fim. 29.1.2009
Nýr bloggvinur eask
Nýr bloggvinur hefur bankað upp á Einar Áskelsson heitir hann.
Hann segir á bloggi sínu að hann muni ekki verða ærumeiðandi né gera grín að öðrum.
Þess vegna samþykkti ég hann. Spéhrædd sem ég er (not).
Velkominn í bloggvinahópinn Einar Áskelsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fim. 29.1.2009
Það er gaman að mótmæla
Ég held ég mæti bara á laugardaginn líka!
Ég tel að þessi ríkisstjórn sem nú sest á valdastólana sé þegar farin að slá af kröfum sínum
Þau segjast ekki hafa mikinn tíma á sama tíma og þau gagnrýna harðlega fráfarandi ríkisstjórn og sjálf sig (með réttu) fyrir seinagang.
Síðan bankarnir hrundu hefur lítið gerst sem sýnilegt er almenningi.
Enginn tekið ábyrgð fyrr en á síðustu metrunum og þjóðinni sýndur hroki.
Ný ríkisstjórn má heldur ekki draga til baka ákvörðun um hvalveiðar. Í öllu atvinnuleysinu eigum við að styðja við innlenda atvinnuvegi og sjálfbæra nýtingu okkar auðlinda.
Það er enginn að tala um neina ofveiði.
Það er gaman að mótmæla og ég mun tromma með á laugardaginn.
![]() |
Mótmælt við stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 29.1.2009
Steingrímur segi NEI við Ice Save
Það besta sem getur gerst núna er að Steingrímur J. segi nei við Ice Save dellunni.
Segðu nei nei nei og aftur nei Steingrímur.
Þú ert hvort eð er NEI maðurinn!
Þó svo að önnur ríkisstjórn komi eftir þrjá mánuði þá gefur það tóninn fyrir sanngjarna samninga en ekki nauðungasamninga eins og Evrópusambandið hafði í frammi gagnvart okkur. Eins og Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún lögðust á bakið fyrir.
Framsóknarflokkurinn er lunkinn við að koma sér í gríðarlega valdaaðstöðu.
Nú er nóg fyrir Sigmund Davíð að gretta sig lítillega þá fær hann allt sitt fram hjá komandi ríkisstjórn.
Hvernig ætlar Jóhanna að tækla það?
![]() |
Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mér sýnist ef ég er neikvæð að ný ríkisstjórn muni fara fram úr sjálfri sér og glata trausti á fyrstu metrunum.
Ef ég er jákvæð þá er þessi krafa Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing skref í átt að breytingum.
Ég dreg þó í efa að Framsóknarflokkurinn sé með brennandi lýðræðisþörf þjóðarinnar í huga eða þann eindregna vilja hennar að leggja niður flokkaveldið.
Þjóðin er nefnilega vöknuð og við munum ekki una öðru en Lýðræðisbyltingu.
Hegðun allra stjórnmálamanna í öllum flokkum kallar á hana.
![]() |
Samþykkja stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 29.1.2009
Davíð er eftir allt saman góði gæjinn!
Það er greinilega mikill misskilningur að Davíð sé til óþurftar.
Hann vill nú skyndilega lækka stýrivexti. Stýrivexti sem hann skrúfaði upp vil litlar vinsældir áður en IFM kom til skjalanna.
Hvernig má það vera að maðurinn sem felldi ríkisstjórnina fær nú ekki að lækka stýrivextina fyrir samningi sem ríkisstjórnin fráfarandi gerði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Eitt er víst að það eru ansi oft höfð endaskipti á hlutunum þessa dagana.
![]() |
Vildu lækka vexti en ekki IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 29.1.2009
Stýrivextir enn 18%
Þrátt fyrir að látið hafi verið í það skína að stýrivextir myndu lækka hratt eftir áramótin hefur það ekki gerst.
Hver svo sem ástæðan er þá er þessi staða alveg afleit.
Fyrirtæki eru að kikna undan byrðinni og þola ekki nokkra daga í viðbót hvað þá mánuð eða meira.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kvað skýrt á um það að hann blandi sér ekki í pólitík í þeim löndum sem hann aðstoðar. Nú gefur hann upp þá ástæðu að það sé ekki unnt að lækka stýrivexti vegna óvissu í stjórnmálaástandinu á Íslandi.
Auðvitað eru þessi mál öll sömul ekki auðveld viðfangs og það er afleitt að landið okkar sé komið í þá stöðu aftur að vera undir nálarauga annars ríkis eða annarra ríkja.
Við erum svona eins og krakkarnir á gæsluvöllunum!
Áður en þeim var lokað.......
![]() |
Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 29.1.2009
STJÖRNUSPÁ
Davíð, ég og Ingibjörg.....

fim. 29.1.2009
Óbreytt ástand
Það var viðbúið að engar breytingar yrðu nú.
Ég vona að ný stjórn nái betri tökum á málinu.
Þetta getur varla versnað?
Eða?
![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 29.1.2009
Æðislegur snjókarl
Mig klæjaði einmitt í puttana að gera snjókarl í dag.
Ég kunni bara ekki við það þar sem ég var ein úti á gangi með kött í bandi og barnabörnin á leikskólanum.
Kannski tekst að hrinda því í framkvæmd um helgina?
Til hamingju strákar með þennan glæsilega snjókarl!
![]() |
Þriggja metra snjókarl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég undrast mjög þann fréttaflutning sem dynur á okkur nú þegar landið er að sökkva.
Karp um kosningadag, rígur um ráðherraembætti og lesbískur forsætisráðherra virðist vera aðalmálið hjá blessuðum fréttastofunum sem nota bene leitast við að endurspegla það sem er efst á baugi hjá flokkunum sem eiga í viðræðum um stjórnarmyndun.
Hver sér um upplýsingagjöf fyrir hönd þeirrar ríkisstjórnar nú sem er í burðarliðnum?
Greinilega ekki neinn fagmaður!
Svo er forsetinn af og til að senda pílur í stað þess að lúta vilja þjóðarinnar sem krafist hefur þjóðstjórnar eða utanþingsstjórnar undanfarnar vikur og mánuði.
Er okkur ekki viðbjargandi?
![]() |
Nær Evrópu með Vinstri grænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |