sun. 1.2.2009
Skref í átt að nýju lýðveldi
Ég lít á þetta sem skref í átt að nýju lýðveldi.
Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem ljáði máls á sérstöku stjórnlagaþingi til að fara yfir og uppfæra stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins. Jóhanna flutti frumvarp til laga um það árið 1995.
Því hlýtur það að vera henni kærkomið að vera nú í aðstöðu til að hrinda því í framkvæmd.
Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af núverandi flokksræði og pólitískum "barbabrellum", það veit Jóhanna fullvel.
Þjóðin vill ekki einungis uppfæra gömlu stjórnarskrána nú. Þjóðin vill stofna nýtt lýðveldi með nýja stjórnarskrá og gjörbreytt kosningaumhverfi.
Með því að Jóhönnu tími er komin hlýtur einnig tími þjóðarinnar að vera komin.
Ég óska Jóhönnu velfarnaðar í starfi og ég hlakka til að kjósa fólk á stjórnlagaþing og leggja þannig grunn að nýju og mannvænlegra Íslandi.
![]() |
Skjaldborg slegið um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 1.2.2009
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 1.2.2009
Hefnd Ingibjargar?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er pólitíkus fram í fingurgóma. Þegar hún varð undir í sínum flokki meðan hún var í aðgerð vegna heilaæxlis í Svíþjóð varð hún að hugsa málið upp á nýtt.
Hún kom heim og reyndi að laga stöðuna í þeim "björgunarleiðangri"sem hún var í miðjum með Geir H. Haarde. Þegar það gekk ekki stakk hún upp á Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherraembætti í stað Geirs. Sagði Samfylkinguna vilja annast verkstjórnina.
Þetta gerði hún í stað þess að leggjast inn á sjúkrahús eins og læknar hennar höfðu mælt fyrir um.
Síðan sneri hún sér að Vinstri Grænum og bauð fram Jóhönnu.
Það er í þessum skrifuðu orðum að verða að veruleika með því að Framsóknarflokkurinn verji þau falli.
Það boð Framsóknarflokksins kom reyndar áður en fyriir ríkisstjórn féll.
Þetta boð Ingibjargar um Jóhönnu í forsæti ber þess keim að Ingibjörg sé að ná sér niðri á samstarfsfólki sínu í Samfylkingunni sem snerist gegn henni í erfiðum veikindum hennar og einnig að setja Jóhönnu "til höfuðs" Steingrími Sigfússyni en milli þeirra Steingríms og Ingibjargar hefur neistað í undanfarinni stjórnartíð Ingibjargar.
Það hafa ekki verið ástarneistar.
Agnes Bragadóttir fjallar um málið í Morgunblaðinu í dag í pistlinum "Agnes segir".
--
Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um veikindi ráðamanna og það hvort þeir einir séu dómbærir á það hvort þeim ber að hlíta læknisráði og vera í veikindaleyfi og dvelja á sjúkrahúsi?
Þarna eru gríðarlegir þjóðarhagsmunir í veði og veikir ráðamenn geta gert slæm mistök á kostnað þjóðarinnar.
![]() |
Ingibjörg á Bessastaði í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.1.2009
Nýtt lýðveldi mun rísa senn
Ég tek undir það með fleirum að ég vona innilega að þetta sé síðasta ríkisstjórn þess flokkakerfis sem við búum við í dag.
Íslendingar eiga skilið að spilin verði stokkuð og það verði gefið upp á nýtt.
Við höfum á fjögurra ára fresti þolinmóð hlustað á sömu flokkana með örfáum nafnabreytingum, halda sömu ræðurnar og kosið eftir okkar bestu sannfæringu. Svo eftir kosningar fáum við samsull af einhverju sem við alls ekki viljum sjá.
(Það gætir nefnilega misskilnings meðal VG og vistri arms hinna flokkanna að pottaglamrið hafi verið til að koma þeim til valda. Þeir munu senn súpa seiðið af því hve fljótfærir þeir voru að álykta sem svo).
Ég styð það að ráðist verði í gagngerar breytingar á stjórnarskránni og að tekið verði upp annar háttur á því að velja okkur mannskap til að stjórna landinu.
Að þjóðin sem er lögð af stað með pottum og pönnum gefist ekki upp á miðri leið.
Að þetta gamla og lúna og spillat flokkskerfi verði lagt af í núverandi mynd.
Að stjórnsýslan verði færð nær fólkinu sem hún þjónar.
Að Ísland standi aftur í báða fætur.
Að við getum aftur sagt með stolti "ég er Íslendingur"!
![]() |
Lofum engum kraftaverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.1.2009
Svooooo sætur
Ég fékk nú bara í hnén á hippaballinu á Ketilási s.l. sumar þegar hann mætti.
http://ketilas08.blog.is/album/ketilas_myndir_fra_gudnyju_g/image/620348/
Ég held að þar fari vandaður maður og ég vona að flokknum takist að vinna í sínum málum. Það er ærið verkefni og Bjarni hefur sýnt það og sannað að hann hefur þá festu sem þarf til að stýra flokknum.
Það verður spennandi að sjá hvort fleiri gefa kost á sér í starfið.
Ég tel að nú eigi þjóðin að fara í það verkefni að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi.
Best væri að allir flokkar væru samstíga þjóðinni í því.
Síðan er hægt að fara að vinna saman því þá verður vonandi komið það traust sem þarf.
Flokkakerfið er hrunið eins og það er í dag. Rúið trausti.
Horfumst í augu við það og byggjum upp sanngjarnt kerfi saman.
![]() |
Bjarni staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 31.1.2009
Stóð það ekki alltaf til?
Ég veit kki betur en Framsóknarflokkurinn hafi tilkynnt hvaða stjórn flokkurinn vildi fá og svo telur fomaðurinn sig vera að segja fréttir þegar flokkurinn hyggst standa við stóru orðin.
Þvílíkt sjóarspil!
Eða var Samfylkingin nærri búin að klúðra þessu?
Svo er bara að sjá hvort slilyrði Framsóknar hafa verið uppfyllt.
Ef svo er ekki þá fellur stjórnin um sjálfa sig á þriðja degi (mín spá).
![]() |
Framsókn ver nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.1.2009
Hættið bullinu og farið að vinna
Það er þó bót í máli að Framsókn hafði vit á að fá Jón Daníelsson og Ragnar Árnason til að meta aðgerðaáætlunina.
Þeir dæmdu hana óhæfa.
Hvað svo???
![]() |
Hlé gert til að ræða málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta fer að verða spennandi.
Uppi eru raddir um að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur freisti þess að mynda meirihlutastjórn.
Davíð Oddson á leið í forsætisráðuneytið?
Þá fáum við fyrst að vita hvar "Davið keypti ölið"....
Nú er gaman að fylgjast með.
Ég er ekki sammála Geir H. Haarde í þessu. Það getur þó vel verið að einstaklingar innan Samfylkingarinnar hatist út í Davíð Oddsson seðlabankastjóra vegna gamalla og nýrra væringa í pólitík.
Það sýnir einungis og sannar hversu arfavitlaust það er að skipa afdankaða pólitíkusa í það embætti.
Pólitíkusa sem hafa ekki nauðsynlega þekkingu til að bera í þetta mikilvæga starf.
Það segir bara hve veikt það er að hafa þann háttinn á þegar Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki "rörað við" seðlabankanum af ótta við endurkomu Davíðs í stjórnmálin.
Þetta hefur ekkert meira með Samfylkinguna að gera en Sjálfstæðisflokkinn eða þjóðina.
Þjóðin vill einfaldlega að menn sæti ábyrgð á þeim hrapalegu mistökum sem þeir gerðu.
Davíð er einn af þeim.
![]() |
Geir: Stjórnuðust af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.1.2009
Hvenær verður kosið?
Það vekur athygli að hvergi er minnst á kosningar eða dagsetningu fyrir þær?
![]() |
Stjórnin mynduð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |