Þetta verður forvitnilegt

Geir H. Haarde heldur ótrauður áfram og er bara flottur í þessu "setti".

Þegar ég arkaði niður á Austurvöll þann 20. janúar var það vegna þess ótrúlega hroka sem ríkisstjórnin sýndi þjóðinni með því að vera mánuð í jólaleyfi og setja svo á dagskrá sem fyrsta mál hvort leyfa ætti áfengi í maltvöruverslunum.

Þá var mælirinn fullur hjá mér.

Bróðursonur minn var handtekinn í fyrstu lotu þar sem hann var að hörfa frá með hendur upp yfir höfði. Ég , bróðir minn og mágkona ætluðum að ganga hring í kring um Alþingishúsið á leið okkar af svæðinu, við klöppuðum á nokkra glugga og ég kallaði "vakna" svona eins og þegar ég vek syni mína og sonarsyni.

Lögreglu dreif að og einn lögregluþjónninn  tók í hönd bróður míns og stjakaði honum frá glugganum.

Mér fannst ég kannast við lögreglukonuna sem var á eftir honum og viti menn það var systurdóttir mín.

Þannig að það varð úr þessu eins konar ættarmót.

Ísland í dag! 

 --

Hvað um það ég fór EKKI niður á Austurvöll þennan dag 20. janúar 2009 til að vekja upp Finn Ingólfsson og hans spillingarlið. (Einhver talaði um Frankenstein þegar Samfylkingin komst í stjórn en hvað er þetta þá?)

Því finnst mér sigurhátíð Radda fólksins dálítið vanhugsuð og ég mun ekki mæta á Austurvöll undir þeim formerkjum að dansa stríðsdans vegna þess að hafa vakið upp spillingu allrar spillingar á Íslandi! 

 


mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband