fös. 7.12.2007
Hveragerði - komin heim
Kom heim í dag eftir vel heppnaða dvöl hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Mjög gott að fá aukinn þrótt og liðlleika. Borða hollan og góðan mat í nokkrar vikur og þurfa ekki að elda hann! Kynnast góðu fólki og mynda tengsl sem maður veit að eru komin til að vera í mörgum tilfellum. Það var þarna m.a. skemmtileg kvölddagskrá byggð á ævi og verkum Sigvalda Kaldalóns. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona tók saman dagskrá um ævi hans og kirkjukór Selfoss og Kotsrtandarhrepps söng lögin. Ég gerði töluvert af því að kíkja í bolla á "kaffistofunni", en þó það sé ekki boðið upp á kaffi hjá stofnununni þá mega dvalargestir hella sér upp á í þvottahúsinu. Það gerðum við óspart og þar sem ég er bæði kjöftug og áræðin var mér falið að spá í þá bolla sem hvolft var. Ásamt öðrum mér reyndari spákonum. Það kom sjálfri mér reyndar meira á óvart en þeim sem ég spáði fyrir hve það sem ég sagði passaði við það sem var í gangi hjá fólki. Ég fékk nánast sjokk í morgun þegar ein kona kom og sagði mér frá símtali sem hún fékk í gær eftir spádóminn að það sem ég spáði fyrir henni um mjög langt ferðalag með pari var hugsanlega að verða að veruleika. Alla vegana var komin upp sú staða að það var komið á athugunarstig að fara til Ástralíu með pari! Margt annað sem ég sagði við hana passaði nákvæmlega við hennar líf og ég er alvarlega að hugsa um að leggja þetta fyrir mig! Nema hvað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fim. 6.12.2007
Ný bloggvinkona Guðrún Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 2.12.2007
Aðventan
Þá er aðventan gengin í garð. Dundaði með barnabörnunum í gær við að gera aðventukrans. Jói Fel hnoðaði fyrir mig í tvær sortir sem við bökuðum á meðan. Dásamlegt. Svo gistu þrír af fjórum mögulegum hjá okkur. Ég er komin Kristínarlaus í Hveragerði og gengur bærilega. Verð hér út þessa viku. Það verður harmonikkuball á fimmtudagskvöldið. Fjör á "hælinu"!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fim. 29.11.2007
Langt helgarfrí
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 25.11.2007
Kim Larsen og Kjukken - Geggjaðir

...sem mætti fráneygður á svæðið.
Við elskum þig Kim farðu vel með hjörtun okkar...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
lau. 24.11.2007
Kim Larsen
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 21.11.2007
Kim Larsen
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 20.11.2007
Í formið fyrir normið
Lífstíll | Breytt 21.11.2007 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 17.11.2007
Vantar sárlega forvarnir
![]() |
Hallar á þá sem sízt skyldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 16.11.2007
Þreytt!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)