Færsluflokkur: Bloggar
þri. 22.4.2008
seljanesaett - nýr bloggvinur
Minn nýjasti bloggvinur er Seljanesættin. Hún ætlar að halda ættarmót í haust. Kaffi og með ðí! Mikið gaman og mikið grín. Það er nú einhvern vegin þannig að fólk hittist ekki oft þó um skuyldleika sé að ræða. Því er alveg upplagt að koma saman og skerpa ættartengslin á ættarmóti.
Hlakka til!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 21.4.2008
Unnið við frágang mynda
Ég er að vinna við frágang málverkanna minna fyrir sýninguna sem verður á Hótel Djúpavík fyrri part sumars. Það er svo merkilegt að ég klíni alltaf afgöngunum af þeirri vinnu á nýjan striga.
Svona til að eiga grunn fyrir mynd seinna. Svo horfi ég á strigann og sé mynd út úr klessunum og í höfðinu á mér kemur mynd sem mig langar að setja þar.
Ég sest niður og fer að vinna að hugmyndinni en þá er eins og einhver grípi í taumana og penslarnir mála eitthvað allt annað og oftast miklu betri hugmynd eða útfærslu.
Nú er ég komin með fleiri myndir til að velja úr á sýninguna. Það er alltaf gott að hafa val.
Þess vegna fagna ég þessu framtaki penslanna minna....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 18.4.2008
Evran?
Ég veit að við íslendingar erum vel stödd þjóð meðal þjóða. Við höfum flest til hnífs og skeiðar. Þó alls ekki öll. Okkur rennur blóðið til skyldunnar að sjá til þess að þau okkar sem eiga varla fyrir mat fái bætt kjör.
Okkur rennur blóðið til skyldunnar að sýna að við getum lifað í samfélagi sem hefur mannréttindi að leiðarljósi. Ef það er hluti af "geiminu" að taka upp evru hvers vegna ekki? Ef það skapar betri lífskjör og þar með aukin mannréttindi, hvers vegna ekki?
Við kjósum okkur leiðtoga sem við treystum. Við verðum að ætla að þeir leiðtogar séu traustsins verðir. Ég á þó erfitt með að skilja tregðu sjálfstæðismanna í evrumálum. Getur einhver útskýtrt fyrir mér við hvað þeir eru hræddir?
Hef ég misst af einhverju í rökstuðningi gegn evrunni og Evrópubandalaginu?
Við erum með sveiflukenndan viðkvæman gjaldmiðil í litlu hagkerfi. Svo segir seðlabankastjóri að við séum að "tala krónuna niður" ef við æmtum eða skræmtum.
Hvers vegna ekki evru kæri Davíð?
![]() |
Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 17.4.2008
Mikill léttir
Það var mikill léttir að heyra að drengurinn væri fundinn heill á húfi. Þó hlýtur að vera gífurlega mikið áfall að vera hrifsaður á burt eftir ofbeldi gagnvart móður hans.
Hve mikið og djúpt sem það getur grafið um sig í barnssálinni og öryggisleysið sem fylgir svona fádæma illmennsku er sennilega óbætanlegt. Framundan er mikil vinna hjá þessari fjölskyldu.
Þó má segja að allt sé gott sem endar vel. Danska lögreglan á heiður skilinn fyrir vasklega frammistöðu.
Velkomin heim Oliver.
![]() |
Danski drengurinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 16.4.2008
Yndisleg mynd
Ég legg það ekki í vana minn að stela myndum frá bloggvinum mínum en ég stóðst ekki þessa hjá henni Ásdísi. Ég er líka eitthvað svo mikið fyrir hænur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 16.4.2008
Prentfrelsi - birtingarfrelsi
Ég setti inn sakleysislega tengingu við frétt í morgunblaðinu hér á síðuna, frétt um ferðir páfa vestur um haf.
Svo virðist sem fréttin hafi ýtt við tilfinningum sumra sem hér líta við.
Ég tek það fram að ég er mjög andvíg ritskoðun hvers konar og því var það erfið ákvörðun fyrir mig að fjarlægja athugasemdir sem gerðar voru við greinina. Athugasemdirnar voru þó svo harðvítugar að ég gat ekki hugsað mér að þeir sem hér líta við læsu þær á minni síðu.
Hluti athugasemdanna gekk út á að páfi væri sérstakur verndari barnaníðinga.
Nú vill svo til að ég heyrði í fréttunum í gær að Benedikt páfi fordæmdi barnaníðinga og sagði ekkiert pláss fyrir þá innan kirkjunnar. Skýrara getur það varla orðið eða skorinorðara.
Það eru skiptar skoðanir um alla skapaða hluti. Það er nauðsynlegt að skiptast á skoðunum um ólík málefni. Því beini ég þeim tilmælum til þeirra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri hér á síðunni að orða þær á þann hátt að það þurfi ekki að fjarlægja athugasemdirnar sökum dónalegs og/eða ósvífins orðalags.
Það græðir enginn á því!
Eða?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 15.4.2008
Páfi á faraldsfæti
Nú hefur Benedikt páfi lagt loft undir væng og skellt sér vestur um haf. Kannski er það liður í nýrri sókn Páfagarðs? Páfi hefur ákveðinn sess í lífi okkar allra hvort sem við erum kaþólsk eður ei. Páfi talar jafnan fyrir friði meðal manna og biður fyrir hrjáðum og hrelldum.
Nú er þó aðeins ein spurning sem brennur á.
Ætli Bush tefli við páfann?
![]() |
Páfi kominn til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 13.4.2008
Helgarstuð
Hér hefur verið ákaflega mikið og ánægjulegt helgarstuð ef svo má að orði komast. Á föstudaginn hélt húsbóndinn upp á XL ára afmælið sitt með fínustu pizzuveislu og fínum tertum í eftirmat.
Þrjátíu og einn af nánustu fjölskyldumeðlimum heiðruðu hann með nærveru sinni. Þannig að hér voru þrjátíu og einn maður plús einn köttur á föstdudaginn. Mjög gaman að hitta alla.
Á laugardaginn kom einn af ömmustrákunum og var hjá ömmu í rólegheitunum. Í dag komu svo þrír af fjórum mögulegum ömmustrákum í heimsókn. Kjötbollur voru efst á óskalistanum svo amma fór og fjárfesti í hakki og bjó til þessar dásamlegu kjötbollur með grænmeti á wok pönnu, hrísgrjónum og brúnni sósu.
Það var vel borðað og í eftirrétt voru svo kökurnar sem urðu eftir á föstudaginn.
Á morgun koma a.m.k. tveir ömmustrákar, þar sem leikskólinn er lokaður svo það er engin hætta á að mér leiðist neitt. Það er alltaf nóg að bralla með fjöruga en góða stráka í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 9.4.2008
Ein hrá


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mán. 7.4.2008
Letilíf í bloggheimum en hamagangur þess utan
Það bitnar á blogginu þegar nóg er að gera. Kannski lifir bloggheimurinn það alveg af að missa einn og einn dag út hjá mér?
Nú er þannig mál með vexti hjá mér að ég mun halda málverkasýningu á Hótel Djúpavík frá 1.júní til 15.júlí. ég fer til útlanda 10.maí og verð til 24.maí þanig að ég ætla að vera búin að ganga frá öllum myndunum á sýninguna áður en ég fer út. Helst að koma þeim á staðinn líka.
Ég er dottin í gírinn að mála myndir og þær renna frá mér eins og á færibandi. Verst að ég hef varla tíma til að mála heldur þar sem það er svo mikið að gera í hinum ýmsu snúningum!
Ég er einnig að fullklára gamlar myndir sem hafa legið ósnertar lengi.
Ganga frá köntum og merkja herlegheitin.

Þetta er smá sýnishorn, annars hvílir mikil leynd yfir sýningunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)