Hveragerði - komin heim

Kom heim í dag eftir vel heppnaða dvöl hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.  Mjög gott að fá aukinn þrótt og liðlleika.  Borða hollan og góðan mat í nokkrar vikur og þurfa ekki að elda hann! Kynnast góðu fólki og mynda tengsl sem maður veit að eru komin til að vera í mörgum tilfellum. Það var þarna m.a.  skemmtileg kvölddagskrá byggð á ævi og verkum Sigvalda Kaldalóns.  Guðrún Ásmundsdóttir leikkona tók saman dagskrá um ævi hans og kirkjukór Selfoss og Kotsrtandarhrepps söng lögin. Ég gerði töluvert af því að kíkja í bolla á "kaffistofunni", en þó það sé ekki boðið upp á kaffi hjá stofnununni þá mega dvalargestir hella sér upp á í þvottahúsinu.  Það gerðum við óspart og þar sem ég er bæði kjöftug og áræðin var mér falið að spá í þá bolla sem hvolft var.  Ásamt öðrum mér reyndari spákonum. Það kom sjálfri mér reyndar meira á óvart en þeim sem ég spáði fyrir hve það sem ég sagði passaði við það sem var í gangi hjá fólki.  Ég fékk nánast sjokk í morgun þegar ein kona kom og sagði mér frá símtali sem hún fékk í gær eftir spádóminn að það sem ég spáði fyrir henni um mjög langt ferðalag með pari var hugsanlega að verða að veruleika.  Alla vegana var komin upp sú staða að það var komið á athugunarstig að fara til Ástralíu með pari!  Margt annað sem ég sagði við hana passaði nákvæmlega við hennar líf og ég er alvarlega að hugsa um að leggja þetta fyrir mig!  Nema hvað. 


Ný bloggvinkona Guðrún Helgadóttir

Guðrún kennir ferðamálafræði við Hólaskóla í Hjaltadal. Hún skrifar um ýmis mál.  Hún á hesta enda varla hægt að búa í Skagafirði án þess,  eða?  Gaman að skoða síðuna hennar og velkomin í bloggvinahópinn minn Guðrún.

Aðventan

Aðventa

Þá er aðventan gengin í garð.  Dundaði með barnabörnunum í gær við að gera aðventukrans.  Jói Fel hnoðaði fyrir mig í tvær sortir sem við bökuðum á meðan.   Dásamlegt.  Svo gistu þrír af fjórum mögulegum hjá okkur.  Ég er komin Kristínarlaus í Hveragerði og gengur bærilega.  Verð hér út þessa viku.  Það verður harmonikkuball á fimmtudagskvöldið.  Fjör á "hælinu"!


Langt helgarfrí

Tók mér langt helgarfrí þessa helgi frá Hveragerði.   Spáin var svo brjáluð fyrir morgundaginn að ég skellti mér heim í dag.  Það er ágætt að vera komin á skrið í sjúkraþjálfun, sundleikfimi og æfingum. Ætla svo að taka næstu viku sem er síðasta vikan með trompi enda finn ég að munurinn er að koma fram á mér núna.  Þetta byrjaði mjög hægt en er í áttina.  Læt mig svo bara hlakka til jólanna enda nota ég dauðar stundir í Hveragerði til að pakka inn jólagjöfunum.  Margþætt endurhæfing það!  Set kannski meira inn um helgina. 

Kim Larsen og Kjukken - Geggjaðir

Það var hreinlega "truflað" að vera á tónleikunum með Kim Larsen og Kjukken í gærkvöldi.  Við mættum tímanlega og fengum gott stæði alveg upp við sviðið.  Þvílíkur kraftur í "kallinum" og hljómsveitin alveg "dúndur".  Ég tók auðvitað myndir og læt nokkrar fylgja með.
nóv 07 + Kim 007Þarna er kappinn mættur til leiks og sést auk þess hnakkasvipurinn á nonnablogg bloggvin sem var að sjálfsögðu mættur með myndavélina.
nóv 07 + Kim 006Sauðanessysturnar bíða glaðbeittar eftir Kim...

 

nóv 07 + Kim 011...sem mætti fráneygður á svæðið.

 

nóv 07 + Kim 012Systrunum leiddist ekkert!

 

nóv 07 + Kim 009nóv 07 + Kim 016nóv 07 + Kim 014 Að lokum þetta. InLoveInLoveInLove

Við elskum þig Kim farðu vel með hjörtun okkarHeartHeartHeart...


Kim Larsen

Er alltaf að hita upp fyrir Kim Larsen. 

Kim Larsen

Hlakka til.

 W00t

http://youtube.com/watch?v=sTlj-ARGKKI


Í formið fyrir normið

Ég er í Hverageði. Ætlaði svona aðeins að "skerpa á" því "fína formi" sem ég var í.  Ég er að klára fyrstu vikuna í dag.  Þó þetta fari rólega af stað þá fékk ég strax á öðrum degi stundatöflu.  Það er strax betri líðan að vera komin með stundatöflu.  Ég velti mér til og frá í rúminu og skoða hvað ég á að fara í í dag eða á morgun.  Ég tók föstudaginn föstum tökum og fór í allt sem í boði var og meira til.  Enda uppgefin fram eftir helgi.  Hitti sjúkraþjálfara í gær.  Hún sagði mér að hægja aðeins á.  Þess vegna sit ég hér og blogga í stað þess að vera í göngu 1.  Ég fór í leikfimi í morgun.  Í Kapellunni.  Svona "stóla leikfimi" að ég hélt.  Þegar við byrjuðum tilkynnti þjálfarinn að við myndum standa í dag.  Það þyrmdi yfir mig við það eitt.  Ég neyddi mig til að standa upp með bros á vör.  Gaut þó augunum með eftirsjá á stólinn.  Stoð mína og styttu!  Við gerðum svo nokkrar æfingar og skyndilega var okkur stillt upp í röð og látin ganga hring eftir hring í salnum.  (Bara heragi, hugsaði ég).  Kastaði svo tólfunum þegar við vorum látin "klifra" upp á svið og niður aftur (má sleppa sagði þjálfarinn) en hver sleppir þegar maður er í hóp með sér eldra of "reyndara" fólki og vill nú "sanna" sig?  Ég náði þó að krækja í "viðhaldið" (stafinn) í einum hringnum.  Fleira var gert og til að gera langa sögu stutta þá er ég hreinlega og algerlega uppgefin eftir hálftíma í leikfimi dagsins.  Guði sé lof að ég fer í heilsubað í dag.  Þá get ég slappað af hvílt mig eftir erfiði dagsins.  Á morgun fer ég svo til sjúkraþjálfarans aftur og þakka mínu sæla þar sem hún virðist vera skynsamari en ég og segir mér að minna sé oftast meira. Þ.e.að ef þú gerir minna sem þreytir ekki skilar það meiru en ef þú gerir meira og liggur svo bakk í marga daga á eftir!  Nokkuð rökrétt samt.  Ég fer svo í það núna að sætta mig við það að ég er herfilega illa á mig komin líkamlega og verð að vinna það upp smám saman. Verð að horfast í augu við það að ég verð ekki komin í form fyrir Kim Larsen á laugardaginn en get í staðinn og vel hugsanlega reynt að koma mér í formið fyrir normið!

Vantar sárlega forvarnir

Það sem mér finnst sárlega vanta inn í heilbrigðiskerfið og þar af leiðandi, í mörgum tilfellum, félagslega kerfið eru forvarnir.  Ef til væri staður á Íslandi þar sem fólk gæti komið á, dvalið um tíma og hreinlega lært að þekkja sínar þarfir og sín takmök mætti spara milljarða á milljarða ofan t.d. í lyfjakostnaði svo ekki sé meira tínt til.  Ég á mér draum............
mbl.is Hallar á þá sem sízt skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreytt!

Þreytt, þreytt, þreytt.  Það er orð dagsins.  Tók Hveragerði með stæl í vikunni.  Innrituð á þriðjudag og pantaði starx snyrtingar og fór í hjúkkuviðtal.  Læknaviðtal á miðvikudag og fékk stundatöflu.  Í bæinn á miðvikudag að redda ýmsu m.a. afruglara til að við vinkonurnar sem erum saman á "hælinu" gætum horft á Stöð 2 inni á herbergi og um kvöldið á myndlistarnámskeið sem ég er á í Kópavogi. Átti svo að mæta í tækjasal á fimmtudag en harðneitaði því þar sem snyrtingarnar voru bókaðar þann dag. Maður hefur nú forgangsröðina á tæru.  Eftir snyrtingu þurftum við að vasast í að fá nýjan afruglara eða öllu heldur gamlan afruglara þar sem digital er ekki á Heilsuhælinu. Sennilega tók um þrjár klukkustundir að stilla hann inn með Og Vodafone á línunni.  Það gekk hvorki né rak og síminn var "sveittur" þegar ég tók við að reyna að stilla eftir að Kristín hafði verið í beinu sambandi í meira en klukkutíma.  Svo kom í ljós að það hafði gleymst að tilkynna gamla afruglarann og því var ekki búið að opna fyrir hann.  Skrýtið og við sáum aldrei beljuna! Stundataflan í heilsumálunum hjá mér hófst svo fyrir alvöru í dag og tækjasalurinn með.  Sjúkraþjálfun næsta mánudag.  En það sem ég er þreytt núna.  Kristín vinkona sömuleiðis.  Við hengsluðumst hálf slefandi af þreytu út í bíl og heim.  Þegar við komum yfir heiðina datt mér í hug að fara í ToysaRus.  Gerðum það og þaðan í Just4Kids.  Því næst hélt hver heim til sín og ekki laust við að þessi "verslunarauki" hafi sett punktinn yfir þreytumörkin!  Fékk tvo ömmustráka í pizzuna og yndilegt að sjá þá.  Ferð að sofa þreytt og sæl eftir dagsins önn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband