17. júní

Skilaði mömmu og pabba ljóðakveri Magga frænda í dag.  Ég hamaðist við að koma því í tölvutækt form í gær.  Pabbi ætlar að gefa Vesturfarasetrinu á Hofsósi það ásamt myndum og fleiri gögnum frá honum og Klöru systur þeirra.  Klara og Maggi voru hálfsystkin pabba.  Þau fluttu til Kanada upp úr 1920.  Klara gift Þórði Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn.  Nokkur ættbogi er komin af þeim.  Þau fluttu yfir landamærin til Bandaríkjanna og eru afkomendurnir búsettir þar.  Við höfum heimsótt þau og þau okkur.
Maggi frændi giftist aldrei.  Í ljóðum hans má lesa milli línanna um ást sem ekki gekk, trú og annað sem við vissum lítt af enda Maggi hlédrægur maður. Það var þó alltaf líf í augunum á Magga frænda.  Við skrifuðumst á við Maggi og eru bréfin hans mörg mjög skemmtileg.   
Við fórum svo í bíltúr og á kaffihús í tilefni dagsins. 

Ný bloggvinkona Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eða Vitale er húsmóðir í Stykkishólmi.  Tannsmiður að mennt.  Hún er áhugasöm um hitt og þetta eins og kemur fram á bloggi hennarWink .   Síðan hennar er bæði snotur og snyrtileg.  Kíkið á hana! Gaman að fá þig að bloggvin Anna Sigríður.

Afmæli Sollu

Solla systir á afmæli í dag.  Ekki fæst uppgefið um aldur hennar.  Hún er á besta aldri eins og við hin Sick.  Til lukku með daginn Solla systir.Wizard

Fyrirgefningin

Flest okkar forðast eiturefni sem við vitum að valda skaðlegum áhrifum. En við erum ekki mjög vandlát á þær hugsanir sem fara í gegnum huga okkar - né erum við meðvituð um eituráhrif sem þessar hugsanir hafa á líkama okkar.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Auðvitað

Ég þóttist viss um að fólk hætti ekki að sækja skemmtistaði þó reykingabann væri komið á.  Hins vegar verða kráareigendur að bæta aðstöðu utan dyra fyrir reykingafólk.  Hafa marga stóra öskubakka og þrífa reglulega eftir reykingafólk utan dyra. Það er ekkert eins ólekkert og sóðaskapur vegna reykinga fyrir utan skemmtistaði.  Það gæti fljótlega farið að fæla fólk frá ekki reykingabannið inni á stöðunum.  Það laðar frekar að.
mbl.is Aðsókn óbreytt þrátt fyrir reykingabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyðingadrengurinn

Ég hélt í fanginu frumburðinum
fallegum gyðingadreng.
Var rekin á eftir öllum hinum,
öll vorum lamin í keng.
Andskotans böðlarnir glottandi gengu
um grátandi hjörðina kring.
Þeir sem reyndu flótta fengu
í fæturna byssusting.
-
Við vorum öll á gasklefagöngu
gyðinga vesöl þjóð.
Þeir vissu'aldrei mun á réttu'eða röngu
þótt rynni um þá okkar blóð.
Þótt barnanna saklaust brysti auga
böðlarnir tóku því létt.
Að lokum var okkur hent í hauga
sem hundum af óæðri stétt.
-
Með lokuð augu ég læt mig dreyma
lífsins huldumál.
Fargrar vonir sem fæddust heima
fögnuðu hverri sál.
Nú sé ég aðeins sundraðar borgir
saurlifnað hvar sem er.
Hjörtu Gyðinga hrópa sorgir
um helvítis sali hér.
-
Drengurinn grætur og biður um brauð
sem bannfærðir geta'ekki veitt.
Ætli hún verði' ekki æskan þín rauð
er fjendurnir hafa þig deytt.
Hér bíður þín aðeins biksvartur dauði
blandaður lífsins von.
Hér færð þú guð hina svörtu sauði
senda frá Þýskalandsson.
-
Samt reyni' ég að vernda vininn minn
og vef honum þétt upp að mér.
Ef til vill sleppur þú anga skinn
ef til vill blasa við þér.
Framtíðarborgir fallegar
feigðin þótt hremmi mig.
Við gröft okkar starfa Gyðingar
gráta og kyrkja þig.
-
             Vilborg Traustadóttir

Í dag

E.B. ofl 028E.B. ofl 034E.B. ofl 024E.B. ofl 012
Við kláruðum að setja niður í garðana í dag.  Mamma, Guðrún og Solla basa í beði, pabbi á " hliðarlínunni" , við Einar Breki hvílum lúin bein og Einar Breki sjarmör með steina. 
Það voru allir elsku sáttir í dag enda sá Guðrún um verkstjórnina að einróma beiðni okkar hinna. Cool  Snæddum svartfuglsegg hjá mömmu og pabba í hádeginu.  Skelltum okkur svo í leirgerð við Solla og Drífa dóttir Sollu. Einar Breki með og hann stóð sig vel. Ótrúlega yfirvegaður með allar þessar kellur í leirnum krunkandi saman.  Máluðum tvær skálar sem verður spennandi að sjá eftir brennslu. 

Fyrirgefningin

Það er auðveldara að fyrirgefa þegar við veljum að sleppa þeirri sannfæringu að við séum fórnarlömb.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Yessssss

Þá getur maður farið að halda með Man. United.  Hef alltaf verið hálf ráðvillt með hverjum ég held í enska boltanum.  Arsenal var í uppáhaldi lengi vel og er reyndar enn.  Er ekki líka allt í góðu að halda með báðum? 
mbl.is Fullyrt að viðræður Barcelona og Man.Utd um Eið séu hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svalaskoðun

Kambsbræður eru einhverjir þeir skemmtilegustu menn sem ég hef þekkt.  Og mamma þeirra hún Tóta.  Hún reddaði mér þegar ég var 10 ára á spítalanum á Sigló að láta taka botnlangann.
Tóta var þar og hélt í mér lífinu með skemmtilegheitum, glensi og gríni.  Sjálf var hún bundin hjólastól og hafði verið lengi.  Yndisleg kona.  Haft var eftir Ragga á Kambi af vinnufélögum í Ríkisverksmiðjunum eitt vorið. " Það er orðið svo fínt í skápunum hjá henni Soffíu minni að maður Svalaskoðun 004gæti bara dáðið af því að horfa inn í þá".  Þá hafði Soffía kona hans verið að þrífa eldhússkápana.  
Í gær þreif ég svalirnar hátt og lágt.  Hringdi svo í Geir og sagði "það er orðið svo fínt á svölunum hjá henni Soffíu minni að"....þá botnaði Geir.... "maður gæti bara dáið af því að horfa á það."  Ég hef af þessu tilefni ákveðið að hafa skipulagðar "svalaskoðunarferðir" hingað á svalirnar mínar.  Þetta er alveg brilljant viðskiptahugmynd.  Útsýnið af svölunum
er aukin heldur ekkert slor. Breiðholtið, Kópavogurinn og allt vestur á Snæfellsjökul. Ef ég kæmi fyrir öflugum sjónauka mætti örugglega stunda hvalaskoðun í leiðinni.  Ég er byrjuð að bóka ferðir og mun fyrsti hópurinn mæta á föstudagskvöldið.  Svo er bara að sjá hvernig þetta nýmæli í ferðaþjónustu þróast. Svalaskoðun 003 Hér kemur smá sýnishorn!
Svalaskoðun 011

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband