Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilega páska!

 

 

Ericas-Daffodills-Giclee-Print-C12527751

 

 

 

Ég óska öllum nær og fjær gleðilegra páska.   Hafið það sem allra best og njótið samveru með fjölskyldu og vinum nú eða einveru ef þið svo kjósið.  Sumir eru einmana þegar þeir eru einir með sjálfum sér.  Ég er það yfirleitt ekki.  Ég nýt þess að vera ein þegar ég hef tækifæri til.  Ég er kannski einfari?  Á hinn bóginn finnst mér afar gaman að umgangast fólk og þá er ég félagsvera.  Svo finnst mér dásamlegt að hafa ömmustrákana mína hjá mér og þá er ég Amma með stóru A.  

Gleðilega páska enn og aftur. Wizard


Veggjakrot og veðurfar

Logn og blíða, sumarsól.  Eftir "páskahretið" kemur logn og blíða.  Það verður ekki amalegt fyrir fólk í fríi að spóka sig í sólinni, hvort sem er á skíðasvæðum eða öðrum útivistarsvæðum.  Ganga um í hverfinu sínu eða arka niður Laugaveginn okkar hér í Reykjavík.  

Laugaveginn sem er orðinn ansi skrautlegur.  Veggjakrot skipar þar höfuðsess þessa dagana og blasir við hvert sem litið er í miðbænum.

Maður fer að velta fyrir sér hvers vegna þetta krot?  Er þetta spennufíkn, sköpunargleði eða skemmdarfísn?

Ég ætla að reyna að kveða upp úr með það hér enda spekúlerar maður ýmislegt á ferðum sínum um borgina. Sumir vilja finna og afmarka staði fyrir veggjakrotara og kannski er það góð hugmynd?  

Hætt er þó við að þó að veggir eða staðir þar sem mætti krota á, yrðu skilgreindir nákvæmlega yrði alltaf eitthvað um svona krot.  Það er í raun furðulegt að það skuli viðgangast að skemma eignir annarra á þennan hátt.

Beitum útilokunaraðferðinni! 

Það yrði sennilega uppi fótur og fit ef ég mætti í páskaboð, hefði með mér spraybrúsa og tæki til við að "skreyta" heimili viðkomandi utan sem innan?

Sem sagt þetta er ekki  sköpunargleði.

skemmdarfísn?  Nei varla svona afgerandi og mikil.  Miklu frekar einhvers konar athyglissýki eða  að láta fólk vita af sér?

Allir eru einhverjir spennufíklar í sér svo hugsanlega er ekki unnt að útiloka þann möguleika.  

Annars er alltaf fróðlegt að velta fyrir sér atferli og hegðun.  Það getur bara verið svo fjári dýrt að taka afleiðingunum!

Nú er algerlega eftir að velta fyrir sér hvort samband er milli veggjakrots og veðurfars?

Ég læt lesundum eftir að gera það og skelli mér út í sólina.Smile

Á Föstudaginn langa. 

 

 

 

 

 

 


Páskahretið var í nótt

Þá er Páskahretið afstaðið, eða það skulum við vona.  Arfavitlaust veður í nótt og föl yfir í morgun.  Það er þó farið að grilla í sól núna og vonandi er hretið bara búið.  Þó nokkur vindur er þó enn þá.  Það hvín og syngur í blokkinni.  

Erum í rólegheitunum hér heima með fjóra "prinsa" en tveir þeirra gistu í nótt og hinir tveir hringdu í morgun og báðu um að verða sóttir.  Þá er eins gott að eiga nóg Playmo en amma hefur verið iðin við að panta það á Ebay.  Bátar skip og bílar bruna um og svo gegur Toy Story undir öllu saman.

Í morgun fundust ekki ein þyrla og ein flugvél sem "prinsarnir" komu með með sér í gistingiuna.  Við ræddum fram og aftur hvort leikföngin hefðu hugsanlega "brugðið sér af bæ" eins og þau gera í Toy Story. Eftir ítrekaða leit fannst þyrlan í glugganum og flugvélin við Playmo-geimstöðina!

Sem var MJÖG grunsamlegt svo ekki sé meira sagt.  Okkur fannst ýmislegt benda til þess að þyrlan og flugvélin hefðu jafnvel tekið eftirlitsflug í kring um blokkina í það minnsta.

Hvað um það, það er gott að allt kom í leitirnar.

Síðan fórum við líka í skollaleik og var mikið gaman og mikið hlegið.

Nú er kjúklingur að marinerast í ísskápnum og verður hann snæddur í kvöld.  

Uppskrift að norðan. Tounge

 

 

 


Dauði eins er annars brauð

Útflutningsgeirinn er í góðum málum eftir gengisfall krónunnar.  Eigum við að segja leiðréttingu hennar.

Nú fá t.d. sjómenn og útgerðarmenn þá hækkun sem þeir hafa talað um að hefði átt að vera undnfarið ár eða lengur.  

Sumir m.a. þeir halda því fram að gengi krónunnar hafi verið tjúnnað upp of lengi.  

Ég veit ekki hverra hagsmunir það eru ef satt er.  

Það hlýtur að vera best fyrir alla aðila að halda henni í jafnvægi miðað við aðra gjaldmiðla.

Aðrir gjaldmiðalar eru að falla líka en ekkert í líkingu við krónuna okkar sem segir sína sögu um raunverulegt gildi hennar.

  


mbl.is Gríðarlegt flökt á krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum í pattstöðu

Nú er að koma í hnakkann á okkur að stjórnmálamenn úti í heimi hafa tekið rangar ákvarðanir.

Þenslan gat ekki haldið áfram eindalaust. Stríðsbrölt bandaríkjamanna er líklega stæðsti þátturinn í þeirri kreppu sem við siglum nú inn í.

Er ekki kominn tími til að taka upp evruna?


Eðlileg afgreiðsla um álver

Ég lýsi furðu minni á viðbrögðum umhverfisráðherra.  Málið hefur verið í farvegi undanfarin fjögur ár og farið í gegn um eðlilegt lögbundið ferli í þeim efnum.

Umhverfisráðherra er það fullljóst að bæjarstjórn er einungis að afgreiða málið á eðlilegan hátt.

Svo kemur utanríkisráðherra og segist heldur vilja sjá álver á Húsavík.  Er eitthvað verið að fjalla um það í þessu sambandi? 

 


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvallarmálið út af borðinu?

Er ekki kominn tími til að taka endanlega ákvörðun í málinu?   Ég tel að hafa ætti samráð við flugmenn og þá sem vit hafa á málinu.  Það var fróðlegt að heyra stutt viðtal við Arngrím (hjá Atlanta) í sjónvarpinu í gær. 

Hann færði rök fyrir veru flugvallarins þar sem hann er og því hvernig Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur leysa hvern annann af í vissum veðurskilyrðum.

Sá möguleiki hverfur ef flugvöllurinn verður fluttur suðureftir.

Hann taldi einnig af og frá að hafa flugvöll á Hólmsheiði.

Ákvörðun þarf að taka til að hægt sé að byggja upp til frambúðar á flugvallarsvæðinu. 

Ég segi flugvöllinn þar sem hann er og byggð á Hólmsheiði og þessvegna líka á Lönguskerjum. 

 

 


mbl.is Rætt um bráðabirgðaflugstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki langt kynlífsbindindi

Mér finnst þetta nú ekki langt kynífsbindindi.  Enda næsta víst að "bannið" virki einungis í "heimahöfn".

Þetta er annars nokkuð fróðleg frétt og mikilvæg.  Að vísu vissi ég ekki nokkurn skapaðan hlut um hvorugt þeirra þar til ég las þessa frétt.  Enda ekki mikið í boltanum og framboðið er meira en eftirspurnin í skemmtanaiðnaðinum, hjá mér, alla vega. 

Nú mun ég sennilega aldrei gleyma þeim.  Ég mun ekki segja þetta er leikmaður Chelsea eða söngkonan í Girls Aloud.  Nei ég mun hugsa (jafnvel segja) þetta eru þau sem eru í kynífsbidindinu (voru eftir 6 mán). Þ.e.a.s. ef það gengur eftir.  

Þessu máli verður fylgt eftir.  

Þau komast sko ekki upp með neitt svindl. W00t


mbl.is Sex mánaða kynlífsbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandið hans Bubba - vonbrigði

Ég hef horft á tvo þætti af Bandinu hans Bubba og hluta af einum.  Ég verð að segja það að ég varð fyrir miklum vonbrigðum.  

Krakkarnir voru að standa sig mis vel og svo sem ekkert við því að segja.  Þeir sem velja í þáttinn bera ábyrgð á því að þau eru komin í hann!

Vonbrigði mín felast í því hvernig Bubbi sjálfur hefur tæklað málin í því að gera upp á milli þeirra tveggja neðstu.  Í einum þættinum  sendi hann að vísu einn heim eftir rökstuðning.  

Næst sendi hann bæði heim án rökstuðnings annars en þess að bæði hefðu verið svo léleg.  Á föstudaginn var kastaði hann svo upp pening til að skera úr um það hvor færi heim.  Án nokkurra raka eða útskýringa.  Þau sem hafa lagt á sig mikla vinnu, stress og andvökunætur við undribúning og æfingar eiga betra skilið en þetta.  

Áhorfendur eiga betra skilið en þetta.  

Þetta er hrokafullt Bubbi!

Í mótmælaskyni ætla ég  ekki að horfa á þáttinn á föstudaginn kemur og sjá svo bara til hvort ég nenni nokkuð að byrja á að horfa á hann aftur? 

 


Já það er fjör í Eyjum

Það er fjör í hrognafrystingunni.  Mikið er nú gott að Hafró rankaði við sér á elleftu stundu.  Ég hef verið að hugleiða í sambandi við það hve treglega gekk að sannfæra stofnunina um loðnumagn í sjónum hvernig best verður að framkvæma loðnumælingar í framtíðinni?

Nú er það staðreynd að nokkur skip hafa fjárfest í mælibúnaði eins og Hafró hefur yfir að ráða og er það vel.

Þó svo að sjómenn hafi gefið Hafró rannsóknarskip á sínum tíma  virðast þau ekki nægja til að stunda rannsóknirnar eins og þarf að stunda þær.  Af ýmsum ástæðum hafa skilyrðin breyst.  Loðnan virðist dreifðari og fer ótroðnar slóðir þar sem menn eiga síst von á henni.  Í ljósi þessa og þess hve vertíðin er stutt er því auðvitað mjög jákvætt að skipin rétti fram hjálparhönd við rannsóknirnar.  Það hafa þau að vísu gert hingað til en það verður væntanlega tekið meira mark á þeim ef þau geta mælt torfurnar með viðurkenndum mælitækjum.

Það er hagur þjóðarbúsins að stofnanir eins og Hafró fái réttar upplýsingar og gefi út heimildir í takt við það loðnumagn sem er í sjónum.  

Það þýðir auk þess ekkert fyrir Hafró að ætla sér helgarfrí eins og þeir gerðu á vertíðinni. 

Eða eins og maðurinn sagði þegar mikið lá við, hann fór heim til útgerðarmannsins og ræsti hann.  "Hva sefur þú bara á miðri vertíð"??? 

 


mbl.is Stanslaus hrognavinnsla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband