lau. 31.1.2009
Þetta verður forvitnilegt
Geir H. Haarde heldur ótrauður áfram og er bara flottur í þessu "setti".
Þegar ég arkaði niður á Austurvöll þann 20. janúar var það vegna þess ótrúlega hroka sem ríkisstjórnin sýndi þjóðinni með því að vera mánuð í jólaleyfi og setja svo á dagskrá sem fyrsta mál hvort leyfa ætti áfengi í maltvöruverslunum.
Þá var mælirinn fullur hjá mér.
Bróðursonur minn var handtekinn í fyrstu lotu þar sem hann var að hörfa frá með hendur upp yfir höfði. Ég , bróðir minn og mágkona ætluðum að ganga hring í kring um Alþingishúsið á leið okkar af svæðinu, við klöppuðum á nokkra glugga og ég kallaði "vakna" svona eins og þegar ég vek syni mína og sonarsyni.
Lögreglu dreif að og einn lögregluþjónninn tók í hönd bróður míns og stjakaði honum frá glugganum.
Mér fannst ég kannast við lögreglukonuna sem var á eftir honum og viti menn það var systurdóttir mín.
Þannig að það varð úr þessu eins konar ættarmót.
Ísland í dag!
--
Hvað um það ég fór EKKI niður á Austurvöll þennan dag 20. janúar 2009 til að vekja upp Finn Ingólfsson og hans spillingarlið. (Einhver talaði um Frankenstein þegar Samfylkingin komst í stjórn en hvað er þetta þá?)
Því finnst mér sigurhátíð Radda fólksins dálítið vanhugsuð og ég mun ekki mæta á Austurvöll undir þeim formerkjum að dansa stríðsdans vegna þess að hafa vakið upp spillingu allrar spillingar á Íslandi!
![]() |
Geir óttast sundrung og misklíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.1.2009
Það er enginn sigur unnunn! Af visi.is
Boða til sigurhátíðar á Austurvelli í dag
Raddir fólksins halda sinn sautjánda mótmælafund klukkan 15:00 á Austurvelli í dag. Í tilkynningu frá samtökunum er boðað til sigurhátíðar að þessu sinni þó enn eigi eftir að skipta út stjórn Seðlabanka Íslands.
Í sautján vikur hafa Raddir fólksins barist gegn flokksræði og siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Tugþúsundir Íslendinga hafa flykkst á Austurvöll til að knýja fram virkt lýðræði og nýja stjórnarskrá. Með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hefur okkur tekist að ná glæsilegum áfangasigri. Ein óvinsælasta stjórn Íslandssögunnar er fallin, boðað hefur verið til kosninga og búið er að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum," segir í tilkynningu frá samtökunum.
Eftir er þó lokavígi landráða og valdagræðgi í íslenskri flokkspólitík. Stjórn Seðlabankans situr enn. Þeir vanhæfu einstaklingar sem þar sitja verða að víkja tafarlaust og sæta ábyrgð fyrir embættisafglöp."
Ávörp á Austverlli í dag flytja þau Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Katrín Snæhólm Baldursdóttir listakona og Viðar Þorsteinsson heimsspekingur.
Fundarstjóri verður sem fyrr í höndum Harðar Torfason
--
Nú er ég reið. Hvaða helvítis sigur er unnunn? Finnur Ingólfsson?
Við erum ekki sátt við ástandið Hörður Torfason og Raddir fólksins.
Hér ríkir glundroði og óvissa í boði Sjálfstæðisflokksins og þess flokkakerfis sem við búum við.
Lifi lýðveldisbyltingin, það er það sem þjóðin vill í dag!
Nýtt lýðveldi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 31.1.2009
"Púkinn á fjósbitanum!"
Einkennileg staða í boði Sjálfstæðisflokksins sem sinnti ekki sínum verkum er komin upp.
Samfylkingin tættist í sundur í veikindum formannsins.
Vinstri Grænir bitu á agnið.
Frjálslyndir fá ekki að vera með.
Framsókn situr eins og "púkinn á fjósbitanum" og hefur allt í hendi sér.
Góð staða?
Maður spyr sig.......
![]() |
Stjórn mynduð í dag eða á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 30.1.2009
Hagfræðingar í málið.
Ég vona að það sé rétt að hagfræðingar séu að yfirfara tilögur að stjórnarsáttmála.
Framsóknarflokkurinn setur sífellt fleiri skilyrði og tefur málið.
Kannski er formaðurinn að "stimpla" sig inn en þegar ég hef það í huga að þessi sami Sigmundur Davíð kom fram með miklu offorsi strax eftir bankahrunið og sagði að við mættum engan tíma missa þar sem eigur þjóðarinnar væru að brenna upp.
Skýtur það skökku við að hann sé nú flöskuhálsinn í að mál fái skjóta afgreiðslu.
Mikil er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í málinu að hafa siglt þjóðarskútunni í stand og komið síðan í veg fyrir að losa hana af standstað með því að þverskallast við að taka á málum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.
Ég skrifa þessa stjórnarkreppu fyrst og fremst á "mína menn" í þeim flokki. Vegna þess að ég kaus þá þá geri ég mestar kröfur á þá. Þeir brugðust mér.
Þeir kölluðu þetta yfir þjóðina með slælegum vinnubrögðum.
Auðvitað átti að taka á málinu með afsögnum þeirra sem báru ábyrgð.
Það var grundvallarskilyrði fyrir því að endurreisn og uppbygging gæti hafist.
Nú hefur Framsóknarflokkurinn keflið og notfærir sér neyð þjóðarinnar sér til framdráttar.
Þökk sé Sjálfstæðisflokknum!
Lifi lýðveldisbyltingin.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 30.1.2009
Maður spyr sig
![]() |
Hugnast norska krónan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 30.1.2009
"Framsóknarhækjan"
Framsóknarhækjan er látin duga.
Við skulum vona að það reynist nýrri ríkisstjórn happadrjúgt.
Ég hef ákveðnar efasemdir um gang mála og þá sérstaklega þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn virðist hafa öll tögl og hagldir í þessari minnihlutastjórn.
Kannski er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því og kannski er Framsóknarflokkurinn í fullri einlægni að taka til í eigin ranni.
Eitthvað hugsa ég að það sé þó erfitt fyrir flokk með langa sögu og rótgróin og spillt tengsl víða í samfélagið að umbreytast í "móðir Teresu" á einni nóttu.
Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt Guðjóni Arnari í stjórnarandstöðu á komandi "kjörtímabili" sem mun væntanlega standa alveg fram í endaðan apríl eða byrjum maí.
Það mun mest mæða á Framsóknarflokknum í þessu samstarfi og því hvað hann er tilbúinn að leggja nafn sitt við.
Framsókn er í framsókn þar til annað kemur í ljós.
![]() |
Frjálslyndir ekki með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 30.1.2009
Ný ríkisstjórn í dag getur hún breytt einhverju?
Það er spurningin...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 30.1.2009
Össur búin að fella ríkisstjórnina-fyrirfram
Það verða ekki gefnar fleiri yfirlýsingar fyrr en ríkisstjórnin verður kynnt sagði Steingrímur.
Hótfyndni Össurar um að ef einhver komi út af fundinum þá sé búið að reka hann úr ríkisstjórninni kemur kannski í beinu framhaldi af yfirlýsingu hans fyrr í vetur þar sem hann kom af ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum.
Þá sagði hann "lifi byltingin".
Mér fannst það gott hjá honum og gaf tóninn fyrir áframhaldandi mótmæli gegn þeirri ríkisstjórn sem Össur sat þá í.
Orð Össurar nú má kannski túlka sem svo að málin séu eldfim og viðkvæm.
Menn taka sig nefnilega mis alvarlega.
Það er greinilegt að ýmsar yfirlýsingar Össurar og co hafa farið fyrir brjóstið á Steingrími og co.
Ég furða mig á einu og það er það að formaður flokks (Steingrímur) taki það í mál að aðili úr örum flokki sem ekki er formaður hans fái forsæti í ríkisstjórninni?
Samfylkingin er í molum og VG heldur lífinu sem Sjálfstæðismenn blésu í "Frankenstein" með því að leggja óflekkað nafn sitt og mannorð að veði á þann hátt sem þeir nú gera.
Skýtur það ekki skökku við?
![]() |
Ríkisstjórnin kynnt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 30.1.2009
Að hrökkva eða stökkva
Nú er að hrökkva eða stökkva.
Við verðum að setja gott fólk í samningaviðræðurnar. Fólk sem segir nei og meinar nei en ekki fólk sem segir nei en gerir já.
Standa vörð um auðlindir okkar og umfram allt fara að hlíta reglum öðrum en geðþóttaákvörðunum misvitra pólitíkusa sem hafa plantað sér víða í íslenska kerfinu.
Það er spurning hvernig nýtt lýðveldi passar inn í þessa umræðu.
Við verðum að skoða þennan möguleika og ætla okkur stað meðal þjóða.
Nýtt lýðveldi getur komið sterkt inn í bandalag Evrópuþjóða.
Verst með flugeldana.............
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 29.1.2009
Ég er alveg speakless-bian.
Hvað er þetta með kynhneiðg og fjölmiðla víða um heim?
Hvað er svona merkilegt við kynhneigð?
Er hú eitthvað merkilegri en kyndeyfð?
Allir þessir gömlu kallar sem sinna þessu embætti um allan heim eru vafalaust með ristruflanir.
So what?
![]() |
Jóhanna vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)