Hugsjónnapólitík eða hagsmunapólitík?

Kjósendurnir VIÐ erum búin að finna leið til að láta skoðun okkar á mönnum og gjörðum þeirra í ljós.

Við strikum þá út!

Mér finnst athyglisvert hve vel meðvituð við erum orðin um þessa leið og hve við erum njörvuð niður í flokksræðið að gera þetta í stað þess að fylkjast bak við hreyfingu eins og Borgarahreyfinguna.

Hreyfingu sem spratt upp úr Búsáhaldabyltingunni.

Hreyfingu sem iðar af lífi alveg frá grasrót og inn á þing.

Það er einnig athyglisvert og skiljanlegt hve þau sem voru í ríkisstjórn fá fleiri "gúmoren" en aðrir.

Mér finnst alveg fullkomlega eðlilegt að menn og konur sem hafa orðið uppvísir að því að þiggja peninga í stórum síl af fyrirtækjum séu strikuð út.  Sjálfsagt mál.

Hins vegar finnst mér umhugsunarefni að hugsjónapólitíkus eins og Kolbrún Halldórsdóttir, sem er trú sinni sannfæringu jafnvel rétt fyrir kosningar, fái sömu meðferð? 

Nú er ég enginn sérstakur stuðningsmaður hennar en ég velti því fyrir mér hvort við séum orðin samdauna þessari "hvítu lygi" eða bara haugalygi sem pólitískir forsvarsmenn flokkanna nota svo óspart og nánast grímulaust í kosningabaráttu.

Sama gildir um Þráinn Bertelsson sem sagði hreinskilnislega að hann myndi ekki afsala sér heiðursverðlaunum.  Þetta sagði hann FYRIR KOSNINGAR!

Góðu fréttirnar eru þær að við kjósendur erum að vakna til vitundar um það að við getum haft áhrif.

Bæði með búsáhöldum og blýöntum! 

 


mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið vildi ég óska að fólk væri ekki svona andstyggilegt við hana Kolbrúnu - held að margir séu hreinlega ekki meðvitaðir um hve mikið hún hefur lagt á sig til að verja landið okkar og sem og mannréttindi.

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

sem og átti að standa þarna:)

Birgitta Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 18:10

3 identicon

Kolbrún er búin að vera eins og límd við þingsætið sitt áratugum saman. Það er óþolandi hvað sumt af þessu liði hangir þarna árum saman. Það er hræðilega erfitt að losna við þessa þaulsætnu menn sem komast alltaf í efstu sæti listanna og ekki séns að losna við þá. Svo koma þessir karlar og segjast leggja verk sín í dóm kjósenda, en málið er að ef einhver vill hegna viðkomandi fyrir, þá er það yfirleitt neðsti maður á sama lista sem tekur fallið. Óþolandi.

Valsól (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Starfandi ráðherra í ríkisstjórn sem fer í prófkjör í sínu kjördæmi fyrir sinn flokk & hafnar þar í fimmta sæti á að hugsa sinn gang.

Þann stutta tíma sem hún hafði á sínum ráðherraferli nýtti hún á þann veg að þrátt fyrir að hafa verið færð upp í þriðja sætið, höfnuðu kjósendur VG henni & hennar verkum aftur & líklega kostaði hún flokkinn rúmann þingmann að auki.

Sorgleg en sönn saga.

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 22:52

5 identicon

Kolbrún er einmitt hreinskilin og við vitum hvar við höfum hana. Þetta er hennar kostur. Hún má vita það að það eru margir sem bera virðingu fyrir henni, þó þeir séu henni ekki endilega sammála, en ég held að hún ljúgi ekki að okkur og það er gott!

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband