Reisa betrunarhús og letigarð!

Ég fékk þetta sent frá vinkonu minni sem var að grúska í gömlum þingskjölum. Læt það fylgja með og athugasemd hennar er fyrst.

"Rakst á þetta í gömlum þingskjölum, algjör snilld, svona var það í þá gömlu
góðu."

12. Frumvarp til laga um heimild fyrir landsstjórnina að reisa betrunarhús
og letigarð.
Lagt fyrir Alþingi 1928.
1. gr.
Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að
kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja
góð, til að fangar, og slæpingar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum,
geti stundað holla og gagnlega vinnu.

Greinargerð.
......Með vaxandi þjettbýli við sjávarsíðuna, og einkum vegna hins öra
vaxtar höfuðstaðarins, hefir myndast talsverð stjett slæpinga, er ekki vilja
sinna gagnlegri vinnu, og verða sjálfir, og þá ekki síður börn þeirra,
þjóðfjelaginu til byrði. Úr þessu þarf að bæta og er álitið að vel megi
sameina nýtísku betrunarhús og letigarð, þar sem heilsuhraustir letingjar
væru þvingaðir til að vinna. Slík stofnun yrði að vera í sveit, ekki fjarri
höfuðstaðnum. Þar yrði að reka allstórt bú, mikla garðrækt, en um vetur
stunda smíði, vefnað og saum.............Af letigarðinum myndi mörgum
sveitar- og bæjarfjelögum stafa mikið gagn á þann hátt, að landeyður, sem nú
vilja ekki vinna fyrir sjer eða börnum sínum, myndu mjög oft fremur vilja
vinna eins og frjálsir menn, heldur en komast á slíkt vinnuheimili, þar sem
aðbúðin væri að vísu góð, en þeir þó sviftir frelsi um lengri eða skemmri
tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi ykkur geira allt i haginn

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband