þurfi að reisa frá grunni á ný ætti að líta á það sem tækifæri.  Það vantar allt í miðbæ Reykjavíkur sem gerir hann að miðbæ.  Því ekki að kaupa lóðirnar (ríki og/eða borg) og byggja t.d. nýtt stjórnarráð og hafa pláss fyrir öll ráðuneyti og stjórnsýslu landsins í einu þrjátíu hæða húsi?
Síðan mætti byggja glerþak yfir Austurstræti og tengja bygginguna við Alþingishúsið og Ráðhúsið með skemmtilegum hætti.  Bílastæðahús yrði að sjálfsögðu undir húsinu og leysti þannig mikinn vanda á þessu svæði.  Húsið yrði gert mjög öruggt og brynvarið á alla kanta. Þannig stuðlum við að hámarksöryggi ráðamanna.
Vð Íslendingar verðum að fara að hugsa okkur upp úr moldinni.  Gerum Reykjavík að alvöru borg með hjartað á réttum stað.

mbl.is Borgarstjóri: „Þetta er mjög döpur stund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wilson Muuga

Wilson Muuga - Vilborg Traustadóttir
Wilson Muuga dreginn til Hafnarfjarðar í kvöld.Wink

Nýr bloggvinur oddikennari

Oddikennari eða Örn Arnarson er kennari.  Hann er jafnframt systursonur minn.  Öddi "litli" eins og hann kallast innan fjölskyldunnar býr á Akranesi ásamt kærustu sinni Hörpu. Öddi "litli" var eins og sumir aðrir dálítið lengi að ná r-hljóðinu.  Hann sagðist alltaf heita Önd Andason. Þegar sonur minn Trausti Veigar heyrði það sagði hann eitt sinn, "hann segist alltaf heita Önd Andason en hann heitir Öln AlnasonWink".  
Ég mun svo í fyllingu tímans birta hér "kleinumyndina" sem ég tók af honum Ödda "litla" á Sauðanesi forðum.  Kleinumyndin var eitthvað það alversta sem Öddi litli heyrði minnst á að sögn foreldra hans.  Sú mynd er nú "í vinnslu" hjá Ödda "stóra" sem er pabbi Ödda "litla".   Velkominn í hóp bloggvina Öddi. Cool

"Pick up" lína

"Pick up" línan mín í dag var, "ertu að bíða eftir strætó?"  Ég ók framhjá strætóskýli og þar var minn góði taugalæknir John Benedikz.  Ég tók hann upp í og skutlaði honum vestur í bæ.  Við ræddum margt eins og jafnan þegar við hittumst sem er allt of sjaldan.  Þó rifjast gjarnan upp fyrir mér hver gríðarlegum dónaskap og grimmd þessi öðlingur var beittur eftir "hallarbyltingu" í MS-félaginu 2003.  Hann hefur helgað sig því félagi lungað úr sinni starfsævi.  Þegar ég tók við sem formaður árið 1998, eftir stjórnarsetu í nokkur ár höfðum við byggt dagvist fyrir MS-sjúklinga sem var rekin á hans ábyrgð frá upphafi.  Hann þáði aldrei laun frá MS-félaginu fyrir sín störf.
Ippa netm
Gerður Gunnarsdóttir og John Benedikz
við afhjúpun listaverksins Stoð eftir Gerði.
-
 Við byggðum síðan göngudeild við húsnæði félagsins sem var opnuð  og rekin í þrjú ár með John sem lækni allra MS-sjúklinga sem þurftu á lækni að halda fljótt.  Þegar við stóðum í samningum við Heilbrigðisráðuneytið um að tryggja framtíð þeirrar göngudeildar með góðu aðgengi að læknum sem helguðu sig MS-sjúkdómnum kaus núverandi framkvæmdastjóri dagvistarinnar Þuríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, að etja sjúklingum sínum fyrir sinn hagsmunavagn.  Hún hafði verið með í allri þessari uppbyggingu og kaus að stíga af lestinni en vann svo gegn MS-félaginu bak við tjöldin að því að gera fyrrnefnda "hallarbyltingu".   "Hallarbyltingin" gekk eftir, ég og fleira gott fólk hvarf frá MS-félaginu en þau sem tóku við létu það verða sitt fyrsta verk að loka göngudeildinni og reka John Benedikz frá MS-félaginu. 
 -
 Nú er verið að byggja við dagvistina, bæta aðstöðu starfsfólks og gera reykherbergi. Á sama tíma rekur stjórnin Sverri Bergmann lækni frá MS-félaginu en hann hafði sinnt sínum sjúklingum í herbergi Johns frá því John var rekinn.  John sagði við mig í dag í fyrsta sinn eftir allt þetta.  Þau fóru mjög illa með okkur, það var ómannlegt hvernig þau komu fram!  Við kvöddumst svo glöð í sinni og ánægð með það hve lítið við erum að spá í þessi mál í dag.  Ég fór nú samt að hugsa í framhaldinu hvílík vitleysa er í gangi og hve mikilli þekkingu var hreinlega fleygt frá MS félaginu með John.  Fyrir utan það að góður læknir eins og Guðrún Rósa taugalæknir, steinhætti við að þiggja starf hjá dagvist og félagi eftir að hún komst að sannleikanum í málinu.  Það var nefnilega logið að henni að John hefði hætt fyrir aldurs sakir en ekki sagt að hann hefði verið rekinn.
 -
 Ég heyrði viðtal við formanninn Sigurbjörgu Ármannsdóttur nýlega þar sem hún lofaði aukinn stuðning bankanna og auðmanna við líknarfélögin.  Hún sagði það gera það að verkum að félögin þyrftu ekki að leggja eins hart að sér við frjáröflun og að verkefni MS-félagsins yrðu "metnaðarfyllri"?  Ég veit ekki hvar metnaður Sigurbjargar liggur? Lokar göngudeild fyrir alla MS sjúklinga, rekur læknana frá störfum og kórónar svo allt með því að byggja reykherbergi við dagvistina fyrir þá fáu sjúklinga sem enn reykja? 

Einkaþotur

Spilar þetta einhverja rullu um fyrirhugað brotthvarf flugvallarins? Myndu einkaþotur nota hann með sama hætti ef hann verður fluttur upp á heiðar?  Held það verði að reikna dæmið frá öllum hliðum.  Ekki síst með þarfir og öryggi borgaranna að leiðarljósi.  Þá meina ég allra Íslendinga. Sjúkraflug og annað sem verður að vera eins tryggt og skilvirkt og nokkur kostur er.
mbl.is Margar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband