Pylsupartý

Ég hélt pylsupartý í kvöld.  Bauð Möggu systir, Jósa og fleirum í mat. Ég fékk nefnilega svo góðar pylsur í kjötborði Nóatúns. Þau eru búin að vera í veislum og grilli undanfarna daga svo okkur fannt tilvalið að bjóða upp á pylsurnar.  Ég er nú ekki mikil pylsuæta, sérstaklega ekki síðan ég fór í detox til Póllands en þessar pylsur finnst mér góðar.  Ég reyni yfirleitt að borða mat sem er hvað næst uppruna sínum.  Ávextir, grænmeti og fiskur eru í uppáhaldi hjá mér.  Mikið svakalega er þó gott að fá kjúkling og kjöt á milli.   Hin pólska Dr. Dabrowska sagði mér þó að sleppa því að borða dýraafurðir nema fisk.   Mér skildist að flestir ættu að gera það en einkum ég út frá mínum MS-sjúkdómi.  Hvað um það pylsurnar í Nóatúni eru æðislega góðar og ég mæli með þeim fyrir pylsuþyrsta. Svo læt ég mig hlakka til að komast aftur til Póllands í september og halda áfram að hugsa um heilsuna mína.  Ekki veitir af....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég held það yrði ekkert mál að hætta að borða dýraafurðir, nema ég gæti líklega aldrei hætt að borða osta og jógúrt og slíkt (telst það ekki með?) en kjöti gæti ég alveg sleppt... maður verður bara miklu léttari ef maður borðar oft fisk... viðurkenni þó að ég mætti vera duglegri í honum...

Brattur, 8.7.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: G Antonia

þú ert svo dugleg að blogga Vilborg mín að ég næ ekki að fylgast með og "verja heiður Eyamanna áfram "  En ... margt gott kom út úr umræðunni um göngin að mínu mati! 
Það er ekkert mál að hætta að borða kjöt, nema þegar maður er á Spáni (eins og ég núna) og alltaf að fara út að borða, .... finn ekki nóg af mat á matseðlinum, eins og sonur minn orðaði það ; æi það er allt svo erfitt síðan þú hættir að borða lasagne og kjöt hehe!!! En ég lifi enn, og líð enn betur en áður, þess vegna veit ég að kjöt hentar mér ekki... þó allt sé gott í hófi! þá er ekkert "í hófi" í höfðinu á mér hehehe!!!!! allt eða ekkert!!!
Já Pólland og heilsuhælið þar,   hvað manni líður vel þegar maður er á heimleið þaðan amk. 
bestu kveðjur ...

G Antonia, 8.7.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Jú ostar og jógúrt teljast með.  Feitir ostar eru skárri en magrir samkvæmt næringarfræðingunum pólsku.  Því fæ ég mér frekar Camenbert eða Höfðingja en 11% harðan ost. Því mýkri fita því betra.  Rjómi betir en léttmjólk o.s.frv.  Kenningin er því meira unnin matvæli því verra fyrir líkamann.  Ég hef skorið niður mjólkurvörur síðan ég fór þarna út og líður betur.   Annars held ég að meðalhófið gagni best. 

Vilborg Traustadóttir, 8.7.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Guðbjörg Eyjaumræðan er dálítið spes.  Eins og um annann þjóðflokk sé að ræða hjá sumum.... Það er erfitt meðalhófið satt er það...... Sólarkveðjur.

Vilborg Traustadóttir, 8.7.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Eina með öllu fyrir mig.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.7.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband