Færsluflokkur: Bloggar

Þá er það ljóst

Það stefndi í þetta enda naumur meirihluti fyrir hendi en meirihluti þó.  Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi öfluga Ríkisstjórn.  Þessir flokkar hafa unnið saman áður með farsælum hætti þó Samfylking héti þá Alþýðuflokkur.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er öflugur stjórnmálamaður þó hún sé að sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir stjórnmálamenn.  Össur Skarphéðinsson er reyndur í pólitík og yrði eflaust afbragðs umhverfisráðherra falli það veigamikla ráðuneyti í hlut Samfylkingar.  Allar svona spekúlasjónir eru þó vart tímabærar enda á eftir að sjá hvernig spilast úr spilunum.  Ég styð samstarf þessara tveggja flokka heils hugar.  Ég held að þetta yrði öflug og heilsteypt Ríkisstjórn. 

mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstigningadagur

Á morgun er uppstigningardagur.  Dagurinn sem Frelsarinn steig upp til himna.  Dagurinn sem segir Blue hillsokkur að eftir erfiðleika og böl er til lausn.  Það voru nú engir smávegis erfiðleikar sem hann lenti í.  Var krossfestur af lýðnum, grýttur og hrakinn.  Auðmýktur og kvalinn.  Hann úthellti blóði sínu fyrir mig og fyrir þig.  Mannvonska okkar ætti því að hafa stöðvast þar og þá.  Það gerði hún ekki.  Því er okkur öllum hollt að leiða hugann að því og hugsa með okkur.  Hvað get ÉG gert í málinu?  Því ef allir gera það er líklegt að við eignumst betri heim. 
-
Á MORGUN.

Hvað næst?

Ég bara spyr? 
--
Efnamenn sem margir eiga hagsmuni undir eiga ekki að misnota aðstöðu sína umfram aðra með þeim hætti sem Jóhannes gerði.  Ég hef fulla skömm á því þó ég geti verið þakklát fyrir lægra vöruverð á Íslandi á sumum sviðum.  Þeir sem eiga bæði lágvöruverslanirnar og hinar geta auðveldlega spilað úr spilunum sér í hag. 
--
Illugi er hins vegar vænsti maður og ég get alveg séð hann fyrir mér sem umhverfisráðherra eða Heilbrigðis og Tryggingaráðherra.  Reyndar mætti alveg sameina Félagsmálaráðuneytið og það ráðuneyti.  Guðfinna Bjarnadóttir yrði líka góður Heilbrigðisráðherra.  Aðalatriðið er að Sjálfstæðisflokkurinn fái það ráðuneyti. 
--
Kannsi bið ég Jóhannes bara að auglýsa eftir því og hvetja til þess að Sjálfstæðismenn fái Heilbrigðisráðuneytið.  Það virkar - kannski?
Hver veit?

mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enn von

Það er auðvitað von mín og annarra að stúlkan finnist heil á húfi.  Eða eins heil og unnt er eftir að hafa verið hrifsuð burt frá ástvinum sínum.  Það fær mann til að hugleiða hvernig manngerðir fáist til að fremja svona hryllilegan glæp að ræna saklausu barni. 
Ótal börnum um allan heim er rænt daglega í þeim tilgangi að selja þau í ánauð eða vændi. Það er skömm að því fyrir alþjóðasamfélagið að það viðgangist.  Eitthvað þarf að gera.  Auka eftirlit með barnaklámi og herða refsingar þeirra sem verða uppvísir að glæpum tengdum því.  Strax!!!
mbl.is Breti yfirheyrður í tengslum við hvarf Madeleine McCann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-D

Ég tek undir með Geir H. Haarde.  Vinstri samsteypustjórn með tilheyrandi málamiðlunum og umþóttunum væri afar slæmur kostur fyrir okkur.  Vægast sagt.  Til að ná áframhaldandi stöðugleika, festu og framförum er afar mikilvægt að sjálfstæðismenn fjölmenni á kjörstað og kjósi.  Ég mun leggja mitt af mörkum til að svo megi verða og hef boðið mig fram til að aka kjósendum á kjörstað á morgun. 
Ég segi X-D og ekkert hik.

mbl.is Steingrímur: forsætisráðherra hreytir ónotum í kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inga Jóna ný bloggvinkona

Inga Jóna er systir Emils stjúpsonar míns.  Þau systkin voru fjögur og voru öll sett í fóstur.  Inga Jóna ásamt Níels (Nilla) bróður sínum til sömu hjóna.  Emil og Ingi bróðir hans til mannsins míns og hans fyrrverandi.  Þau skildu.   Við heimsóttum gjarnan Ingu Jónu og Nilla hjá sinni fjölskyldu þegar Ingi var hjá okkur og við í borginni.  Ingi flutti með fósturmömmu (mömmu) sinni til Svíþjóðar en kom á sumrin í heimsókn um lengri eða skemmri tíma.  Inga Jóna er nú búsett á Sólheimum í Grímsnesi.  Þau systkin fjögur hafa alltaf samband sín á milli eftir föngum.  Gangi þér allt í haginn Inga Jóna. 

Takk fyrir þáttökuna í skoðanakönnuninni

Spurning
Hver vinnur Eurovision
1.Eiríkur Hauksson
2.Ísland
3. Ég les í lófa þínum
4. (annað)
 Niðurstaða
1. 50% (32 atkvæði)
2. 15% (10 atkvæði)
3. 23% (15 atkvæði)
4. 10% (7 atkvæði)
Næsta könnun er um kosningarnar!!! Takið þátt!!!

Vísitering

Vísiteruðum Borgarnes og Akranes í dag.  Bloggvinir Keli og Agny ásamt oddikennari og frú tóku vel á móti okkur.  Samfylkingarfundir rugluðu ekki einu sinni dæmið Wink.  Yndislegt að keyra í rólegheitunum út fyrir bæinn og njóta stressleysisins þar (að vísu blikkaði eitthvað á okkur í Hvalfjarðargöngunum).   Hitta vini og vandamenn og njóta góðrar samveru.  Takk fyrir okkur, mig, Sollu og Lucy!!!   Solla sagði á heimleiðinni að það væri svo "hlýtt" í kring um Ingu (Agny) og það er alveg satt.  Ræddum það líka á heimleiðinni hve það gerir mikið að lyfta sér aðeins upp úr hversdagsleikanum.  
Passaði Einar Breka fyrri partinn.  Hann er alltaf jafn skemmtilegur eins og allir sonarsynir okkar.  Auðvitað!!!!InLove

Minni á skoðanakönnunina

Nú styttist í Evrovision.  Minni á hina mjög svo óhlutdrægu skoðanakönnun á Blogginu mínu.  Hún var sett upp áður en "Ég les í lófa þínum" fékk hina liðlegu "þýðingu" Valentine lost.  Vona að það skekki ekki niðurstöðu könnunarinnar.  Í framhaldinu er ég að hugsa um að leggja fyrir mig að gera skoðanakannanir fyrir t.d. Framsóknarflokkinn.   Svona til að húrra upp stemmninguna rétt fyrir kosningar.Whistling

Skil ekki málið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 450
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 2029
  • Frá upphafi: 13668

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 193
Ég hreinlega skil ekki málið með þessar tölur.  Skilur þetta einhver?  Hver er munurinn á "flettingar" og "annað"?
Er annars lítið upptekin af því að fylgjast með þessu en fékk póst um breytingar og fór að skoða þetta?  Sá þá að ég er komin inn á topp 400W00t og hef sennilega verið þar um nokkra hríð.Blush

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband