Garðbas

Sigling júní 2007 106Erum með garða í skólagörðum Reykjavíkur.  Það er notalegt að komast út og ata sig allan í mold um leið og maður potar niður kartöflum og grænmeti.  Ég er með einn garð, pabbi og mamma með einn, Kristján Andri og Einar Breki einn, Geir Ægir og Viktor einn,  Solla systir með einn.  Það er líf og fjör og stundum erfitt að koma öllu heim og saman.  Þá stressast liðið upp og fer jafnvel að hnakkrífast.  Pabbi er eins og ég í vandræðum með að bogra.  Þá finnst honum sem hann eigi að stjórna.  Það eru ekki allir sammála því.  Þetta kostar árekstra. Sigling júní 2007 132Ég segi að ég sé í þessu til að hafa gaman af því og ég reyni að standa við það.  Það er líka erfitt að sitja á hliðarlínunni.  Solla systir var ekki sátt í dag þegar pabbi var að skipta sér af.  Það er margt líkt með skyldum!
Á morgun ætla ég að vera æðrulaus.  Það borgar sig.WinkSigling júní 2007 133

Strand

Það er vandi að verjast strandi eins og þar stendur.  Vonandi gengur allt vel.  Skútur með kjöl eru tiltölulega skorðaðar ef þær stranda í góðu veðri.  Þær sitja bara sem fastast þar til flæðir eða skútan er dregin burt.  Hvimleitt að lenda í þessu og um að gera að fara varlega.
mbl.is Skúta strand við Ægisíðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeyst um á Hafgamminum

Gátum ekki stillt okkur í gær að taka smá rúnt á Hafgamminum sem er lítill og lipur bátur með góðan utanborðsmótor. Sigling júní 2007 030 Þarna eru Krissi og Guðrún með skæruliðahópinn.

Sigling

Sigling júní 2007 034
Sigldum út í Þerney í gær.  Æðislegt veður og skemmtileg samvera.  Litlu guttarnir voru mjög kátir að komast með ömmu og afa á sjó.  Sofnuðu í notalegu öldugjálfrinu.  Gaman að skella sér aðeins út úr borgartraffíkinni og sigla um sundin blá.Sigling júní 2007 038Sigling júní 2007 029Sigling júní 2007 019

Hveragerðisblómin komin

Var að setja afrakstur Hveragerðisferðar í potta og körfur á svölunum.  Kettirnir fylgdust forvitnir með milli þess sem þær mældu út fjarlægðina niður á jörð.  Við búum á 9. hæð.  Þegar Mímí var komin hálf undir handriðið og teygði sig langt fram af rak ég hana inn og hún hlýddi með semingi.  Nú er bara að vökva og hreiðra um sig í góða veðrinu.  Fyrst ætla ég að þrífa vel glugga, húsgögn og flísar. Nenni því ekki fyrr en á morgun eða hinn.  Það er gaman að hafa hugguleg blóm í kring um sig meðan maður situr úti og lætur fara vel um sig.  Dreypir á vatni eða einhverju hollu.  Ég er nefnilega komin niður um eitt buxnanúmer svo nú ætla ég EKKI að freistast í óhollustu meir.  Best að taka einn detox dag fljótlega.  Það er alveg svakalega gott fyrir mig að gera það og líðanin verður svo góð.  Gangið öll á guðs vegum.

Húrra Ingibjörg Sólrún

Þetta er eina vitið í stöðunni.  Flott hjá þér Ingibjörg Sólrún.  Það verður mjög spennandi að fylgjast með framhaldinu.  Við tókum af skarið með sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.  Við eigum einnig að beita okkur friðsamlega í þessu máli.  Það verður að fara á staðinn og láta fólk vita að það sé verið að fylgjast með og að við virkilega viljum raunhæfa lausn þarna.  Það þarf að taka á öllu sínu til þess m.a. að kenna fólki að fyrirgefa.  Það er mikið atriði og mörgum finnst það óhugsandi en samt sem áður er það eina færa leiðin.  Allt annað kallar á meira tilgangslaust blóðbað.
mbl.is Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefningin

Það er aldrei of snemmt eða of seint að fyrirgefa.
(Fyrirgefningin eftir Gerald G.Jampolsky)

Grimmd og ofbeldi

Ef maðurinn vildi ekki að drengurinn spilaði fótbolta átti hann að flytja með hann til Asíu ekki drepa hann.  Ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi.  Við eigum ekki að horfa til hliðar ef við verðum vör við það.  Samt er hægara sagt en gert.  Mamma og pabbi eru jú þeir einstaklingar sem börnin treysta best og líta upp til og þannig á það að vera.  Helst.  Því miður bregðumst við því trausti stundum.  Ég græt í hjarta mínu yfir örlögum þessa drengs sem hefur haft gaman af fótbolta og viljað falla inn í hópinn.  Einnig yfir yngri drengnum sem kemur að honum.  Hvað getum við lært?  Verum góð hvert við annað og vöndum okkur í samskiptum okkar við börn.  Þau læra það sem fyrir þeim er haft.
mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefningin

Hvers vegna er svona erfitt fyrir okkur að sjá að leit okkar að gullpottinum við enda regnbogans er aðeins til að fela þá staðreynd að við erum bæði regnboginn og gullpotturinn?
(Fyrirgefningin eftir Gerald G. Jampolsky)

Kjalvegur-Hvalvegur

Hvaða hvaða?  Til hvers að leggja nýjan veg yfir Kjöl ef hann verður ekki malbikaður?  Er eitthvað til fyrirmyndar að láta lausamöl og ryki  rigna þar yfir viðkvæman mosagróðurinn og fjallagrösin?  Berin blá og að maður tali nú ekki um hve mjög það myndi ýta undir eyðimerkuruppblásturinn?  Til hvers að vera á móti hvalveiðum í atvinnuskyni?  Eru til einhverjar haldbærar skoðanakannanir á hug almennings í heiminum gegn hvalveiðum?  Held ekki.  Það er bara fámennur en hávær hópur atvinnumótmælenda sem hristir sig og skekur og geri Robert Plant betur eins og skáldið sagði.  Næst verður að friða fiskinn fyrir hvalinn og svo koll af kolli uns við erum öll komin á beit.  Þá tekur ekki betra við þar sem þjóðvegarykið af nýlögðum ómalbikuðum hálendisveginum verður búið að kaffæra beitarlöndin. Þórunn ekki vera klisjukennd!  Komdu þér í gírinn og gerður raunverulega áætlun um framtíð okkar hér á Íslandi í umhverfismálum.  Áætlun byggða á staðreyndum.  Ekki fara í draumalandið eftir hugmyndum um þá vinnu.  Þú getur betur!
mbl.is Kjalvegur verði ekki malbikaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband