mán. 25.5.2009
Kílóin fjúka
Það er frábært að vera á heilsuhóteli hér í Póllandi og sjá kílóin fjúka dag frá degi. Við stöllurnar erum mjög ánægðar með allt hér og það er gaman að segja frá því að við erum teknar inn í hópinn hér á staðnum og virkilega látnar finna hve velkomnar við erum.
Við heimsóttum heiðurshjónin Szmytka Zigmund og Zofiu í dag og fengum yndislegt te, skemmtilegt spjall og meiri fróðleik um staðhætti og lífið hér í plássinu.
Við erum líka afar samstilltar og óhætt er að segja að okkur leiðist ekkert (vægast sagt). Við getum hlegið okkur máttlausar að viðburðum dagsins að kveldi.
Kílóin fjúka eins og fyrr segir og farin um sex af mér á þessari rúmu viku og þau máttu alveg missa sig.
Nuddið afstaðið í dag og á morgun kemur nýr dagur með nýjum ævintýrum.
lau. 23.5.2009
Heimilislegt

Okkur systrunum og ferðafélaga okkar henni Rósu líður afar vel hér á U Zbója og erum ánægðar með árangur dvalarinnar, so far so good.
Fórum "í bæinn" í dag eftir hressandi morgunnudd og skoðuðum okkur um. Ég vann því miður ekki í pólska lottóinu en ég keypti miða í því í síðustu viku.
Ég hefði lagt það inn á bók hér og keypt mér síðan hús hér í "línunni" upp að litlu búð. Kannsi við hliðina á Szmytka vini okkar eða konsúlnum. Það væri ekki ónýtt að eiga dvalarstað hér og geta fengið sér fæðið með reglulegu millibil og farið í nudd vikulega til að halda sér við.
Þetta samfélag heillar mig mikið og tilfinningin er eins og á Sigló forðum, nú eða á henni Djúpavík.
Á myndinni erum við með konsúlnum sem var mjög elskulegur og þau hjónin létu í ljós mikla ánægju með að sjá okkur hér af öllum stöðum.
Bestu kveðjur og vonandi verður helgin góð hjá okkur öllum.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 22.5.2009
Uppáhaldslag pabba
Hljómaði í nuddinu í dag ásamt öðrum gömlum og góðum lögum.
Áttum góðan dag og heimsóttum m.a. pólska konsúlinn á Íslandi hér í Póllandi sem er með sumarhús við hliðina á heilsuhótelinu.
Okkar frábæri borðfélagi Szmytca Zigmund dreif okkur í heimsókn til hans og konu hans sem eru yndislegt fólk.
Szmytca minnir mig mikið á Kambsbræður, hann er lítill og snaggaralegur maður, alltaf hlæjandi og stríðir okkur góðlátlega við matarborðið.
Hér koma svo Animals með lagið hans pabba, The house of the rising sun....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fim. 21.5.2009
Jak Sie Masz Kochanie
Ég er óðum að læra pólskuna og þessi nauðsynlega setning jak sie masz kochanie er klár......
.....sem þýðir auðvitað hvernig hefur þú það elskan.....
Hafið það gott kæru vinir og góðar stundir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.5.2009
Hálfskýjað á UZbója
Hér hefur verið sól og blíða í morgun í bland við ský. Við náðum klukkutíma sólbaði á grasflötinni hér fyrir framan íbúðina okkar í morgun.
Heilsan er höfð í fyrirrúmi og erum við á hraðri leið í sund seinni partinn og síðan er nudd og gufubað í kvöld.
Dr Boryz knúsaði mig í morgunmatnum í morgun og ég spurði hann ráða í sambandi við candita svepp sem ég þjáist af og dr. Borys mun meðhöndla það sérstaklega á föstudaginn.
Það er eitthvað hvítlauksdæmi sem hann mun fara með mér í gegn um.
Spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 19.5.2009
Nuddmúsikin í gær!
Erum staddar í Póllandi við systir Margrét og erum í detox prógrammi hér. Við skemmtum okkur prýðilega við að snæða hina ýmsu grænmetisrétti og njóta hins óvænta í þeim efnum.
T.d. kom það okkur á óvart hve hægt er að gleðjast mikið yfir þremur jarðarberjum i skál!
Þegar við höfðum samviskusamlega borðað súrglásina, rauðkálssúpuna og hvítálskássuna með hítlauksrifi út á nutum við jarðarberjanna í botn.
Auk þess er ánægjulegt hve kílóin fjúka hratt og hve styrkurinn eykst með degi hverjum.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.5.2009
The fairytale is true
"Stóri bróðir" tók að sé að halda keppnina fyrir okkur á næsta ári gegn því að við leyfðum honum að vinna Eurovision þetta árið.
Enda sagði Alexander Rybak að hann hefði kosið Ísland hefði hann getað.
Við hrepptum annað sætið í staðinn enda er keppnin eitt allsherjar samsæri.
Nú eru Norðurlöndin komin í klíkuna!
Heja Norge!
Til hamingju Ísland!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 13.5.2009
Í "boði"Alþjóðagjaldeyrissjóðsins"....
Lagið "Is it true" er einstaklega falleg melodía og vel flutt að Jóhönnu Guðrúnu.
Textinn á afar vel við aðstæður íslenski þjóðarinnar sem er nývöknuð upp af "pappírsfylleríi" þar sem seðlar voru bara seðlar og nutu lítillar virðingar.
"Útrásarvíkingarnir" æddu áfram og "keyptu" allt sem þeir girntust og allt hitt líka. Síðan gáfu þeir bara "pabba" allan "afganginn".
"Is it true? Is it ower? Did I throw it away? O.s.frv.
Áfram Ísland! Okkar tími er kominn!
Nú getum við kinnroðalaust haldið keppnina að ári í "boði" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
![]() |
Óttast Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 12.5.2009
Leikskólaútskrift í dag...
Ég fékk að vera viðstödd útskriftarathöfn elsta barnabarnsins úr leikskólanum Lyngheimum í dag.
Það var mjög skemmtilegt og gaman að hlusta á krakkana syngja og horfa á þau dansa.
Ég náði þessu á video á myndavélinni minni og tók nokkrar myndir.
Nú tekur við grunnskólinn hjá honum Geir Ægi í haust en hann verður í leikskólanum fram að sumarfríi.
Takk fyrir að fá að vera með.
sun. 10.5.2009
Myndir af sýningunni í Norðurporti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)