Pylsupartý

Ég hélt pylsupartý í kvöld.  Bauð Möggu systir, Jósa og fleirum í mat. Ég fékk nefnilega svo góðar pylsur í kjötborði Nóatúns. Þau eru búin að vera í veislum og grilli undanfarna daga svo okkur fannt tilvalið að bjóða upp á pylsurnar.  Ég er nú ekki mikil pylsuæta, sérstaklega ekki síðan ég fór í detox til Póllands en þessar pylsur finnst mér góðar.  Ég reyni yfirleitt að borða mat sem er hvað næst uppruna sínum.  Ávextir, grænmeti og fiskur eru í uppáhaldi hjá mér.  Mikið svakalega er þó gott að fá kjúkling og kjöt á milli.   Hin pólska Dr. Dabrowska sagði mér þó að sleppa því að borða dýraafurðir nema fisk.   Mér skildist að flestir ættu að gera það en einkum ég út frá mínum MS-sjúkdómi.  Hvað um það pylsurnar í Nóatúni eru æðislega góðar og ég mæli með þeim fyrir pylsuþyrsta. Svo læt ég mig hlakka til að komast aftur til Póllands í september og halda áfram að hugsa um heilsuna mína.  Ekki veitir af....

Ég er.....

Ég er djöfull sem drottnandi leikur
ég er dalbúans logandi tindur.
Ég er fjandinn sem fjölkyngið eykur
ég er fersk eins og norðursins vindur
-
Ég er lognmolla, læða frá dölum
ég er lemjandi stórhríð á glugga.
Ég er dyggðin í sólbjörtum sölum
ég er syndin í fölbláum skugga.
-
Ég er allt sem að einn getur fundið
á alheimsins skínandi degi.
Ég er norn sem að næring hef undið
úr nafnlausu spori á vegi.
-
Ef að þú eitthvert sinn skilur
þá ást sem í döflum er bundin
mun hinn sjóðheiti, síkaldi bylur
sig vefja um eilífðarfundin.
        Vilborg Traustadóttir
-
Þetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar.  Þetta er úr lengra kvæði eftir mig og ég mun grafa það uppi með aðstoð fjölkynginnar Wizard og birta síðar....
--
Það er virkilega vel þess virði að skoða Galdrasýninguna á Hólmavík.  Ég er að fara á Strandirnar á þriðjudaginn og ætla þá að láta verða af því að skoða Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.  Ég verð í Djúpuvík og ef þið bloggvinir góðir eruð á ferðinni þarna þá komið þið að sjálfsögðu í kaffisopa til okkar!!!!

mbl.is Galdramenn á Ströndum láta nútímagaldra lítt til sín taka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldin

 

Hérna í moldinni

líður mér vel.

Teygi mig í arfakló

slít hana upp

 

Svo kálið

fái vaxið

og vermi pottana

í haust.

 

Gref tærnar

ofan í

mjúka, raka

moldina.

 

Kannski spretta

fleiri tær

ef ég bíð

nógu lengi?

 

Nei annars

þetta er

alveg nóg

af tám.

 

Og moldin

hefur alveg nóg

með sig

og sína.

 

En ég

fer í fótabað

í mosagrænu

vaskafati.Wink

 

 

             Vilborg Traustadóttir


Ný bloggvinkona she

Ný bloggvinkona Sigríður Hrönn Elíasdóttir eða she er eins og vestfirsku fjöllin.  Traust sem virki, hrein og bein og óhagganleg!  Ég hef ekki kynnst manneskju sem er jafn fljót og hún að setja sig inn í erfið mál og taka á þeim með viðeigandi hætti.  Kynnir sér allar staðreyndir og hefur þær uppi á borðinu þannig að enginn velkist í vafa um hvar hann hefur hana.  Það er mikill kostur og því miður sjaldgæfur í nútímanum. Gaman að fá þig fyrir bloggvinkonu she og er aukalegur "bónus" á okkar vináttu. Smile

Viku "hitabylgju" Í Reykjavík lokið

Það er margt líkt með skyldum!  Nú er viku hitabylgju í Reykjavík einnig lokið.  Lengstu samfelldu hitabylgju síðan á víkingaöld.  Samkvæmt mínum upplýsingum!  Best að skella sér á Strandirnar eftir helgina.
mbl.is Eins árs hitabylgju lokið í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn í fjölskylduna Ólafur

Haust 2006 062Þá er forsetinn kominn í Toyota fjölskylduna.  Velkominn í hópinn.  En við notum beltin.  Mundu það!  Annars er það mjög þarft framtak að fikra sig í átt að umhverfisvænni orku.
Hér er frændi forsetabílsins.  Hann rauður minn.  Tveir prinsar á leið úr honum í berjamó með ömmu og afa.
Tekið í september 2006.
mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmta sporið

Ég játaði
yfirsjónir mínar
fyrir Guði
sjálfri mér
og trúnaðarkonunni.
-
Undanbragðalaust!
-
Eins vel
og ég mundi.
-
Ég man
nefnilega
ekki allt!
-
En ég man
samt nóg.....
-
             Vilborg Traustadóttir

Nýr bloggvinur Brattur

Nú er á brattann að sækja.  Minn nýjasti bloggvinur Brattur er upprunnin í Ólafsfirði þar sem enginn komst að nema fuglinn fljúgandi eða þá siglandi á bátskel til skamms tíma.  Brattur eða Gísli Gíslason (kallaður Gilli á árum áður) er ljóðelskur maður.  Hann yrkir og hefur m.a. ort í orðastað minn eins og sjá má á síðu hans.  Mér finnst það heiður!  Ég man lítillega eftir honum af Ketilásböllum.  Eitthvað krunkandi í kring um Sollu systir ef ég man rétt.  Meira man ég þó eftir Sollu, Möggu, Regínu Óla Brandar og Gunnu Bínu ásamt Diddu Ástvaldar að búa sig á Ketilásinn. Voða spenntar að hitta Ólafsfirðingana sína.  Ofan á allt annað er Brattur svo giftur skólasystur minni frá Laugum í Reykjadal henni Láru sem er bloggvinkona mín.  Hlakka til að hitta þau vonandi í sumar.  Small world og velkominn í bloggvinahópinn Brattur!Cool

Gera göng

Það þýðir ekkert annað en að gera göng til Eyja.  Vestmannaeyingar og allir íslendingar eiga að setja það í forgang.  Það er órtúlegt að það sé ekki komið á kortið!  Árni Johnsen á að bretta upp ermar og fara að vinna að þessu!  Ásamt öðrum.
mbl.is Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr bloggvinur gutti

Nýr bloggvinur minn er gutti eða Guðjón Ólafsson.  Hann er atvinnulaus íslendingur í pólsku atvinnuumhverfi austur á Héraði.  Félagi í Hundaklúbbi Austurlands.  Mælir götur Egilsstaða og Fellabæjar.  Veit einhver um vinnu fyrir manninn?  Þetta gengur ekki!  Að vísu er hann  í afleysingum í sumar.  Sé það þegar ég les bloggið hans betur.   Velkominn í hóp bloggvina minna gutti. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband