Ný Ríkisstjórn

Komin af koppnum og sest að völdum.  Þetta er góður hópur fólks sem ég hef trú á að vinni að velferðarmálum eins og fram kom í kosningabaráttunni hjá báðum þessum flokkum.  Það er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar og maður heyrir strax tóninn í Guðna Ágústssyni.  Hann vill meina að Samfylkingin hafi ekki staðið vaktina með sín stefnumál og að Sjálfstæðisflokkur hafi betur miðað við sáttmálann og verkaskiptingu.  Minna heyrist hins vegar í Steingrími Sigfússyni.  Það hlýtur að vera "lognið á undan storminum".  Guðjón Arnar hefur einnig hljótt um sig.  Það er líka við hæfi að lofa nýju fólki að hasla sér völl.  Ég held að þegar tveir flokkar semja um samvinnu verður að hafa sjónarmið beggja að leiðarljósi og það sýnist mér að sé gert.  Til hamingju með nýja Ríkisstjórn.
mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband