Kærleikskorn

Minni á sýninguna okkar Möggu systir í Norðurporti á Akureyri.  Erum einnig með galleríið þar þessa helgi.

Kærleikskorn.

 Dró eitt úr bunkanum.  Það hljómar svona.

Það fyllir mig innri friði að treysta á minn æðri mátt.

Svo kemur spakmæli afmælisdagsins míns.

Horfðu....

.....til baka á það sem þú hefur

nú þegar komið til leiðar.

...upp og trúðu því að

himinninn verði heiður.

...niður til að vera viss um að

þú farir réttu leiðina.

...fram á við og krefstu sigurs

yfir sérhverri hindrun.

 

Kærar kveðjur í allar áttir!  InLove


Systrasýning í Norðurporti

Við Magga systir ætlum að halda systrasýningu í Norðurporti á Akureyri og opnar hún um helgina.

Sýningin samanstendur af myndverkum okkar systra, aðallega olía á striga.

Hlakka til að sjá sem flesta.

DSC00950

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er eftir mig, er olía á striga og heitir "Útverðir", kisan Mímí fylgist með ferðum fuglanna á myndinni! Wink 


Heilsan og lífið

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að draga mig til hlés í ákveðnu verkefni sem ég tók þátt í að koma á laggirnar.

Ástæð þess að ég dró mig til baka var sú að ég fékk slæmar aukaverkanir af nýju lyfi sem ég fékk við MS sjúkdóminum.  Tysabri heitir það.

Verkefnið heitir Krossgötur og er heilsuverkefni um heildrænt detox á Hótel Glym í Hvalfirði.

Ég er í dag afar sátt við ákvörðun mína.  Það að gera sér grein fyrir því að heilsan þarf að hafa forgang er nauðsynlegt öllum og sérstaklega þegar maður er í stöðugri "varnarbaráttu" eins og ég hef verið í undanfarin ár.

Baráttu þar sem sigrarnir eru smáir ef einhverjir er það vörnin sem gildir.

Liður í þeirri varnarbaráttu hefur einmitt verið að fara í detox til Póllands og fagnaði ég því að geta veitt aðstoð við að koma meðferðinni í Hvalfjörðinn. 

Ég óska Krossgötum alls góðs og vona að þau sem sækja námskeiðin í Hvalfirðinum fái að upplifa það jákvæða sem ég hef upplifað eftir mínar Póllandsferðir. 


Hvað gerir Evrópusambandið í þessu?

Flokkarnir sem "sátu í festum" í kosningabaráttunni, Samfylking og Vinstri Grænir, geta ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut eftir kosningar.

Á meðan renna verðmæti fólks frá því í óstöðvandi straumi sem sífellt þyngist.  Við vitum að það má ekki dragast að henda björgunarhring til drukknandi manns.  Fyrrnefndir flokkar láta eins og þeir sjái ekki neyðina en eru þess í stað að rexa um aðild að Evrópubandalaginu meðan sífellt fleiri hér heima verða undir í baráttu sinni fyrir lífinu.

Ég tel að algert úrræðaleysi þeirra sé nú þegar orðið lýðum ljóst.

Ég tek undir með Atla Gíslasyni þingmanni VG sem kallar eftir þjóðstjórn.

Þjóðstjórn þar sem allir flokkar vinna saman sem einn að því að þessi þjóð rétti úr kútnum. 

Úr því sem komið er getum við ekki horft upp á pólitíkusa bítast innbyrðis um einskisverða hluti eins og völd.

Við viljum sjá árangur og við viljum sjá hann NÚNA Jóhanna Sigurðardóttir! 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru verkalýðsleiðtogarnir í "búsáhaldabyltingunni"?

Ég velti fyrir mér stöðu verkalýðsins á Íslandi og hvernig baráttan hvarf í "græðgivæðingunni" svokölluðu. Forkólfar þeirra flokka sem kenna sig við jöfnuð og telja sig vera málsvara lægst launuðu stéttanna höfðu hæst um þessa græðgivæðingu.

Forystumenn verkalýðsfélaganna létu lítið á sér kræla eftir bankahrunið. 

Þeir virtust vera alveg uppteknir við að bjarga verðmætum sínum eða verja ofurlaun sín.

Þeir stóðu alla vega ekki í eldlínunni á Austurvelli og skipulögðu mótmælin.

Það segir alla söguna af stöðu verkalýðsbaráttu á Íslandi að listamenn eins og Hörður Torfason urðu að taka það að sér.

Nú 1. maí marsera þeir í kröfugöngum og gera m.a.s. hlé á stjórnarmyndunarviðræðum.

Hvar voru þeir allir á meðan "Róm" var að brenna? 


mbl.is Kröfugangan lögð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónnapólitík eða hagsmunapólitík?

Kjósendurnir VIÐ erum búin að finna leið til að láta skoðun okkar á mönnum og gjörðum þeirra í ljós.

Við strikum þá út!

Mér finnst athyglisvert hve vel meðvituð við erum orðin um þessa leið og hve við erum njörvuð niður í flokksræðið að gera þetta í stað þess að fylkjast bak við hreyfingu eins og Borgarahreyfinguna.

Hreyfingu sem spratt upp úr Búsáhaldabyltingunni.

Hreyfingu sem iðar af lífi alveg frá grasrót og inn á þing.

Það er einnig athyglisvert og skiljanlegt hve þau sem voru í ríkisstjórn fá fleiri "gúmoren" en aðrir.

Mér finnst alveg fullkomlega eðlilegt að menn og konur sem hafa orðið uppvísir að því að þiggja peninga í stórum síl af fyrirtækjum séu strikuð út.  Sjálfsagt mál.

Hins vegar finnst mér umhugsunarefni að hugsjónapólitíkus eins og Kolbrún Halldórsdóttir, sem er trú sinni sannfæringu jafnvel rétt fyrir kosningar, fái sömu meðferð? 

Nú er ég enginn sérstakur stuðningsmaður hennar en ég velti því fyrir mér hvort við séum orðin samdauna þessari "hvítu lygi" eða bara haugalygi sem pólitískir forsvarsmenn flokkanna nota svo óspart og nánast grímulaust í kosningabaráttu.

Sama gildir um Þráinn Bertelsson sem sagði hreinskilnislega að hann myndi ekki afsala sér heiðursverðlaunum.  Þetta sagði hann FYRIR KOSNINGAR!

Góðu fréttirnar eru þær að við kjósendur erum að vakna til vitundar um það að við getum haft áhrif.

Bæði með búsáhöldum og blýöntum! 

 


mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg afstaða VG og Samfylkingar

Ég get ekki orða bundist vegna afstöðu VG og Samfylkingar í stjórnarmyndun.

Þessir flokkar telja sig vera lýðræðið uppmálað.

Meðlimir þeirra gengu um á Austurvelli og hvöttu fólk til dáða í Búsáhaldabyltingunni.

Nú hefur skilgetið afkvæmi þeirrar byltingar "Borgarahreyfingin" komið fjórum mönnum inn á þing.

Báðir þessir lýðræðissinnuðu flokkar eru svo sjálfumglaðir og uppteknir af "eigin ágæti" að það hvarflar ekki einu sinni að þeim að bjóða Borgarahreyfingunni að koma að þessum viðræðum með sér.

Fólkinu sem barði pottana og pönnurnar, fólkinu sem gerði byltinguna.  

Þetta segir mér að þau í VG og Samfylkingu halda að þau hafi sjálf  gert byltinguna!

Ég mátti til með að benda á þetta þar sem mér finnst það skjóta mjög skökku við hve þau sem töluðu svo fjálglega um lýðræði og vilja "þjóðarinnar" fyrir kosningar eru fljót að gleyma þegar þau hafa sjálf komist til valda.


Erfitt mál

Þetta virðist ætla að verða erfitt mál.

Kannski ættu þau að mynda stjórn og leggja Evrópumálið einfaldlega fyrir þingið!

Það myndi auka þingræðið. Wink 


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna reynir að sveifla "Skallagrími"

Það verður að koma í ljós hvernig það mun ganga hjá Jóhönnu að sveifla Steingrími J. Sigfússyni í Evrópusambandsumræður.

Mér fyndist nú dálítið mikið svindl ef þau mynda svo stjórn til þess eins að kjósa um það hvort við eigum að sækja um aðild.

Samfylkingin lagði það ríka áherslu á Evrópumálin að henni er ekki stætt á því meðan tveir aðrir flokkar, sem eru Framsókn og Borgarahreyfing vilja sækja um og unnt er að mynda stjórn með þeim og Samfylkingu.

Þetta skýrist allt og nú kemur loks í ljós hvað við vorum að kjósa! 

 


mbl.is Umboð til stjórnarmyndunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki Jóhönnu

Ég upplifði Jóhönnu mög hrokafulla í þeim samtölum sem ég sá hana í, í nótt og í dag.

Kannski hefur þessi sigur hennar flokks stigið henni til höfuðs.

Mér brá í brún þegar ég sá valdhrokann sem gneistaði af henni og hvernig hún reyndi að gera lítið úr öðrum formönnum sem voru í viðtalsþáttum með henni.

Dramb er falli næst svo ég held að Jóhanna Sigurðardóttir eigi eftir að læra þá lexíu eins og Geir H. Haarde o.fl. hafa  þurft að gera á undanförnum vikum og mánuðum.

Það er verst að þessi skóli er dýr fyrir þjóðina sem bíður eftir lausnum.

Við höfum engan áhuga á því að setja fleiri einstaklinga á einhvern ýmindaðan stall Jóhanna Sigurðardóttir. 

Vald spillir.

Það spillir greinilega heilög Jóhanna! 


mbl.is Getum valið úr öðrum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband