Borgarmálin

Mikið er ég fegin að vera flutt úr borginni!  Við fluttum til Djúpuvíkur í haust en höfum aðsetur í borginni. Eins og þingmennirnir.  Þvílík hagsmunabarátta í kring um Orkuveituna!  Þetta sýnir bara og sannar hve illa slíkir hagsmunir eiga heima á opinberum vettvangi þar sem misvitrir pólitíkusar eru að ráðskast með eigur og tækifæri borgarbúa.  Villi minn Vill hefur ráðið sér algerlega glataða ráðgjafa í þessu máli.  Hver treystir Hauk Leóssyni fyrir svo mikilvægum málum?  Þekktum einkaflippara og eiginhagsmunapotara sem svífst einskis? Nei Villi minn það þýðir nú ekki að koma fram núna og þykjast ekkert vita.  Maður verður að taka ábyrgð á eigin mistökum.  Það að makka með á vafasömum stöðum þýðir bara frjálst fall.  Fólk er eftir allt ekki fífl.  Bingi er ekki heldur heill í þessu máli þar sem hagsmunarotturnar í Framsóknarflokknum hafa bitið sig í hæla hans og hann reynir ekki einu sinni að hrista þær af sér.  Dansar þeirra línu eins og búktalaradúkka. Sammála Svandísi Svavarsdóttur.  Burt með svona vinnubrögð og heyr heyr Svandís fyrir að kæra þennan siðlausa fund.

Heima á ný

Komin heim eftir vel heppnaða dvöl í Póllandi á U Zbója heilsuhótelinu í Golubie.  Fimm kílóum léttari og öll liprari og þrekmeiri.  Það er alveg ótrúlegt hvað þetta hjálpar mér og ég hlakka bara til að fara þangað aftur.  Við lentum þó í hálfgerðum hremmingum þarna framan af. Ég hafði pantað nudd hjá öðrum nuddaranum (þeim sem hefur e-mail) fyrir okkur vinkonurnar. Við höfðum pantað fyrir hádegi.  Þegar við svo mættum var okkur sagt að vissara væri að fara í röðina klukkan hálf sex á sunnudegi og bóka nuddið hjá þeim sjálfum.  Okkur var sagt að íslendingarnir hefðu forgang að pöntuninni.  Þegar við svo mættum tvær klukkan rúmlega fimm voru þrjár pólskar mættar og svo komum við tvær svo ein pólsk og önnur íslensk.  Þá kom heill haugur af þeim pólsku og þrjár íslenkar aftan við þær. Ég komst fyrst inn og reif eina íslenska framfyrir þær pólsku og þegar við Kristín höfðum bókað okkar tíma sem voru eins og um var samið fyrir hádegi (hvort sem það var tilviljun eða ekki, þeir skilja svo litla ensku).  Hófst nú mikið karp vegna þess að þeir höfðu ekki tíma fyrir allar hinar og við urðum að hvessa okkur og hóta að sleppa allar tímunum áður en þeir hringdu í auka nuddara sem tók þrjár þær síðustu að sér.  Þær pólsku urðu alveg brjálaðar þegar þær komust að því að engir tímar voru eftir og það var ekki gaman að fá illilegt augnaráð þeirra í bakið.  Þó ferðin byrjaði í þessu stressi rættist úr henni og við höfðum árangur sem erfiði.  Mikið er líka gaman að koma heim eftir vel heppnaða dvöl.
Pólland sept-okt 054
Þarna erum við að fá okkur grænt te í litla bænum.

Pólland

Nú er ferðinni heitið á heilsuhæli í Póllandi á morgun.  Þar er ekki auðvelt að komast í netsamband svo ég ætla bara að hvíla mig á Blogginu í þessar tvær vikur.  Vona að Moggabloggið lifi góðu lífi á meðan þrátt fyrir fjarveru mína Wink.  Maður er í misjafnlega miklu bloggstuði. Reyndar hef ég verið í miklu bloggóstuði undanfarið.  Þessi lúmski bloggleiði að gera vart við sig.  Kem hress og endurnærð aftur.
Bless á meðan.     Smile

Andvaka

 

Klukkan tifar

ég fæ ekki sofið

 

er andvaka

 

Allar hugsanirnar

mynda forgangsröð

fyrir svefninn

 

Myndirnar í

í huga mér

frjósa fastar

við koddann

 

Þegar birtir

þá hugsa ég

að þiðni

 

                Vilborg Traustadóttir


Lítil dæmisaga

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
 
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
 
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
 
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
 
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
 
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

Listaverkabækur

Vinkona mín gaf mér tvær listaverkabækur nýverið. Það eru Monet og Louisa Matthíasdóttir.  Ég er dottin í það að pæla í og fremja myndlist.  Ég segi fremja vegna þess að ég kann ekki baun en er samt bara nokkuð góð með mig.  Æfingin skapar meistarann segir máltækið og ég ætla að hlýta ráðleggingum og æfa mig í vetur.  Það sem stóð upp út myndlistarnámskeiði sem ég fór á um síðustu helgi var hvað ég kann lítið....fyrir utan það hvað ég er nú kjarkmikil og litaglöð.  Nú og hvernig ég göslast áfram.  Ég hef neistann jú jú og ráðleggingar myndlistakennarans voru að halda vel í og varðveita"göslarann" í mér.  Því meira sem ég lærði því minni yrði hann en ég mætti ekki missa hann.  Sem sagt læra tækni, litablöndun en umfram allt halda í óbeislað hugmyndaflug og þor til að leggja upp með eitthvað en skipta um skoðun á miðri leið.  T.d. lagði ég upp með landslag úr lofti í einni mynd en það breyttist í hana og hænu á öðrum degi.  Mikið langaði mig að "höggva" hanann síðasta daginn en fórnaði þess í stað fossinum ægilega af mynd sem ég sýndi hér fyrr.
-
Svona þarf maður víst að þjást yfir myndunum,  það er nauðsynlegt segir kennarinn.  Ég mun því liggja yfir þessum ágætu bókum ásamt öðrum álíka.  Góðu fréttirnar eru þær að ég gefst ekkert upp þó ég kunni lítið sem ekkert, æfingin skapar meistarann.Wizard

Að mála ljóð

 

Ljá orðunum lit

láta formið

stýrast af

hugarástandi.

  

Teygja gleðina

yfir strigann

 

Bjóða upp í dans

 

Bjóða upp í

trylltan dans.

 

 

         Vilborg Traustadóttir


Við kýrrassa

image-73Kristín vinkona var að skanna myndir.  Hún sendi mér nokkrar og nefnir þær "Forn frægð"! Einhvernvegin var alltaf gaman hjá okkur, jafnvel í fjósinu.  Við erum ótrúlega töff þarna.  Eða?
-
Við kýrrassa tók ég trú,
traust hefur reynst mér sú.
Í flórnum því fæ ég að standa,
fyrir náð heilags anda.
-

Myndlistanámskeið

Það var mikið gaman á myndlistanámskeiði hjá Erni Inga norður á Akureyri um helgina.  Við skelltum okkur nokkur saman úr fjölskyldunni.  Við vorum fimm og svo voru fjórir aðrir bæði sprenglærðir og byrjendur eins og ég.  Samheldnin var mikil í þessum blandaða hóp og mér leið eins og ég væri í fótboltaleik á túninu heima á Sauðanesi þar sem  allir voru í sama liði en Örn bloggmyndir 343Ingi í markinu.  Hann var meira svona að verja “vitleysurnar” frá okkur og leiðrétta þær en að “þjálfa” með látum.  Leyfði okkur að skapa óhikað en greip fast í taumana ef við vorum komin á “fallbraut”.   Hreint ótrúlega gaman og þroskandi og reyndi á ýmsa þætti í fari mínu m.a. skapgerðarþættina þar sem ég fann vanmátt minn í ýmsu þó ég “léti vaða” í öðru. Á myndinni erum við Guðrún tengdadóttir mín.  Myndirnar á trönunum unnum við á námskeiðinu.

Rétta aðferðin

Las á skemmtilegu bloggi Bratts bloggvinar að hann beitir ýmstm tæknilegum aðferðum við að vigta sig.  Hér með ljóstra ég upp minni aðferð.  Mun nota hana þar til ég fer til Póllands á heilsuhælið.  Kom þessu ekki inn í kommentakerfið hjá kallinum.  Þetta er áhrifarík aðferð kæru vinir nær og fjær.
Mín aðferð
Annað er það að frétta að ég fer norður til Akureyrar um helgina á  myndlistarnámskeið.  Hlakka til að takast á við það verkefni.  Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband