Færsluflokkur: Bloggar

Á heimleið af hælinu

Tveggja vikna dvöl á UZboja að ljúka og við vinkonurnar höfum haft erindi sem erfiði. Við erum samtals 21 kg léttari.  Þetta hefur annars runnið létt af okkur og við ánægðar með árangurinn.  Hér er mynd af okkur þar sem við mættum glaðbeittar í "síðustu kvöldmáltíðina" með blóm handa Boryz í farteskinu, 

 IMG_7657

Hér eru fleiri myndir.


Gengum til skrifta

Viðburðarík vika er nú að baki hér í Póllandi.  "Litla systir" okkar heldur okkur við efnið og dreif gömlu sukkdrottningarnar í kaþólska messu.  Þar gengum við hnarreistar til "skrifta", enda ekkert að fela aldrei slíku vant m.v forna frægð.  Paparazzi ljósmyndari náði þessari mynd þegar við snöruðumst út með geislabaugana.  Hann er eitthvað að reyna að kúga út úr okkur fé en við borgum bara í kílóum og látum myndina fylgja hér með.  Ástarkveðjur frá "klaustursystrum". Halo Devil Kissing 

IMG_7431


Í sturtu með viðhaldinu í Póllandi

Ég skellti mér í sturtu áðan.  Var þreytt eftir að dansa við viðhaldið allt kvöldið. 

Viðhaldið var líka dálítið tætt svo ég tók hann auðvitað með mér í sturtuna.

Enda alveg pláss fyrir hann, hann er svo mjór.

------ 

Hann er svartur og segir fátt

sefur hvorki né hrýtur

Styður við mig í stórum drátt

stendur sig eins og hvítur.

---

Hver er hann?


Að nenna eða nenna ekki?

Á ég að nenna að blogga?  Um hvað ætti ég þá að blogga ef ég nenni?  Hver hefur áhuga á einu bloggi í öllum þessum aragrúa blogga? 

Ég blogga! 

Bækur?  Nei, nenni ekki að lesa í dag en er mað Skinny Bitch á náttborðinu..

Dægurmál?  Æi.

Enski boltinn?  Búin að´í. 

Ferðalög?  Fer á laugardaginn til útlanda.

Kvikmyndir?  Fór í bíó um daginn á barnamynd í Laugarásbíó. (Fíllinn Hupert).

Lífsstíll?  Er með Skinny Bitch á náttborðinu!

Matur og drykkur?  Er byrjuð að lesa Skinny Bitch!

Menning og listir?  Verð með málverkasýningu á Hótel Djúpavík frá 1. júní til 15. júlí.

Menntun og skóli?  Sonur minn er í prófum hjá í Flugálastjórn.

Sjónvarp?  Nýtt hljóðkerfi (heimabíó) við sjónvarpið okkar, frábært.

Spaugilegt?  Ha ha ha

Spil og leikir? HA?

Stjórnmál og samfélag?  Jakob Frímann Magnússon.

Tónlist?  Jakob Frímann Magnússon.

Trúarbrögð?  Segi ekki meir.

Tölvur og tæki?  Kann vel við Mac-ann.

Vefurinn?   Vefur upp á sig.

Viðskipti og fjármál?  Seðlabankinn stýrir vöxtunum með stýrivöxtum.

Vinir og fjölskylda? Sjá seljanesaett.blog.is  

Vísindi og fræði? Sömuleiðis.

Búa til nýjan flokk? Nenni því ekki.

---

Eigið góðan dag!  W00t


When I Think Of Angels

Yndislegt...... 


Flugvöllinn kjurran

Hvað er í gangi?

Var ekki þessi borgarstjórn búin að ýta öllum áformum um frekari uppbyggingu í Vatnsmýrinni út af borðinu?

Á að valta yfir Ólaf F. Magnússon í þessu máli?

Ég verð að segja það (svona í "forbyfarten") eins og það er að ég skil ekki alveg "mína menn" í borginni stundum.

Gísli Marteinn og Hanna Birna tjá sig til skiptis og greinilegt að Gisli Marteinn vill gjarnan vera oddviti flokksins í borginni meðan oddvitinn þegir þunnu hljóði.

Ef Vilhjálmur dregur sig í hlé þá á auðvitað annar maður af listanum að taka við.

Jafnvel þó hann sé kona kæru sjálfstæðismenn!!


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mat hjá læknanefnd

Ég fór í dag að hitta einn af þremur læknum sem eiga að vega og meta umsóknir sérfræðinga á lyfið Tysabri sem er byrjað að nota hér á landi gegn MS sjúkdómnum. 

Ég stormaði á endurkomudeild landspítalans og var beint í röð hjá gjaldkera. Á undan mér voru þrjár konur og ég þekkti þær allar.  Engin þeirra var þó að fara fyrir læknanefnd eins og ég.  Ein var með MS eins en hinar þekkti ég af öðrum vettvangi.

Viðtalið við lækninn gekk mjög vel og hún útskýrði fyrir mér kosti og galla lyfsins.  Ég get þó átt eftir að bíða í um mánuð eftir að heyra frá þeim um næstu skref.

Spítalinn á erfitt með að sinna þessu þar sem það er tímafrekt og loka þau dagdeildinni meðan þessi lyfjagjöf fer fram.  Ég held ég hafi tekið rétt eftir að það er einungs gert einu sinni í mánuði.  Það er engan veginn nóg m.v. þann fjölda sem ætti að fá lyfið en þau telja sig vanta mannskap til að geta sinnt þessu verkefni svo sem best verði á kosið.

Ég spyr mig hvort ekki væri hægt að framkvæma þetta víðar á landinu?

Ég spyr mig líka,  hvar er MS félagið statt í málinu?  MS félagið á gott húsnæði og ágætis aðstöðu sem unnt væri að nota til lyfjagjafar og/eða eftirlits með henni?

MS félagið er nýbúið að stækka húsnæði fyrir dagvistina og því ætti plássleysi ekki að hamla í þessu máli. Nema það að formaður MS félagsins hefur sagt að dagvistin komi félaginnu ekkert við.  

Bíddu en hvers vegna byggir þá félagið við dagvistina?

Auk þess hefur MS félagið ekki lækni starfandi hjá sér......

Aðalatriðið félags eins og MS ætti að vera að þjóna sem flestum MS sjúklingum á landinu.

 

 

 


Sade flott og fáguð


Einyrkjar

Ég las mjög góða umfjöllun Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings,  um þessi mótmæli atvinnubílstjóra á forsíðu morgunblaðsins í dag.

Þar segir hann það sem stjórnmálamenn ættu fyrir löngu að hafa sagt.

Ég hvet fólk til að næla sér í blaðið og lesa umfjöllunina.

Þar kemur m.a. fram að bílstjórar eru einyrkjar sem hafi vafalaust tekið erlend lán til að kaupa bíla og búnað, lán sem hafi hækkað mikið að undanförnu og því komi ástandið verr niður á þeim en stærri fyrirtækjum.  

Það er afar sorglegt að þessi mótmæli hafi fengið að þróast á þann hátt sem raun ber vitni. Ég hef fram á þennann dag verið undrandi á bílstjórunum og fundist að þeir væru fyrir löngu búnir að koma sínum skilaboðum áleiðis.

Stjórnvöld bera þó meiri ábyrgð en svo að hægt sé að hvítþvo þau.

Auðvitað hefði Geir H. Haarde átt að koma fram með skilgreiningu á stöðunni og framtíðarsýn Ríkisstjórnarinnar í málinu strax í upphafi mótmælanna.  Hann átti að reyna að lægja öldurnar í stað þess að sýna hrokafulla framkomu og hlaupa í felur.

Þetta mál er orðið mjög, mjög sorglegt og nú skora ég á stjórnvöld að koma fram með sáttatillögur um það hvernig eigi að  rekja upp þennan hnút.

Ef ekki Geir H. Haarde þá samgönguráðherra Kristján Möller eða Ingibjörg Sólrún. 

 

 

 

 

 


mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar öll sömul og kærar þakkir fyrir skemmtilega bloggsamveru í vetur.  Smile

Maður spyr sig af og til hvort maður endist á blogginu áfram?  Þetta er svo stórt samfélag að verða.  Hver og einn verður ein lítil arða í öllu litrófinu.  Þó er skemmtilegt hve ólíkt samfélagið er. Maður getur einhvern veginn alltaf fundið eitthvað nýtt og ferskt innan um á blogginu.  Skoðanir eru skiptar en það er alltaf gaman þegar skipst er á skoðunum af gagnkvæmri virðingu. Þó í brýnu geti slegið þá er það ekkert nema eðlilegt.

Aðalatriðið er að koma skoðunum sínum málefnalega á framfæri. Það er stundum vandi.

Bloggvináttan er dýrmæt og gaman að vafra um hjá þeim bloggvinum mínum þegar tími vinnst til.  

Ég vona að allir bloggvinir sem aðrir eigi góðan sumardaginn fyrsta.  Við keyptum grill í gær og vonumst til að geta grillað eitthvað gómsætt seinna í dag ef ekki, þá um helgina. 

Núna í vikunni hefur mér í fyrsta sinn fundist vor í lofti á þessu ári.  Kannski vegna þess að það er núna fyrst að koma vor? Cool 

"Ljósið loftin fyllir,

og loftin verða blá. 

Vorið tánum tyllir

tindana á.

Segir í kvæðinu Fyrstu vordægur eftir Þorstein Gíslason".

 

Judy-and-Marge-Print-C10088141

 


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband