Dýrmætt

Ég átti stund með ömmustrákunum mínum þeim Viktori og Geir Ægi í kvöld.  Ég fékk að svæfa þá heima hjá sér því mamma þeirra fór út með vinnufélögum sínum og pabbi þeirra er á sjó.  Það er svo gefandi að eiga stund með börnum.  Við spjölluðum saman og þó þeir væru þreyttir hlustuðu þeir á ömmu segja sögur af refnum á Djúpuvík og því þegar hundurinn rak hann burtu.  Vildu meira.  Fengu sögu af músinni sem hélt upp á það að refurinn var hrakinn burtu.  Þeir vildu þá líka sögur frá Apavatni.  Þeir fengu sögu um hrossagaukinn sem hélt að við myndum klára berin og flýtti sér að éta þau og kallaði til heilan hóp af hrossagaukum til að bjarga verðmætum frá mannfólkinu.  Sáu samt að þetta yrði allt í sátt og samlyndi og nóg til fyrir alla. Vildu meira. Fengu sögu um minkinn sem bjó sér til holu undir húsinu og hljóp svo í vatnið til að næla sér í fisk.  Fengu um það bil nóg þá og vildu söng.  Svo söng ég nokkrar vísur og þá tóku þeir við og sungu um Gamla Nóa o.fl. Sungu fallega og kunnu textana vel.  Ég lá og hlustaði og hugsaði um hvað ég væri rík.  Hugsaði um hvað allt vafstur og nöldur í mér og öðrum væri mikið hjóm. Hvað ekkert skipti máli nema svona stundir.  Ég sagði þeim að þeir væru góðir strákar og þeir sofnuðu sælir með þá vissu í hjarta sínu að þeir væru það.  
Mér finnst gott að vera til.   

Að benda

Ég hef lært ýmislegt á lífsins leið.  Meðal þess mikilvægasta sem ég hef lært er að dæma ekki aðra harðar en sjálfa mig.  Þegar ég bendi á aðra manneskju með einum fingri þá vísa alltaf þrír fingur á sjálfa mig. Þetta finnst mér gott að muna og ég hef þetta fyrir mig.  Deili þessu með ykkur fyrir svefninn.  Halo

ELO

http://youtube.com/watch?v=Fo4SblJ_SnU

 

Eitt gott með Electric Light Orchestra

 

http://youtube.com/watch?v=bUIOHsWvwr8

 

Og annað ekki síðra....


Gospelsystur 10 ára

Afmælistónleikar Gospelsystra Reykjavíkur voru í kvöld.  Ég og systir mín skemmtum okkur prýðilega.  Við hefðum þó viljað heyra meira í "afmælisbarninu"...

Sólóistarnir voru frábærir en hefði alveg að ólöstuðu mátt gera þeirra hlut minni og leyfa kórnum að njóta sín betur á afmælinu sínu.

Þetta var ekki alveg svona en gott gospell samt.......smellið...!

http://youtube.com/watch?v=bXJpexY7FSU

Svartur köttur

  

Ég bíð í bílnum

 

Svartur köttur

á tvöföldu

bílskúrsþaki

mjálmar

 

Fælir hrædda

skrækjandi fugla

grein af grein

 

Mjálmar

 

Greinilega

aldrei horft

á Animal Planet

 

Þar sem allt

gengur út á

að læðast

að bráðinni

 

Óforvarindis

 

            Vilborg Traudstadóttir


Kreditkortalagið

Eitt gott fyrir jólavertíðina!  Eagles engum líkir....

Gospelsystur - afmælistónleikar

10 ára afmælistónleikar Gospelsystra Reykjavíkur verða í Fríkirkjunni annað kvöld klukkan 20.30.  Þeir bera yfirskriftina "Hold me now". Ég var að enda við að tryggja mér miða og það verður gaman að sjá og heyra í mínum ágætu söngsystrum.  Sem sagt þriðjudaginn 30. október í Fríkirkjunni klukkan hálf níu.  Nokkrir frábærir einsöngvarar stíga á stokk. Miðsasala við innganginn.  Sjáumst! 

Bloggvinkona kig58

Bloggvinkona Kristín er jafnframt elsta og besta vinkona mín.  Við höfum siglt í gegn um súrt og sætt saman og það væri að æra óstöðugan að ætla að segja einhverjar sögur af henni eða okkur saman.  Ég hef auk þess nú þegar sagt svo margar af okkar uppátækjum að ég held að nóg sé komið.  Það má um okkar vináttu segja að við erum það nánar að við dettum strax í gírinn þegar við hittumst og eyðum saman einhverjum tíma.  Við þekkjumst það vel að við vitum eiginlega alveg hvað hin er að hugsa og stundum gerum við ósjálfrátt það sem hin var að undirbúa.  Gaman að eiga bloggvinkonu og bestu vinkona í sömu manneskju.

Sexý og seiðandi

Carlos Santana klikkar ekki á því.  Ég elska þessa sveiflu.  Hún er allt í senn. Þokkafull, sexý og seiðandi.

Ég og brimið

  

Ég og brimið

áttum skap saman.

 

Við rifumst

við sættumst

 

Þegar út af bar

og brimið tók

 

Hvíslaði brimið

að mér

 

Hann kemur

hann kemur fram

 

Og ég ein

vissi....

 

 

               Vilborg Traustadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband