Hommafóbía kirkjunnar

  Ég hlustaði aldrei slíku vant á Reykjavík síðdegis í gær.  Það sem kom mér á óvart var hve mikil og sterk viðbrögð komu fram við þeim tillögum sem lágu fyrir Prestastefnu og varðar hjónavígslu samkynhneigðra. Mönnum var heitt í hamsi og vitnuðu hægri vinstri í Bíblíuna.  Kannski ættum við að taka Bilíuna upp og nota hana í stað Stjórnarskrárinnar.    Alla vega heyrðist mér í þessum bíltúr mínum milli staða að Íslendingar kunni góð skil á Biblíunni.  (Það sama verðir seint sagt um okkur í sambandi við stjórnarskrána.) Við gætum þá leyst málin á staðnum með því að vitna í Biblíuna og þar af leiðandi myndi glæpum fækka, framhjáhald legðist af o.s.frv. Hinar flóknustu lagaflækjur heyrðu fortíðinni til þar sem lögmál Biblíunnar um kærleika meðal manna yrði leiðarljós okkar allra.  Allrir myndu lifa í sátt og samlyndi, nema auðvitað hommar og lesbíur sem eiga ekki að leita til kirkjunnar undir neinum kringumstæðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

sniff sniff...ég hef ekki alveg sömu sýn á lífið og tilveruna og þeir á Húsavík

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.4.2007 kl. 11:11

2 Smámynd: Linda

Þetta var ágætist innlegg hjá þér þar til þú skrifaðir þetta "nema auðvitað hommar og lesbíur sem eiga ekki að leita til kirkjunnar undir neinum kringumstæðum " afhverju berð þú ljúgvitni gegn kirkjunni, skömm sé þér fyrir svona orð, það bannar engin kirkja hommum eða lesbíum að sækja kirkju eða fá andlega leiðsögn og stuðning innan kirkjunnar, þvílík fyrra af þinni hálfu. 

  ekki láta svona frá þér aftur.

Linda, 26.4.2007 kl. 11:30

3 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

eg er lika sammála


Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 26.4.2007 kl. 17:47

4 identicon

að sjálfsögðu á kirkjan að vera í takt við fólkið sem vill iðka sína trú og taka á móti öllum sem vilja nýta þjónustu hennar. kirkjan er að verða steingervingur sem myndi sóma sér vel á safni. síðast þegar ég vissi héldu trúaðir því fram að það sé ekki okkar mannanna að dæma fólk heldur er það verk drottins allsherjar. svo er ein pæling í lokin: guð skapaði allt í heiminum (samkvæmt þeim er trúa) og þar af leiðandi skapað samkynhneigða og ef guð skapaði manninn í sinni mynd, er hann þá kannski bæ???

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:44

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eitt enn.  Hvers vegna gátu prestar breytt textanum við hjónavígslur gagnkynhneiðra?  "Það til dauðinn aðskilur ykkur"?  Kannski vegna þess að gagnkynhneigðir brutu þetta lögmál Biblíunnar  með hjónaskilnuðum að kirkjunni var ekki stætt á öðru?  Þetta er ekkert annað en hræsni í verstu meiningu þess orðs.

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2007 kl. 19:32

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"afhverju berð þú ljúgvitni gegn kirkjunni, skömm sé þér fyrir svona orð, það bannar engin kirkja hommum eða lesbíum að sækja kirkju eða fá andlega leiðsögn og stuðning innan kirkjunnar, þvílík fyrra af þinni hálfu."  Linda mín myndir þú leita þangað sem réttindi þín eru fyrir borð borin?  Á sama tíma og Biblían er "færð í stílinn" fyrir þá sem eru kirkjunnar mönnum "þóknanlegir"?  Sbr orðalag sem var breytt við hjónavígslur í kjölfar aukinna skilnaða sem nota bene eru ekki "leyfðir" í Biblíunni. Eða?  Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál?

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2007 kl. 20:57

7 Smámynd: Linda

Min réttindi, hvenær eru þau æðri Guði? Það eru eflaust margir samkynhneigðir innan kirkju landsins sem eru heittrúaðir, sem skilja hvað er verið að fara með í orðinu enn gera sér fulla grein fyrir því sem flestir eru ekki að skilja, "þeir eru undir náðinni" við erum öll syndug við komum fram fyrir Guði eins og við erum, eigum ekkert að fela það, síðan hefur þú þitt einkatal við Guð eins og við hin og hver lausnin er, verður á milli þín og hans.  Skilanaður er leyfilegur í NT, svo ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þá athugasemd. Og eins og Einar Sigurbjörnsson benti réttilga á þá er "81" biblían sem hefur verið illa túlkuð úr frumtexta (grísku) enn Kirkja hefur þóknast þeim sem vilja orðið "kynvillu" í burt með því að fjarlækja það úr orðinu ég vil benda þér á grein um þetta orð á grísku og sjáðu hvað var gefið eftir.  Og ég hata ekki homma eða lessur ! bara svo það sé á hreinu, sjáðu til ef ég hata þá er ég að fremja morð í huganum "samv. ritningunni" ég læt það ógert enda ógðfellt og slítandi fyrir sálarvelferð mansins.

Ég bið þér friðar af fullri einlægni.

Linda, 26.4.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það orkar "vægast sagt" tvímælis að kirkjusiðum og athöfnum innan kirkjunnar sé breytt í takt við hegðunarmynstur gagnkynhneigðra á meðan túlkað er stíft fyrir samkynhneigða? Eigum við kannski að gera eins og Hörður Torfa segir, fara að nota sjókort frá því Biblían var skrifuð?  Bibían var skrifuð af mönnum og öll mannanna verk skyldi skoða og uppfæra í takt við tímann.Í guðs friði.....

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2007 kl. 23:10

9 Smámynd: Linda

Vilborg sydninn er breytist ekki fyrir Guði, tíðarandinn breytir því ekki hvað er synd og hvað er það ekki.  Emil, jú dags daglega þegar ég tjái fólki trú mína þá verð ég fyrir aðkasti og hatri og lastmælum.

Að kona megi ekki predika það er tíðarndinn, að menn skulu  bera ljúgvitni er synd og er aldrei felt úr gildi.  Þú sérð munin býst ég við.

Enn friður til þín. Þú ert blessun fyrir það eitt að vera til.

Linda, 29.4.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband