Sjálfstæðisflokkur flestra val

Þegar litið er yfir flokkaflóruna kemur þessi frétt ekki á óvart.  Hver er trúverðugleiki hinna flokkanna?  Samfylkingin með leiðtoga sem tók tilhlaup í landsmálin eftir að hafa lofað sér í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið.  Ætlaði svo að sitja báðum megin en varð að láta borgarstjórastólinn af hendi.  Eftir að hafa beðið ósigur og endað sem varaþingmaður fór hún fram gegn sitjandi formanni og lofaði auknu fylgi en raunin er önnur.  Fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni samkvæmt skoðanakönnunum um 10%.  Það munar um minna.  Vinstri Grænir hafa ekki náð að sannfæra fólkið í landinu um eigið ágæti en eru staðnaður umhverfisflokkur sem hefur ekkert nýtt fram að færa.  Eina sem þau leggja til er stopp á framkvæmdir við stóriðju í a.m.k. fimm ár.  Hvað þýðir það annað en hrun atvinnuuppbygginngar og atvinnuleysi í framhaldinu? Íslandshreyfingin nær ekki að hreyfa við fólki enda ekki með önnur markmið en
stopp á framkvæmdir eins og Vinstri Grænir.  Þau hafa þegar náð hámarks árangri í sínum málflutningi.  Að vekja fólk til umhugsunar um hvert skal stefna.  Það er góðra gjalda vert.  Framsóknarflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið eins og sá flokkur gerir jafnan er nær dregur kosningum.  Vandræðagangur Halldórs Ásgrímssonar við formannskiptin hefur kostað flokkinn trúverðugleika.  Það er spurning hvort Jóni Sigurðssyni tekst á svo skömmum tíma að ná að sannfæra fólk um að treysta flokknum.  Frjálslyndir höfðu ekki burði til að taka á ágreiningi innan sinna raða og það er einfaldlega dauðadómur hjá ekki stærri flokki. Því tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé að uppskera svo sem hann sáir.  Hann er eini flokkurinn sem kemur fram með raunsæja og sterka stefnu og hefur burði til að framfylgja henni.  Þessi könnun er því endurspeglun á þeim raunveruleika sem Íslendingar lifa í.

mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Nákvæmlega ... hjartanlega sammála þér... ég var að dreifa boðsmiða á fjölskylduskemmtun XD sem verður í fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun og hitti fullt af fólki. Ég var spurð að því oftar en einu sinnig og oftar en tvisvar hver væri munurinn á Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og fyrir hvað sá síðarnefndi stæði... mér þótti þetta nokkuð merkilegt og eitthvað sem ég hef svo sem ekki verið að spá í. Svo varð ég líka voða glöð þegar ég hitti nokkra sem sögðust hafa verið að hugsa um að kjósa VG en eftir nánari skoðun ætla að kjósa XD 

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.5.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: G Antonia

ég verð allavega sátt þegar þessu lýkur... og dagurinn "eftir kosningar" rennur upp.

G Antonia, 5.5.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég vil sjá meiri jöfnuð í samfélaginu og ég get ekki sagt að sitjandi stjórn hafi staðið sig í þeim efnum, því miður. Þetta hefur ekkert með hægri eða vinstri stefnu að gera, frá minni hálfu, einungis það að ég er orðin langþreytt á þessari auðsöfnunarstefnu sem aðeins fer í fárra manna hendur. Það er kominn tími til að leiðrétta þennan mismun fyrir löngu.

Auðveldar er fyrir úlfalda að komast í gegn um nálaraugað, en fyrir ríkan mann að komast inn í himnaríki, sagði Kristur. Hvað ætli að hann hafi átt við með því. Var hann með því að líðurinn væri á vonarvölinni, meðan þeir sem völdin höfðu hlóðu undir sig og sína? Ég held ekki! Ég er ekki að segja að ekki eigi að byggja upp atvinnuvegina, en verður er verkamaður launa sinna, það verður einnig að hafa að leiðarljósi.

Einhvern veginn er það bara þannig, að þegar að menn/konur hafa setið of lengi, þá gleyma þau upphaflegum markmiðum í þægindastólunum, en þeir mega ekki vera of sjálfsagðir og teknir frá fyrir þá sömu, aftur og aftur. Tími breytingar tel ég að sé kominn og ég vildi gjarnan fá samsetningu bæði frá hægri og vinstri, til að skapa þarna jafnvægi. Það er allaveganna von mín að verði niðurstaða þessara kosninga.

G.Helga Ingadóttir, 5.5.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

áfram samfylkinginn

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 7.5.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Örn Arnarson

Hvernig er hægt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé sá eini sem hefur raunhæfa stefnu og sá eini sem sé treystandi til að framfylgja sinni stefnu?  Mér þykir leitt, elsku frænka, að lesa þetta hjá þér.  Hvað hefur nú blessuð ríkisstjórnin gert til að bæta hag þinn?  Hvað með öryrkjana og eldri borgarana?  Hvernig fór þessi blessaði flokkur með grunnskólakennara 2004??  Mér líður svo illa þegar ég ryfja það upp.  Niðurlægingin og skömmin gleymist aldrei.  Ég kýs að vilja gæta bróður míns og annarra sem þurfa á mér að halda.  Minn hagur er þokkalegur en ég er ekki í rónni ef aðrir í kringum mig hafa það ekki eins gott.  Það lærði ég ekki síst af föður þínum

Örn Arnarson, 7.5.2007 kl. 21:01

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég kýs nú bara að ganga veginn með opin augu og vega og meta mál af sanngirni.  Það er galdurinn.  Maður "vex upp úr" vinstri glundroða og stefnuleysi Öddi "litli".  Varðandi kennaraverkfallið þá var það leyst við mjög erfiðar aðstæður svo allir geta vel við unað í dag.  Við vitum það vel að mörg mál eru því miður blásin upp af pólitískum forsvarsmönnum stofnana og/eða stétta. Það er gömul saga og ný. 

Vilborg Traustadóttir, 8.5.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband