Færsluflokkur: Bloggar
mið. 2.4.2008
Aprílgabb???
Ef það væri 1. april hefði ég bókað þetta sem aprílgabb. Ég fyllti á bílinn í gær svo ég hrópa nú ekkert húrra fyrir þeim.
Dálítið dónalegt m.a.s. að skella á svona skyndilækkun og hækka svo aftur samdægurs.
Gagnvart fólki eins og mér sem fyllir bílinn sinn daginn fyrir skyndilækkun.
Í ljósi gífurlegra hækkana undanfarið er þetta bara smáræði fyrir þá.Eins finnst mér að þeir ættu að lækka verðið til þeirra sem klárlega verða að nota bíla. Ég hef t.d. ekkert val með það. Ég hef ekki heilsu til að hlaupa á eftir strætó eða ganga langar leiðir. Ég er því algerlega upp á bílinn minn komin með að fara milli staða.
Það kostar sitt.
![]() |
Gríðarleg ánægja með lækkun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 2.4.2008
Þvílík tilfinning, á Vynil!!
Ég stenst aldrei Roger Whittaker, allra síst á vynil. Frábært lag, vel flutt og bara tær snilld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 31.3.2008
Reisa betrunarhús og letigarð!
Ég fékk þetta sent frá vinkonu minni sem var að grúska í gömlum þingskjölum. Læt það fylgja með og athugasemd hennar er fyrst.
"Rakst á þetta í gömlum þingskjölum, algjör snilld, svona var það í þá gömlu
góðu."
12. Frumvarp til laga um heimild fyrir landsstjórnina að reisa betrunarhús
og letigarð.
Lagt fyrir Alþingi 1928.
1. gr.
Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að
kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja
góð, til að fangar, og slæpingar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum,
geti stundað holla og gagnlega vinnu.
Greinargerð.
......Með vaxandi þjettbýli við sjávarsíðuna, og einkum vegna hins öra
vaxtar höfuðstaðarins, hefir myndast talsverð stjett slæpinga, er ekki vilja
sinna gagnlegri vinnu, og verða sjálfir, og þá ekki síður börn þeirra,
þjóðfjelaginu til byrði. Úr þessu þarf að bæta og er álitið að vel megi
sameina nýtísku betrunarhús og letigarð, þar sem heilsuhraustir letingjar
væru þvingaðir til að vinna. Slík stofnun yrði að vera í sveit, ekki fjarri
höfuðstaðnum. Þar yrði að reka allstórt bú, mikla garðrækt, en um vetur
stunda smíði, vefnað og saum.............Af letigarðinum myndi mörgum
sveitar- og bæjarfjelögum stafa mikið gagn á þann hátt, að landeyður, sem nú
vilja ekki vinna fyrir sjer eða börnum sínum, myndu mjög oft fremur vilja
vinna eins og frjálsir menn, heldur en komast á slíkt vinnuheimili, þar sem
aðbúðin væri að vísu góð, en þeir þó sviftir frelsi um lengri eða skemmri
tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 30.3.2008
Eggið og hænan
Þarna sannast það enn og aftur að ekkert traust virðist ríkja milli flokksmanna í Samfylkingunni. Kannski telja menn að það sé veitt aðhald með svona ályktun? Það sem ég les út úr henni er að innan Samfylkingarinnar er lítið sem ekkert talað saman og þar ríkir ekki gagnkvæm virðing.
Eru flokksstjórnarmenn ekki í sama flokki og þeim sem á aðild að Ríkisstjórninni?
Þetta er BARA hallærislegt.
![]() |
Græn skilaboð flokksstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 29.3.2008
Tysabri - komið grænt ljós á mig
Ég fékk símtal á dögunum frá taugalækni á Landspítalanum. Hún var með beiðni frá John Benedikz taugalækni um Tysabri fyrir mig.
Ég fer í viðtal við hana þann 29. apríl og eftir viðtal og skoðun hjá henni, mun hópur lækna meta stöðuna og það hvort lyfið eigi örugglega við í mínu tilfelli.
MS félag Íslands er grútáttlaust og ætti fyrir löngu að hafa boðið upp á aðstöðu fyrir þessa lyfjagjöf. Til þess þyrfti það reyndar að hafa starfandi lækna á sínum vegum sem það hefur ekki síðan félagið rak læknana John Benedikz ( 2004) og síðar Sverri Bermann frá félaginu. Það tekur enginn mark á sjúklingafélagi sem hefur engan lækni.
Ég er þó bjartsýn á lyfjagjöfina og treysti John fullkomlega til að meta þetta. Það að heilbrigðisyfirvöld skuli setja lyfjagjöf okkar MS sjúklinga í nefnd hvað eftir annað er umhugsunarefni.
Það er beinlínis furðulegt af heilbriðgisyfirvöldum að taka þannig ákvörðunarvaldið frá taugalæknunum. Með þessari ráðstöfun er vegið að starfsheiðri þeirra og auk þess brotið á trúnaði milli læknis og sjúklings.
Þjóð veit þá þrír vita. Fram á þennan dag hefur það verið í valdi sjúklingsins að upplýsa hvaða lyf hann þarf að taka.
Þessi stefna yfirvalda er eingöngu til þess fallin að tefja nauðsynlega lyfjagjöf sem getur í mörgum tilfellum frestað eða bjargað sjúklingum frá fötlunn og vanlíðan.
Skapar óþarfa spennu milli sjúklinga hver fær og hver fær ekki?
Þetta er aflleit stefna sem hverfa verður frá hið fyrsta.
Læknar einir eiga að hafa vald til að ávísa lyfjum sem eru í boði.
Nefnd eða hópur fólks getur ekki sinnt því hlutverki og tekið þannig ábyrgðina af viðkomandi lækni.
( Tysabri er nýtt öflugt lyf sem reynst hefur vel gegn MS sjúkdóminum og hefur verið tekið í notkun í öllum nágrannalöndunum).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
lau. 29.3.2008
"Ljótt er sagði langa Gunna"
Mér finnst full ástæða tilað skoða málið betur. Sumum finnst það langsótt en ef einhver gæti haft hag af því að tala krónuna niður á að skoða málið ofan í kjölinn. Eins og kostur er.
Hér er ræða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með þessari frétt og full ástæða til að kynna sér hvað hann hefur fram að færa.
Við eigum að skoða allar hliðar áður en við tökum afstöðu.
Ég hef sjálf verið fylgjandi Evru-umræðunni en vil að sjálfsögðu ekki flana að neinu.
![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 28.3.2008
Nýtt fyrir okkur
Það er alltaf vafaatriði hverju svona aðgerðir skila. Ég sá starx fyrir mér að ef einhver væri í bíl með mér sem fengi áfall eða veiktist skyndilega, hvað ég gæti þá gert innikróuð í umferðarteppu?
Ég tók alltaf aðra leið en stróru bílarnir sem ég sá í kring um mig í dag og beygði í tíma þegar ég sá umferðarteppuna við Kringluna. (Fór að ráðum umferðar Einars en hann ekur aldrei á móti sól þegar hún er lágt á lofti).
Alla vega þá er þetta nýtt fyrir okkur hér á Íslandi og mér finnst það ekki eftirsóknarvert verð ég að segja.
Allir sjóflutningar komnir á land og allir treysta á flutningabílana. (Þó svo eru vegirnir ekki undir það búnir neins staðar).
Nú er kannski lag að stofna skipafélag um flutninga kring um landið?
Að vísu er olían líka dýr fyrir skipin. Það er þó aðeins erfiðara að hefta för þeirra og skapa "umferðarhnúta".
Nær væri að stöðva umferð að bensíndælunum heldur en að láta saklaust fólk sem er líka búið að borga fúlgu fyriir dropann á bílana sína líða fyrir þessar aðgerðir.
Þá væri komið í veg fyrir að fólk væri yfir höfuð að eyða í bensin og olíu.
![]() |
Vegi lokað við Rauðavatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 25.3.2008
Reiðin er reginafl
Reiði er sannarlega vanmetin og ég tek heils hugar undir það sem fram kemur í þessari grein. Það þarf að tala hispurslaust um hlutina eins og þeir eru en ekki fara í kring um málin eins og köttur í kring um heitan graut.
Þegar á það er litið að reiði er vanmáttur þá ætti ekki að vera svo ýkja flókið að greina hana og takast á við hana og hennar fylgifiska.
Upplausn í fjölskyldum er sársaukafull og hún litar allt nánasta umhverfið. Foreldrarnir hvæsa, börnin tipla á tánum og gráta. Reiðiköst fullorðna fólksins smitast yfir á þau og þau fá sjálf sín "reiðiköst" sem stafa af vanmætti í aðstæðunum. Aðrir í fjölskyldunni fá hnút í magann ef eitthvað heyrist frá viðkomandi, sími hringir, nú eða heyrist ekki, o.s.frv. Það þekkja flestir einhver svona dæmi.
Upplausn í fjölskyldum er dýr fyrir samfélagið. Bæði fjárhagslega og ekki síður "mannauðslega" ef svo má að orði kveða.
Reiðin er reginafl sem við eigum öll að sameinast um að uppræta úr fari okkar.
Það gerum við best með því að auka þekkingu okkar á vandamálinu sem við er að etja hverju sinni og horfast í augu við staðreyndir.
Umfram allt ræða um það og leita lausna. Ég hef ekki enn séð vandamál sem hafa verið leyst ef þau eru falin ofan í skúffu eða þeim sópað undir teppi!
![]() |
Eyðileggingarmáttur reiðinnar vanmetinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 24.3.2008
Flugvöllinn inn í Hólmsheiði!

Mikið hefur verið rifist um flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni. Einhverjir pólitíkusar tóku upp á því að versla með hugmyndina að því að færa hann burt fyrir fáein atkvæði. Hólmsheiði hefur nokkuð verið nefnd sem staður fyrir nýjan flugvöll. Fróðir menn telja hana afleitan stað vegna veðurskilyrða. Bæði ísingar og uppstreymis eða sviptivinda.
Ég var að djóka með þetta hér eitt kvöldið að það næsta sem kæmi í fluvallarmálinu væri að hafa hann niðurgrafinn. Þá fékk ég hugljómun!
Fyrir nokkuð mörgum árum þurfti ég að láta eyða geitungabúi sem staðsett var í grjóthrúgu við innganginn hjá mér. Erlingur skordýrafræðingur kom og eyddi búinu og síðan benti hann mér á þegar fáeinir geitungar komu og ætluðu inn í búið sem var farið. Þeir stilltu sig inn og komu alltaf að á nákvæmlega sama stað en hurfu svo frá þegar ekkert bú var til staðar. "Þeir eru með eins konar radar í höfðinu" sagði Erlingur.
Út frá þessu fór ég að velta fyrir mér að auðvitað eru allar flugvélar með fullkominn aðflugsbúnað og gætu allt eins miðað sig inn í göng eins og geitungarnir! Það mætti sprengja sig inn í Hólmsheiðina og gera þar góða aðstöðu fyrir flug og farþega. Gera síðan brautir sem lægju inn í heiðina og hafa flugvöllinn þar niðurgrafinn.
Vissulega yrði "gangamunninn" að vera nokkuð rúmur og það þyrfti að vera opið á nokkrum stöðum.
Það starf ætla ég hins vegar að eftirláta verkfræðingunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 24.3.2008
Mannabein fundust
Mannabein fundust við Meðalfellsvatn í Kjós í dag. Fólk sem var þar á ferðinni á fjórhjólum fann beinin og hafði samband við lögreglu sem mætti á staðinn. Fljótlega var sent eftir tæknimönnum sem leituðu á svæðinu fram eftir kvöldi.
Lögreglan hefur málið til rannsóknar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)