Slegin út - ekki af.....

Vaknaði í morgun eftir tveggja sólahringa nánast samfelldan svefn.  Fékk einhverja fjárans pest aðfaranótt mánudagsins.  Þetta var gubbupest með háum hita og ég var nær meðvitundarleysi en meðvitund þó ég væri að staulast fram með dyggum stuðningi bóndans.  Gerði svo bara eins og dýrin.  Hætti að borða og drakk aðeins vatn í rúman sólarhring.  Er öll að koma til en frekar slöpp ennþá.  Það er óspennandi að lenda í svona pestum, það er mjög langt síðan ég hef fengið eina slíka.  Mörg ár.  Hlaut að koma að því.  Ég er sennilega heppin að liggja einungis í tvo sólarhringa.  Hef heyrt um marga sem fara illa út úr pestum þessa dagana. 

 Annað er það að frétta að vörurnar sem ég hef verið að viða að mér á E -Bay streyma nú í hús hver af annarri.  Ég tók törn að panta meðan ég var á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og bauð grimmt í alls kyns playmobil skip og bíla.  Þetta er voðalega vinsælt meðal ömmustrákanna og m.a.s. afinn er sáttur!  Ég gekk svo hart fram í að panta að ég var komin með sjálfvirkt boð á sumar vörur sem þýddi minna stress að vaka yfir vörunni þegar leið að lokum uppboðstímans.  Enda var dvölin í Hveragerði hugsuð í bland sem hvíldardvöl. Hvað um það hér hefur verið stofnað Zoega-skipafélagið og einungis er eftir að semja texta og stef sem fellur vel að nafninu.  Ef einhver áhugasamur höfundur sér þetta endilega bara að spreyta sig!

 

Kær kveðja vinsælasta amma í heimi þessa dagana.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Var það ekki Onedin skipafélagið hérna fyrir margt löngu....rifjum upp stefið og breytum því örlítið syngjum það í "Lásý" uppfærslu systur og þá er þetta komið !!

Gott að þú ert að hressast ! Magga systir.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.12.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband