Laugardagskvöld,breski X-Factorinn, sister Act og horror

Sátum hér í gærkvöldi við Margrét systir eftir vel heppnað matarboð þar sem góðir gestir komu saman ásamt húsráðendum í Vestursíðunni. Horfðum öll "afvelta" eftir átið saman á Laugardagskvöldið og héldum með Serh Sharp og Magnúsi Sigmundssyni.  Það kemur bara í næstu umferð.  Þegar hinir gestirnir fóru heim fórum við Magga að flakka milli stöðva og fundum Hryllingsmynd en skiptum snarlega yfir í sister Act.  Nutum þess að horfa á hana.  Sáum síðan breska X-Factorinn og vorum að sjálfsögðu ósammála úrslitunum, það tilheyrir.  Þegar við höfðum "kókt" yfir honum til þrjú stundi ég upp í svefnrofunum.  Ættum við kannski að athuga með "horrorinn"?  Þá fannst "systir" komið nóg og slökkti.  Sváfum svo vel og er í þessum skrifuðu orðum að fara á flugvöllinn og heim eftir "sprengidagsát" en húsbóndinn er farinn að borða svínaskanka og svínseyru með löndum sínum.  Vona bara að þessar rjúpnaveiðiskyrttur sem voru hér í mat í gær skjóti ekki flugvélina niður en þeir ætluðu að vera í Öxnadalnum með hólkana! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, það er bara verst hvað allt það sem er skemmtilegt líður of fljótt....en fer bara í minningasjóðinn og varðveitist þar. Var að hugsa á leiðinni heim af flugvellinum þar sem mér fannst ég allt í einu svo ein hér fyrir norðan, þú farin og Hulda, Tommi og dæturnar á förum. Hvað það er samt gott að fá svona augnablik með fólkinu sínu. Þá datt mér í hug - þegar við í sumar vorum í vitanum á Sauðanesi að fara að taka niður sýninguna okkar að það þarf ekki alltaf að tala svo mikið til að njóta augnabliksins, þannig upplifði ég þá stund í vitanum, við að ganga um og skoða verkin einu sinni enn - næstum því í þögn, það var eitthvað svo hátíðlegt og heilagt augnablik. Eins var það í biðinni á flugvellinum, hátíðlegt....helgin búin....og þögnin ein eftir. En minningin lifir.  Takk fyrir innilitið "væna" og skemmtunina, það er svo gott að hlægja og láta illa inn á milli í alvöru lífsins.....og á því lifir maður lengi.

Dramadrottningin....Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.11.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Verð að segja þér útaf átinu...José kom með "Rice puding" a la Portugish úr matarboðinu í dag handa okkur. Þeir vildu endilega senda tvo diska !! Var ekki alveg ábætandi eftir allt átið.....ætli ég verði ekki að frysta einn handa þér og eiga þegar þú kemur næst ! þeir LANDARNIR enduðu samverustund sína á "Bláu könnunni" og mér sýndist minn nokkuð stoltur af sýningunni ! MAGGA SYSTIR

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.11.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband