Vindur um nótt

 

Ég og náttúran

verðum

oft og tíðum

eitt

 

Einhvernveginn

finn ég

samhljóm

í þögninni

 

Og þegar

vindurinn blæs

ólgar blóð mitt

af brennandi

þrá....

 

 

             Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég breytist í sannkallaða grumpy old lady í svona veðurofsa, þykist ekki vera það öðrum stundum auðvitað. Hárin á mér rísa og þau leggjast ekki aftur. Nánustu ættingjar sem mæta mér í þessu ástandi þekkja mig ekki og það er vel.

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir fallegt ljóðið.

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk og maður hugsar til þeirra sem eru á ferðinni eins og sjómanna.  Ég á einn....

Vilborg Traustadóttir, 14.12.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband