Jólaföndur

Pólland sept-okt 005Við Solla systir settumst niður í dag og föndruðum nokkra engla.  Á tímabili leit allt eins út fyrir að þetta yrðu "vítisenglar" á leið úr landi.  Munaði þar minnstu að við hringdum í sérsveitina til að aðstoða okkur við að hreinsa til.  Allt kom þetta þó "með kalda vatninu" og hér er afraksturinn festur á mynd.  Tekið skal fram að ég er að pikka hér með einum putta þar sem límið úr nýju límbyssunni heldur hinum 9 í "gíslingu".......

Stjörnuspá

Hér með lýsi ég eftir viðkomandi!Cool

SteingeitSteingeit: Þér finnst þú meira þú sjálfur þegar þú ert með einni sérastakri manneskju, en þegar þú ert einn. Hvað gerir þig svona mikið "þú"? Gerðu meira af því, líka þegar þú ert einn.
Annars var ég að uppgötgva mikinn sannleik og ég kom honum m.a.s. í orð. 
"Lykillinn að hamingjusömu hjónabandi er að spyrja hvað maki þinn vill en ekki "vita" hvað hann vill án þess að spyrja."

Ég hef lent í þessu

Ég lenti í að "fá mynd" af mér og bílum þarna.  Það var að vísu fyrr á árinu.  Var á 83 km hraða.  Fáránlega lág hraðatakmörk.  Átti þó að sjálfsögðu að virða þau.  Síðan hef ég sett bílinn á cruse-control 70 km í gegn um þessa holu.  Það er kominn tími á önnur göng undir Hvalfjörð.   

Það er stórhættulegt að safna öllum þessum bílum á hraða snigilsins þarna undir sjávarmáli.
mbl.is 142 óku of hratt um Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bloggvinkona Sirrycoach

Ný bloggvinkona mín er Sigríður Jónsdóttir.  Hún er life coach og fjallar mikið um starf sitt á þeim vettvangi.  Hún heldur úti bæði bloggsíðu sinni og heimasíðunni :internet.is/sirrycoach sem eru mjög fróðlegar í sambandi við ofvirkni og athyglisbrest m.a.  Velkomin í bloggvinahópinn minn Sigríður.

Bloggvinur Sigurvarður

Nýr bloggvinur Sigurvarður Halldórssona er andans maður.  Hann segir á bloggsíðu sinni frá reynslu sinni af fyrirbænum og trúarsamkomum.  Ég samgleðst honum að hafa einbeitta trú og lifa samkvæmt henni.  Gaman að auka bloggvinaflóruna með þessum hætti og ég er sammála honum.  Guð er góður. 

Laugardagskvöld,breski X-Factorinn, sister Act og horror

Sátum hér í gærkvöldi við Margrét systir eftir vel heppnað matarboð þar sem góðir gestir komu saman ásamt húsráðendum í Vestursíðunni. Horfðum öll "afvelta" eftir átið saman á Laugardagskvöldið og héldum með Serh Sharp og Magnúsi Sigmundssyni.  Það kemur bara í næstu umferð.  Þegar hinir gestirnir fóru heim fórum við Magga að flakka milli stöðva og fundum Hryllingsmynd en skiptum snarlega yfir í sister Act.  Nutum þess að horfa á hana.  Sáum síðan breska X-Factorinn og vorum að sjálfsögðu ósammála úrslitunum, það tilheyrir.  Þegar við höfðum "kókt" yfir honum til þrjú stundi ég upp í svefnrofunum.  Ættum við kannski að athuga með "horrorinn"?  Þá fannst "systir" komið nóg og slökkti.  Sváfum svo vel og er í þessum skrifuðu orðum að fara á flugvöllinn og heim eftir "sprengidagsát" en húsbóndinn er farinn að borða svínaskanka og svínseyru með löndum sínum.  Vona bara að þessar rjúpnaveiðiskyrttur sem voru hér í mat í gær skjóti ekki flugvélina niður en þeir ætluðu að vera í Öxnadalnum með hólkana! 

Málverk og ljóð á Bláu Könnunni

Skemmtileg sýning og óneitanlega dálítið magnað að hafa ljóð með hverri mynd.  Þarna á ég við málverkasýningu Margrétar Traustadóttur á Bláu Könnunni á Akureyri. Hún hefur ort ljóð við nokkrar myndir sínar og fengið mig og Gísla Gíslason ( Bratt) til að yrkja við aðrar.  Set hér með eina af myndunum hennar og ljóðið er eftir mig.  Myndin er seld.

 

DSC00618
Ég var eitt sinn
að dandalast með þér
þegar kvöldið kom
--
Grösin spegluðust
í augum þér
og vatninu
--
Þú hlóst og sagðir
komdu og sjáðu
--
- Sjáðu vatnið
það hlær.

If you were a sailboat....

http://youtube.com/watch?v=x25F3-sR2Yo

 

Nighty night


Ömmustrákar

 

Dýrmætari en perlur

dálítið viðkvæmir

stundum brothættir

 

Duglegir

kraftmikir

og góðir

 

Kúra hjá ömmu

og afa

en sakna mömmu

og pabba

 

Þegar dimmir

 

Vakna hressir

til í allt

 

Hlæja framan

í daginn

og segja

komdu að leika

 

           Vilborg Traustadóttir


Akureyri á morgun

Ég flýg til Akureyrar á morgun að sjá málverka og ljóðasýningu á Bláu Könnunni.  Magga systir sýnir þar málverk sín og ég hef ort ljóð við nokkur málverk hennar.  Brattur bloggvinur hefur einnig ort nokkur.  Það verður gaman að sjá sýninguna en henni lýkur í næstu viku.  Við munum einnig ráða ráðum okkar varðandi fyrirhugað "come-back"  Ketilásball 2008.  Vonandi getum við gengið frá lausum endum varðandi að panta húsið og festa hljómsveitina upp úr því.  Svo setjum við bara í gírinn með vorinu og skipuleggjum það sem þarf frekar að skipuleggja.

Hlakka til helgarinnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband