On and off

 

Ég sest við tölvuna

ýti á on.

Blaðra heil ósköp

en segi ekkert

sem skiptir máli

 

Nema  kannski

það sem þú

lest milli línanna.

 

Þá ýti ég

á off.

 

 

    Vilborg Traustadóttir


Marlyn Monroe tær

Yndislegur dagur.  Fékk æðislegar Marlyn Monroe tær hjá vinkonu minni í morgun.  Rautt lakk og allt. Veltist svo um í matjurtagörðunum í tvo klukkutíma.  Fékk góða aðstoð frá syni mínum sjóaranum.  Hann hafði á orði hve það væri nú gott að sleppa á sjóinn frá þessu!  Hann fer á morgun.  Veðrið hreint frábært.  Reyttum nokkuð duglegan arfahaug sem við drógum svo burtu á yfirbreiðslunni og slátruðum henni þar með.  Það var læstur verkfæraskúrinn og allt heila gengið í leikjaferð einhversstaðar.   Þeim var nær.  Hjólbörurnar inni!  Ég lét steinana vaða í næsta haug og kona sem kom aðvífandi varð skíthrædd.  Hélt ég hefði ætðað að grýta sig!  Ég sem hef ekki efni á að kasta fyrsta steininum!Blush  Sagði henni að ég næði henni bara í bakaleiðinni.  Ég varð svo fúl vegna þess að hún var að vanda um við mig.  Svo bað ég hana afsökunar á eftir vegna þess hve snögg ég var upp á lagiðSick.  Hún sagði að það væri enginn skaði skeður!  Svo kom ungur maður ráfandi og tilkynnti að hann hefði verið á sýru-trippi í þrjá daga. Hann hagaði sér undarlega og var allur skakkur.  Ég hélt fyrst að hann væri fatlaður. Konan sem ég bað afsökunnar hafði áhyggjur af öllum krökkunum í Laugardalnum.  PoliceSonur minn hringdi á lögregluna og bað hana að mæta á svæðið.  Ungi maðurinn hafði beðið einhvern í görðunum að hringja ekki á lögguna heldur á Vog.  Málið er bara að Vogur hefur ekki "heimsendingarþjónustu" fyrir veika fíkla og alkahólistaWizard.  Löggan mætti og svipaðist um eftir kauða, sögðust hafa mætt honum.  Ég sagði þeim að pilturinn vildi fara inn á Vog.  Við sáum svo hvar lögreglumennirnir leiddu hann eins og lamb inn í lögreglubílinn.  Ég vona að drengurinn fái viðeigandi meðferð og nái árangri.  Þetta var ósköp sætur strákur. 
Kom svo heim um hálf fjögur og í sturtu.  Þvoði Monroe tærnar vel en á þeim var u.þ.b. tonn af mold.  Taldist til að þær væru fimm á hvorum fæti eða einni minna en hin eina og sanna Marlyn hafði en hún ku hafa haft sex á hvorum fæti.  Tók svo góða hvíld á svölunum í þokkalegri sól þó skýin séu nú farin að lauma sér upp á himininn eitt af öðru.Ninja
Góðu fréttirnar eru þær að arfinn er á undanhaldi..........Sideways

Sneiðmynd í gær, kálhaus í dag

Fór í sneiðmyndina í gær sem John vildi að ég færi í eftir höfuðhögg sem ég fékk þegar ég datt á hausinn í sumar.  Ég er öll að skána þannig að ég vona það besta.  Svo eru það kálgarðarnir núna klukkan eitt.  Ræsti út son minn sem er eins og stórvirk vinnuvél í arfanum.  Við vorum þrjár að í gær,ég og tengdadæturnar og keyrðum 5-7 hjólbörur af arfa úr beðunum.  Helmingurinn eftir.  Ég sá fram á það að ef ég ætlaði að henda mér í beðin með sama hætti í dag gæti ég eins beðið son minn að koma í lok dags og moka yfir mig.  Sennilega skynsamlegra að fá hann til að slíta upp arfann í staðin?Cool 
Eða??

Sá rétti?

 

Á helgum stað

milli ástar og ótta

stóð vonin

 

Veifaði til mín

lyklakippu

 

Einn lykillinn

gekk að hjarta þínu

 

Ég vissi ekki

hver?

 

 

        Vilborg Traustadóttir


Ein svaf uppi á miðjum vegg

Eitt sinn skutlaði Buddi pabbi hennar Kristínar okkur djammrófunum upp á Sauðárkrók eða á Krókinn eins og það er kallað. Við þurftum þó nokkuð að nauða í honum til að hann gerði þetta.  Hugsa að hann hafi endað með að skutla okkur hreinlega til að losna við okkur!   Ktristín sótti eitthvað svo í króksarana á meðan ég var meira fyrir ólafsfirðingana og jafnvel siglfrðingana (í hallæri)Wink.  Buddi kvaddi okkur og sagði við Kristínu " ...og láttu ekki nokkurn mann vita að þú sért dóttir mín..."  ég greip hann á orðinu og sagði "þetta er allt í lagi ég segist bara vera dóttir þín líka.... !!" Með það fór hann skellihlæjandi í burtu og skildi okkur eftir.  Við vorum vel útbúnar með ballfötin og alles. Það glingraði ískyggilega í pokanum okkar þegar við brugðum okkur á salernið á sjoppuni/hótelinu. Það voru vistirnar sem létu í sér heyra.  Við vorum á leiðinni að Hafsteinssöðum á allsherjar-skrall þessa helgi.  Þegar þangað kom tilkynntum við Jóni að við ætluðum á bak á belju!  Lítið man ég nú eftir öllum herlegheitunum nema hvað að eftir ballið harðneituðum við Kristín að sofa einar. Við kröfðumst þess að Jón á Hafsteinsstöðum svæfi á milli okkar.  Hann varð við þeirri ósk okkar af mikilli ljúfmennsku. Enda gestgjafinn!  Nema hvað rúmið var ætlað einum en ekki þremur svo nokkuð þröngt var um okkur um nóttina.  Ég svaf upp við vegg,  Jón á milli og Kristín vóg salt á brúninni.  Ekkert okkar forðaði sér úr aðstæðunum um nóttina en býsna var nú gott að komast fram úr og teygja úr stirðum limunum eftir að hafa legið niðursjörvaður í sömu stellingu um nóttina.  Við gerðum vísu að þessu tilefni og er hún svona.
--
Ein svaf upp´á miðjum vegg
þær ætluðu´á bak á belju.
Jón hraut með sitt mikla skegg
milli heims og helju.
--
Sideways

Tálmynd

  

Ég varð ástfangin

af tálmynd

 

Sem enginn sá

nema ég

 

Skekkjumörkin

einhverjir áratugir

 

aftur á bak

og áfram

 

Skiptir ekki máli.

 

Þú ert..

ég er...

 

Við vorum.....

 

 

       Vilborg Traustadóttir


Stjörnuspá

SteingeitSteingeit:
Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!
---
Góð ráðlegging þetta!!!! Eins og talað út úr mínu hjarta.............Grin

Eru lykkjurnar í lagi?

Þegar ég og Kristín vinkona vorum á Hornbjargsvita var okkar sárt saknað af samstarfsmönnum í Sigló Síld.  Vélstjórinn sem var þó þegar þetta var farin að vinna hjá SR sendi okkur vísu gegn um loftskeytastöðina.
---
Ég óttast um ykkar hagi
einnig mittin fín.
Eru lykkjurnar í lagi
elsku ljósin mín?
A.R.
---
Við svöruðum um hæl.
---
Enn eru lykkjur í lagi
og ljúf hver óspillt sál
en vappi hér varðskipagæji
við blasir annað mál.
---
Svo bættum við um betur og sendum gegn um loftskeytastöðina.
---
Með ástarblossa við yrkjum þér ljóð
og ætlum því ferð gegn um stormanna geim.
Þó kosti það oss bæði svita og blóð
við berjumst með ósnerta gormana heim.
---
LoL

Sneiðmynd

Sideways Fer í sneiðmynd af höfði á morgun.  Það er langt síðan ég hef farið í eitthvað svona rannsóknardæmi.  Það verður bara spennandi að fá niðurstöðuna.  Fór með mömmu að versla í dag.  Fórum á útsölu. Á leiðinni þangað hringdi Solla systir.  Ég var einmitt að taka um hana þegar hún hringdi.  Það er 38 stiga hiti hjá henni í Portúgal.  Hún er að taka til og sortera hjá sér og gefur sígaunakellingunum fötin sín og Lucyar. Þær selja þau á markaðnum. Sagði Sollu að til stæði að halda "come-back" ball á Ketilásnum og fyrsti samráðsfundur yrði í lok júlí.  Hún varð næstum abbó!Cool   Hún vildi að ég, mamma og Magga systir kæmum í heimsókn til hennar fljótlega.  Ég sagði henni að það ylti allt á John Benediktz.  Ef það væri eitthvað að hjá mér gæti hann kannski sett dren og tappa út úr hausnum svo ég kæmist til hennar!  Solla sá það alveg vera að gerast!LoL Annars gott veður hér, grill og góðar stundir með Krissa, Guðrúnu og strákunum.  Geirarnir skruppu á Strandirnar með "lilla hús".  Næst er það flotbryggja, tveir bátar og fleira smálegt!Joyful   Mamma verslaði sér slatta af fötum á útsölunni og var ánægð með kaupin. Smile  Góðar fréttir.is á ferðinni í dag eins og oft áður!Heart

Hornbjargsviti

HornbjargsvitiÉg og vinkona mín Kristín, gerðumst eitt sinn aðstoarvitaverðir á Hornbjargsvita.  Hjá Jóhanni Péturssyni.  Við vorum atvinnulausar en það var stopp í Sigló Síld þar sem við unnum.  Pabbi var eitt kvöldið að tala við Jóa í talstöðina.  Ég vissi að hann var ekki með aðstoðarmann þá en frænka hans sem hafði aðstoðað hann var nýfarin suður.  Ég bað pabba að spyrja Jóa hvort hann vantaði ekki aðstoðarvitaverði, við myndum skipta laununum.  Jói sagði já.  Við fórum með varðskipinu Óðni frá Reykjavík um mánaðamótin sept-okt sennilega 1977 eða '78.  Vorum einn og hálfan mánuð.  Varðskipsmenn tóku okkur vel og voru mjög herralegir við okkur. Eitt sinn um miðbik tímans komu þeir með kost að Hornbjargsvita.  Þeir lögðu skipinu inni á Hornvík og gengu yfir bjargið til okkar um klst gang.  Við tókum þeim með kostum og kynjum og m.a.spiluðum við vist við þá alla nóttina uppi í hjónarúminu sem Jói hafði úthlutað okkur vinkonum.  Þegar þeir svo fóru orti ég ljóð sem fer hér á eftir.  Ljóðið lét ég þá hafa þegar þeir svo sóttu okkur um miðjan desember.  Þá gengum við einnig yfir í Hornvík þar sem það var ekki lendandi við Hornbjargsvita. Það er önnur saga en hér kemur ljóðið.
---
Þið hurfuð í húminu
burt
úr  hlýju rúminu
hvurt?
Finnst ykkur þetta freklega
spurt?
---
Við  blikkuðum báðum
augunum.
Með tárum það tjáðum
draugunum
Nú  titrum við allar
á taugunum.
---
Í sakleysi okkar spiluðum við ykkur
vist
og rökkursins skyldunum skiluðum ykkur
af list.
Nú hafið þið drengir á Hornbjargi
gist.
---
Þið hurfuð í húminu
burt.
Úr hlýju rúminu
hvurt?
Finnst ykkur þetta freklega
spurt?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband