Kim Larsen og Kjukken - Geggjaðir

Það var hreinlega "truflað" að vera á tónleikunum með Kim Larsen og Kjukken í gærkvöldi.  Við mættum tímanlega og fengum gott stæði alveg upp við sviðið.  Þvílíkur kraftur í "kallinum" og hljómsveitin alveg "dúndur".  Ég tók auðvitað myndir og læt nokkrar fylgja með.
nóv 07 + Kim 007Þarna er kappinn mættur til leiks og sést auk þess hnakkasvipurinn á nonnablogg bloggvin sem var að sjálfsögðu mættur með myndavélina.
nóv 07 + Kim 006Sauðanessysturnar bíða glaðbeittar eftir Kim...

 

nóv 07 + Kim 011...sem mætti fráneygður á svæðið.

 

nóv 07 + Kim 012Systrunum leiddist ekkert!

 

nóv 07 + Kim 009nóv 07 + Kim 016nóv 07 + Kim 014 Að lokum þetta. InLoveInLoveInLove

Við elskum þig Kim farðu vel með hjörtun okkarHeartHeartHeart...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Kæra Vilborg, þetta er því miður ekki ég sem sést í hnakkan á efstur myndinni, því það er hann Eggert. Það sé ég á því að ég var búin að taka flassið af vélinni minni og ég var ekki með auka vél hangandi á öxlinni. Ef þú átt fleiri myndir þá væri gaman að vita hvort ég komi fram á þeim en nú ætla ég að reyna að bloga smá um þessa tónleika og birta nokkrar af Kim með. kkv jón

Jón Svavarsson, 25.11.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Æði - ekki skemmt mér svona vel á tónleikum - ever.....félagsskapurinn skiptir líka svo miklu máli, þvílíkt gaman og Kim er 'OTRÚLEGUR ! Takk fyrir frábæra helgi og námskeiðið í morgun kl. 08.15. var líka dúndur ! Svona á lífið að vera fullt af óvæntum uppákomum og gleði !!!! Á eftir að skila bloggi eftir herlegheitin ...bíður morguns, smá þreyta að gera vart við sig eftir heimferðina sem samt var ljúf og góð miðað við árstíma.

Knús og kossar..... Magga systir.

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.11.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að sjá þessar myndir. Takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 19:45

4 identicon

Gaman að skoða myndirnar.

Flottar systur

Stella (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:24

5 Smámynd: G Antonia

oh ég komst ekki. Gaman að sjá hvað þú lítur vel út, líka á myndinni hjá bloggvini þínum Nonna.  Eruð þið enn í Hveragerði?
kær kveðja

næst kem ég með postulínsfréttir, jákæðar eða neikvæðar  vona það fyrra

G Antonia, 28.11.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir commentin.  Fyrirgefðu ruglinginn Nonni, var alveg viss um hnakkasvipinn! 

Vilborg Traustadóttir, 29.11.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband