Ég er.....

Ég er djöfull sem drottnandi leikur
ég er dalbúans logandi tindur.
Ég er fjandinn sem fjölkyngið eykur
ég er fersk eins og norðursins vindur
-
Ég er lognmolla, læða frá dölum
ég er lemjandi stórhríð á glugga.
Ég er dyggðin í sólbjörtum sölum
ég er syndin í fölbláum skugga.
-
Ég er allt sem að einn getur fundið
á alheimsins skínandi degi.
Ég er norn sem að næring hef undið
úr nafnlausu spori á vegi.
-
Ef að þú eitthvert sinn skilur
þá ást sem í döflum er bundin
mun hinn sjóðheiti, síkaldi bylur
sig vefja um eilífðarfundin.
        Vilborg Traustadóttir
-
Þetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur þessarar fréttar.  Þetta er úr lengra kvæði eftir mig og ég mun grafa það uppi með aðstoð fjölkynginnar Wizard og birta síðar....
--
Það er virkilega vel þess virði að skoða Galdrasýninguna á Hólmavík.  Ég er að fara á Strandirnar á þriðjudaginn og ætla þá að láta verða af því að skoða Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.  Ég verð í Djúpuvík og ef þið bloggvinir góðir eruð á ferðinni þarna þá komið þið að sjálfsögðu í kaffisopa til okkar!!!!

mbl.is Galdramenn á Ströndum láta nútímagaldra lítt til sín taka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband