Liðsauki á svalirnar

BiggiSvalirnar hennar "Soffíu minnar" eru enn fínni eftir ferðina norður um s.l. helgi.  Bigga Páls mágkona hinnar einu sönnu Soffíu gaf mér álf af pallinum hjá sér.  Álf sem Bigga málaði sjálf.  Hann heitir að sjálfsögðu Biggi.  Hann mun fyrst um sinn passa upp á Dalíuna mína á svölunum!  Takk Bigga, þú ert æði!!!

Ættarmót

ættarmót 078ættarmót 083ættarmót 058ættarmót 055ættarmót 060ættarmót 062ættarmót 064 ættarmót 054ættarmót 080ættarmót 081
Komin heim og það var mjög gaman á ættarmótinu á Sauðanesi. 
Hér eru mynættarmót 128dir.  Skrifa meira ættarmót 035síðar!!!
ættarmót 129
 ættarmót 026Slógum upp málverka og ljóðasýningu í vitanum. 
ættarmót 139

Bloggfrí

Svo ég kjafti ekki af mér Alien  verð ég í bloggfríi a.m.k. fram í næstu viku.Ninja  Ég er með leyniaðgerðir í gangi svo það er eins gott að loka öllum leiðum til uppljóstrunarBandit  !!!  Það er líka svo mikið að gera að ná öllum endum saman áður en ég fer að ég verð í því í dag og svo ætla ég að SOFA í nótt Sleeping . Svona til að ég verði hress og endurnærð fyrir ferðina norður á SauðanesWizard  á morgun.  Allir að aka á löglegum hraða, það borgar sig.Police   Sjáumst hressW00t .

Alcan ekki úr firðinum?

Samkvæmt Lúðvík Geirssyni og Alcan í Morgunblaðinu í dag er verið að kanna leið til stækkunar álversins í Straumsvík þar sem það er.  Bara í hina áttina.  Þ.e.a.s. út í sjóinn með landfyllingu.  Lúðvík er sennilega búin að fatta hvað hann missir mikinn pening þegar álverið fer.  Nú rær hann að því öllum árum að halda álverinu.  Það sem ég er undrandi á er hvers vegna þessi vilji hans kom ekki fram fyrir kosningar um deiliskipulagið sem hefði gert álverinu kleift að stækka? 
Þó er spurning hvort Alcan tekur sjéns á svo óstöðugu umhverfi sem Hafnarfjarðarbær er orðin álverinu?
Ég bara spyr rétt sí svona?

mbl.is Borgarafundur í Vogum veitir bæjarstjórn umboð til viðræðna við Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Parket-gula Palla

E.B. ofl 098Getum við ekki verið sammála um að Palla er parket-gul?  Þetta er mjög sjaldgæfur litur á læðu.  Fresskettir eru oft gulir en sjaldan læður.   Þetta kemur sennilega til vegna þess að Palla er eðal-köttur af ætt Bengala.  Þaðan fær hún gula læðu-litinn og svo hefur hún falleg rafgul augu.  Palla er að vísu bastarður.  Í þröngum skilningi þess orðs.  Þegar það er hins vegar haft í huga að Bengalkettir eru afrakstur ræktunar asískra villikatta og amerískra heimiliskatta þá er munurinn kannski ekki svo mikill á Pöllu og "hreinræktuðum" Bengal-ketti.  Hitt er svo annað mál að Palla og móðir hennar Mímí hafa báðar verið teknar úr sambandi svo framhald verður ekki á ræktun þeirra.  Systir Mímíar og frændsystkin eru mörg búsett í Borgarnesi og eru alltaf að fjölga sér eftir því sem ég best fæ vitað.  Þetta eru einstaklega blíðlyndar læður og barngóðar.  Þær sýna aldrei klær þó ömmustrákarnir mínir hnoðist með þær.  Þær hafa þó einstakt lag á að "láta sig hverfa" þegar fjör er farið að færast í leikinn.  Um leið og aftur róast um í bænum birtast þær svo sakleysislegar á svipinn eins og þær vilji segja " við vorum hérna allan tímann."Copy of mars 2007 091

Fjölskyldumót

Nú er verkefnið að undirbúa fjölskyldumótið norður á Sauðanesi v/ Siglufjörð um helgina. Ég er með smá leynivopn uppi í erminni.  Mun gangast í það á morgun að fullkomna þann gjörning!  Hugsa að margir verði nú ánægðir með það sem ég hyggst fyrir.  Nú er ég hins vegar að prenta út texta o.fl. sem Magga systir er ekki búin að gera.  Hún er nú nánast búin að þessu öllu held ég.  Þegar hún fer af stað þá er það "landið og miðin". Ekkert minna en það.  Við Solla hjálpuðum Trausta að þrífa í dag.  Hann er að flytja inn í íbúðina sína aftur eftir gagngerar endurbætur í kjölfar þess að skipt var um lagnir í húsinu.  Best að vinda sér í undirbúninginn á ný!!!Whistling

Hross-a-þjófur?

Ég hefði nú ekki hrokkið við ef þetta hefði gerst fyrir norðan þegar ég var með hesta.  Löggan hefði þá kannski ákært hestana fyrir mannrán og bílaþjófnað! Ég var nefnilega stundum með hross í taumi út um bílrúðuna.  Það voru vel tamdir hestar.  Ég mæli ekkert sérstaklega með þessari aðferð.  Þetta gekk samt slysalaust fyrir sig.  Ég gerði þetta þó eingöngu á fáförnum vegum milli hestahólfa. Hestarnir treystu mér fullkomlega en hefði einhver utanaðkomandi farið að skipta sér af veit ég ekki hvað hefði getað gerst.  Eins gott að löggan komst ekki í málið.Woundering
mbl.is Hestur handtekinn fyrir bílþjófnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitavörður heiðraður

Til hamingju með þetta. Glæsilegt og sannarlega verðskuldað.  Ég er vitavarðardóttir og veit hve mikið starf það var að sinna vitavörslu á árum áður.  Það hefur breyst eins og margt annað og sjálfvirkni tekið yfir þeirra störf.  Vitverðir eru upp til hópa snyrtimenni og hugsa vel um það sem þeim er trúað fyrir. Samviskusamir og víkja ekki frá staðnum séu veður válynd og hugsanlega þörf á þeirra kröftum.  Hvort sem er til umferðar á landi, sjó eða í lofti.  Þessi verðlaun eru tilefni til að gleðjast yfir og vekja um leið athygli á því fórnfúsa starfi sem Óskar hefur sinnt undanfarna áratugi.

mbl.is Óskar vitavörður á Stórhöfða heiðraður fyrir störf sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var hún bomm blessunin?

Ég er greinilega hætt að fylgjast með slúðrinu.  Hafði ekki græna glóru um að hún væri ólétt blessunin hún Júlía.  Það er alltaf kraftaverk þegar heilbrigt barn fæðist og tilefni til að gleðjast.  Til hamingju Júlía og Danny!Þegar þið rekið nefið inn á síðuna mína sem ég veit þið gerið reglulega!Kissing
mbl.is Júlía Roberts eignast sitt þriðja barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legsteins vísa

Íslendingur ég
altaf var

-

Þó ég flæktist
hér og þar 
-
Hér eru grafin mín
bein og hold
- 
Verður úr því

Íslensk mold

-

                 Magnús H. Magnússon (Maggi frændi)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband