Vakna hress-detox

Ég vaknaði hress um ellefu við hringingu frá einni sem var með mér í Póllandi í detox.  Við vorum að ræða þáttinn í gær um detox á ríkissjónvarpinu.  Urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna.  Miðað við þann mun sem við finnum á okkur.  Það skiptir auðvitað máli hvernig svona rannsókn er framkvæmd.  Einnnig var detox fæðið í þættinum allt öðruvísi en boðið er upp á hjá dr. Dabrowska í Póllandi.  Í þættinum fengu detoxarirnir t.d. baunir sem voru ekki á okkar matseðli.  Svo virtust þær fá ógeðisdrykk sem ég kannast ekki við úr Póllandsferðunum.  Við fengum hreina safa úr ávöxtum eða grænmeti auk rauðrófusafa sem var stundum borinn fram heitur. Við fengum einnig ávaxta og grænmetisrétti ýmiss konar.  Kalt og heitt.  Einnig súpur úr grænmeti og grauta úr ávöxtum.  Ég kannast ekki við hungurtilfinningu sem þátttakendur lýstu, ég var aldrei svöng á þeim tveim vikum sem ég var þarna.   Rannsóknin í þættinum var gerð á ungum stúlkum og stóð hreinsunin einungis í eina viku.  Dr. Dabrowska segir að tvær vikur sé nauðsynlegt.  Hún mælir einnig með ristilhreinsun á tímabilinu. Í Póllandi er mælt kólestról, blóðsykur og blóðþrýstingur.  Kólestrólið mitt fór t.d. töluvert niður á tímabilinu.  Það hlýtur að skipta máli hvað er mælt og út frá hvaða forsendum.  Húðin hjá mér mýktist mikið og fékk meiri sveigju á tímabilinu en auðvitað skiptir þar máli að ég fór mikið í nudd sem hjálpar til við hreinsunina.  Ég held að heildstæð meðferð eins og við þekkjum sem höfum farið til Póllands sé mjög vönduð og hún er þróuð af færum læknum sem hafa helgað sig þessum fræðum.  Dr. Dabrowska er vel metin í Póllandi og starfar m.a. við háskólann í Varsjá auk þess sem hún hefur þróað detox prógrömm sem farið er eftir á nokkrum heilsuhótelum þar í landi.  Það væri gaman að fá vísindalega vestræna rannsókn á starfsemi dr. Dabrowska í Póllandi.  Hún sýndi okkur nokkur sláandi dæmi um góðan bata sem fólk fékk eftir meðferð hjá henni.  M.a. exem, lömun og annað alvarlegt og minna alvarlegt.  Það hlýtur að skipta máli hvernig detox er framkvæmt. Ef það helst í hendur við aðra skynsamlega meðferð hef ég trú á því.  Ég fann mun.

Ellefta sporið

 

Ég vildi 

koma á

tengingu

milli mín

og Guðs

 

Bað um

að vita

vilja hans

 

Bað um  

mátt

 

Til að

framkvæma

hann

 

Bað um

skilning

 

Til að

breyta rétt

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Fjör á ferð

Hér gistu fjórir af fjórum mögulegum í nótt.  Fullt hús ömmu og afastráka.  Yndislegir drengir og góðir allir saman.  Við færðum saman sófana í stofunni og tveir sváfu þar.  Sá yngsti bættist í þann hóp um miðja nótt eftir að hafa vaknað og fengið nokkur vínber hjá ömmu sinni ásamt meðali sem hann er á vegna lungnabólgu.  Ég tímdi varla að fara að sofa því það var svo gaman að sjá þá sofa þarna (bestir þegar þeir sofa). Í dag fóru svo tveir þeir yngstu heim um hádegið með afa en þeir eldri urðu eftir hjá ömmu.  Við skemmtum okkur vel þar til annar þeirra braut glas.  Ömmunni brá og fór í "skammargírinn". Nú vil ég fara heim sagði hann þá og bætti við amma þú ert bara skammakelling (eða eitthvað álíka).  Ég mátti hafa mig alla við að fara ekki að skellihlæja.  Við sjötluðum málið og skelltum okkur út á leikvöll þar sem ég settist á bekk og fylgdist hreykin með duglegum drengjum að leik.  Svo komu allir í mat um fimmleitið.  Tveir bræður urðu þá enn eftir hjá okkur og við fórum með þá heim til sín og svæfði ég þá þar sem mamman er að klára verkefni fyrir skólann og pabbinn á Airwaves.
Mikið finnst mér ég rík á svona dögum og mikið er ég þakklát fyrir hvern dag sem lífið gefur mér.
Horfði svo á þáttinn hennar Evu Maríu þar sem hún ræddi við Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu.  Fallegur þáttur og einlægt viðtal án tilgerðar.  Undirrstrikaði þakklætistilfinningu mína og það að taka engu sem gefnu í þessu lífi.
Í forebyfarten var svo mylove að reyna að hringja í mig á skypinu.  Hann reynir það af og til en ég er með frekar "gellulega" mynd af mér þar með elsta ömmustrákinn. Ég sagðist ekki vera með headphone.  Þá gróf hann upp gsm hjá mér á prófílnum og hringdi.  Ég hljóp inn til mannsins míns og sagði með þjósti my love er að hringja hvað geri ég nú?  Nú vertu ekki að vekja mig með því svaraði hann bara og sneri sér á hina hliðina.  Ég tók það ráð að láta sem símasambandið væri slæmt og tvö halló í röð gerðu það að verkum að hann gafst upp.  For the record my love er Máritaníumaður alveg sótsvartur og ábyggilega á aldur við syni mína.  Ég sagði honum svo á skypinu í dag að ég væri gift fjórföld amma og mamma. Vona að það dugi svo þessum hringingum linni.  Ætti svo kannski að fara að setja raunsannari mynd á prófílinn en það er svo sem úr vöndu að ráða í þeim efnum þar sem ég yngist bara og yngist því oftar sem ég fer á heilsuhæli í Póllandi.  Hvað um það.
Það verður þreytt og alsæl amma sem sofnar í kvöld og sofnar fast.

Vetrarklárt

 

Milt veður

hundgá í fjarska

 

Spæta hamast

í tré

 

Vill gera

vetrarklárt

 

Eins og

ég

 

              Vilborg Traustadóttir


Detox dagur í dag

Þá er fyrsti detox dagurinn síðan ég kom frá Póllandi.  Við hittumst á Grænum Kosti og fengum okkur grænt og gott í hádeginu.  Held mig svo við safa í dag og kannski einn ávöxt í kvöldmatinn.  Ég finn að líkaminn er alveg með á nótunum og hreinsikerfið komið í gírinn.  Ég las eitt sinn heilræði á læknastofu hjá ágætum lækni, það hljóðar svona og nokkuð til í því.
"Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun."

Í sjón

 

Ég er komin

aftur

í hann

 

pólska skóginn

 

Nokkrir bambar

spóka sig

nú þar

 

Forvitin kýrin

hnusar af mér

 

Segir þannig

velkomin

á sinn hátt

 

 

Kannski þekki

ég þig

í sjón

 

 

           Vilborg Traustadóttir


Heilsubót

Ég hef verið að velta fyrir mér hve vel hefur tekist til í þeim tveim Póllandsferðum sem ég hef farið mér til heilsubótar.  Ég vona að ég komist aftur á næsta ári. Á heilsuhælinu sem við vorum á helst þetta allt í hendur.  Fyrst og fremst er matarræðið sem felst í grænmetis og ávaxtaföstu (600 hitaeiningar á dag).  Það gerir það að verkum að líkaminn fer í gang sjálfur að laga það sem aflaga hefur farið, losa og hreinsa uppsöfnuð úrgangsefni o.s.frv.  Svo er það ristilhreinsun sem manni er í sjálfsvald sett hvort maður fer í.   Læknarinir á heilsuhælinu mæla með henni vegna þess að sjúkur yfirfullur vestrænn ristinn hefur einfaldlega ekki getu eða bolmagn til að losa sig við það sem í hann hefur safnast.  Það eru pokar á ristlinum sem eru gjarnan "full of shit" auk þess sem harðir kögglar eða spörð geta velst um í ristlinum árum saman án þess að losast rétta leið út.  Yfirfullur ristill þrýstir auk þess á og skaðar önnur líffæri á ýmsan hátt.  Ristilhreinsunin er alls ekki óþægileg og ég fann mikinn létti eftir að hún hafði verið framkvæmd.  Fræðsla með fyrirlestrum er í boði en satt að segja fannst mér hún ekki svipur hjá sjón í þetta sinn.  Þó fengum við fyrirlestur hjá lækni á öðru hóteli en við sex íslenskar konur vorum á og bætti sá fyrirlestur upp "hraðspólun" hinna tveggja. Hreyfing er manni nokkuð í sjálfsvald sett.  Boðið er upp á sundleikfimi, boltaleikfimi, bakleikfimi og leikfimi úti í skógi.  Einnig er hvatt til gönguferða um nágrennið.  Nudd skipar stóran sess í meðferðinni og er það mjög losandi og gott. Næst þegar ég fer ætla ég þó að panta það fyrirfram svo það verði ekki stress hvort ég fái tíma í nuddi.   Snyrtifræðingur og hárgreiðslukona eru til staðar og gott er að fá snyrtingu í rólegu umhverfi hjá góðu fagfólki.  Í heildina er ég ánægð með dvölina þó nokkur atriði hefðu mátt betur fara.  Markmiðið var betri heilsa og léttari Vilborg og það náðist nokkuð vel.  Hér fylgir mynd frá U Zbója en fallegur gosbrunnur var við herbergið okkar (þó það hafi verið slökkt á honum þegar myndin er tekinBlush ).Pólland sept-okt 034

Er Borgarstjórninni sætt?

Ég bara spyr?  Með manneskju sem ekki er í Frjálslynda flokknum sitjandi í Borgarstjórn á vegum hans?  Manneskju sem sagði sig úr flokknum og bauð fram með öðrum flokki í Alþingiskosningunum.   Talandi um Ragnar Reykás........ 
mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flæði

 

Blærinn

strýkur kinn

 

Hvíslar

 

Opnar flæði

nýrra vinda

 

Segir mér

sögu

sem ég

vissi ekki

fyrr

 

Segir mér

lygasögu

 

sem ég trúi

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Hver man ekki eftir þessu?

http://youtube.com/watch?v=vZMA5oRzMj0

Gömlu góðu Hollies........

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband