Nýr bloggvinur nonniblogg

Nýr bloggvinur nonniblogg eða Jón Svavarsson er fréttaljósmyndari.  Enda er síðan hans morandi í aldeilis frábærum myndum teknum við ýmis tækifæri.  Hrein unun að skoða þær.  Hann skrifar skemmtilega og má lesa umhyggju fyrir landinu og náttúru þess í skrifum hans. Húmorinn ekki langt undan.  Umfram allt er hann afi.  Stoltur afi.  Það fellur mér vel sem titla mig gjarnan "amma í fullu starfi".  Velkominn í bloggvinahópinn minn nonniblogg!

Smart!

Smart!Strandir 2007 054

 

Hvernig áin

liðast niður fjallið

í mörgum lækjum.

 

Eftir fallið

með fossinum

Eiðrofa.

 

Uppi gráta skýin

þurrum tárum

en sjórinn

bíður átekta

við ósinn.

 

Eiðrofi

sem aldrei sefur

safnar tárum

 

Safnar þurrum tárum.

 

 

 

 

                   Vilborg Traustadóttir


Öðruvísi dagar

Næsta áfanga Strandaferðar okkar má líkja við öðruvísi daga.  Minn góði vinur og "gullbrúðgumi" Buddi, pabbi Kristínar vinkonu varð hálf hvumsa þegar ég nefndi þetta við hann.  Fannst það kannski minna á "hinsegin dag"???  Ég sagði að þetta ætti ekkert skylt við Gay pride.  Það væri bara öðruvísi að vera öll svona saman á Djúpuvík. Við vorum sex fullorðin, tveir hundar og tveir kettir í 30 fm húsinu okkar. Aðrir fimm dvöldu í fellihýsi á hlaðinu.  Þetta gekk ótrúlega vel.  Ég tók þó fram að eftir að maður væri komin inn í eldhúskrókinn væri ekki ráðrúm til að skipta um skoðun þannig að fólk skyldi bara vita hvað það vildi þangað, klára málið og fara síðan á sinn stað.  Við skoðuðum okkur um.  Fórum á Kjörvog þangað sem Buddi á rætur sínar að rekja.  Auðvitað var svo farið í Krossneslaugina og handverkshúsið "Kört" í Árnesi. Það keypti Ásdís (gullbrúður) húfu með rún ægishjálms handa barnabarni búsettu í Bandaríkjunum.  Eitthvað misskildi Kristín vinkona þetta og fékk húfuna lánaða þegar hún fór út að pissa.  Hélt þetta væri hulinshjálmur.  Við sáum hana samt!!! Enda um Ægishjálm að ræða. Hér er mynd af okkur vinkonunum í fjörunni á Kjörvogi.
DSC01316
 Það var einnig snætt á Hótel Djúpavík á Gullbrúðkaupsdaginn.  Fallegt umhverfi og góður matur og þjónusta.  Við grilluðum við húsið okkar tvö kvöld og slógum upp partýi þar sem við tókum "Tvær úr Tungunum, Kattadúettinn" o.fl.  Kettirnir voru vel passaðir af Sædísi Erlu og bátarnir fengu að snerta hafflötinn með hina ýmsu aldrushópa innanborðs. Loks hélt Ásdís hákarlastöppuveislu á pallinum hjá okkur fyrir þá Djúpvíkinga sem vildu.  Vel heppnað og skemmtilegt uppátæki.  Okkar kæru vinir héldu síðan heim á sunnudaginn eftir mjög ánægjulegar samverustundir  hvað okkur áhrærði.  Það er alltaf tómlegt að verða eftir í sveitinni þegar gestir kveðja.  Þó það sé auðvitað líka gott-vont tilfinning.  Léttir eftir vel heppnaða samveru og tregi eftir meiri samveru.  Við Herdís bloggvinkona kvöddumst með orðinu "skjáumst"!!!Wink

Þar og hér

  

Þarna situr þú

og hér ég.

 

Fossinn dettur

niður af

fjallinu.

 

Ég hugsa

um

blómin og grösin

og fólkið

í fjörunni.

 

Finn þér leiðist

og ferð inn

aftur...
    Vilborg Traustadóttir

Strandaferð

Ferðin hófst þann 10. júlí.  Við hjónin lögðum af stað á sitt hvorum bílnum með sitt hvorn bátinn í eftirdragi. Kettirnir voru með Geir í bíl.  Leiðin lá um Bröttu Brekku (sem er mjög brött) í Dalina og yfir Tröllatunguheiði og norður Strandir til Djúpuvíkur.  Á Bjarnarfjarðarhálsinum fór bíllinn minn að haga sér undarlega.  Það var eins og hann lyftist af og til að aftan og vaggaði til.  Bátakerran fór að höggva eins og hún væri að lenda.  Geir ók á undan þar sem bíllinn hans var með eitthvað bremsuvesen á leiðinni.  Svo ég sæi nú ef eitthvað bilaði en gsm síminn er stopull þarna. Nú ég stoppaði vegna áðurnefndra undarlegheita en fann ekkert athugavert.  Hélt því áfram en sömu einkennilegu tilburðir kerru og bíls hættu ekki.  Ég stöðvaði því aftur þegar niður kom til að athuga dekkin á kerrunni.  Hélt kannski að það hefði linast í þeim eða sprungið.  Svo var ekki.  Hélt svo áfram í kjölfar Geirs sem beið átekta niðri í Bjarnarfirði.  Gengum bæði úr skugga um að allt væri með felldu. Segir næst af ferðum okkar þegar við komum í Djúpuvík.  Nokkur mótvindur var og Ásbjörn frændi sagði við mig. "Þú varst eins og Discovery á leið inn til lendingar þegar þú komst hér inn fjörðinn"...Þar kom skýringin, ég hafði fengið vind í seglin sem voru vafin utan um Hafgamminn góða.  (Sjá mynd, ég var á aftari bílnum).
Strandir 2007 011
Ég hugsa að Geir hefði nú orðið um og ó ef ég hefði svifið fram úr honum í Bjarnarfirðinum!!!!Wink

Ketilásball-undirbúningsfundur

FootinMouthDevilToungeGrinAngryW00tHaloSidewaysWhistlingWizardShockingSmileCoolBlushWinkLoLPoliceAlienBanditKissingAngryInLoveUndecidedPinchSickNinjaGaspHeartFrownSleepingErrmPoutyHappy
Undirbúningsfundur fyrir ball á Ketilási (bannað innan 40-45) verður haldinn á Bláu Könnunni á Akureyri mánudagskvöldið 23. júlí klukkan 21.00, það var Brattur bloggvinur sem átti upphaflega hugmyndina að þessu balli og vonumst við eftir góðri mætingu á þennan mikilvæga fund.  Sjáumst hress!!!

Komin heim- klukkleikur

  1. Er fædd á sex ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba þann 11. janúar 1957. Wizard
  2. Átti að fæðast með tippi Shocking(að sögn handavinnukennarans míns í Fljótunum, Auðar í Lambanesi)!Enda á ég eingöngu stráka bæði börn og barnabörn og elska það!!!!!!!! Wink
  3. Trúi á tilvist annarra en þess sýnilega (einkum drauga og forynja)W00t. 
  4. Er ótrúleg daðurdrós!Kissing
  5. Á fáa en góða vini. InLove
  6. Finnst æðisleg slökun að fara ein út að keyra og hlusta á t.d. Pink Floyd!Whistling
  7. Á það til að NJÓTA þess að vera svöng. Bendir til meinlætalifnaðar á fyrri tilverustigum? Alien
  8. Er einfari að eðlisfari.Ninja
Komin heim af Ströndunum. Tók þessu klukki hjá bloggvinkonu minni mörtusmörtu og klukka hér með átta aðra bloggvini sem eru. jensgud,agný,herdís,estersv,mapel123,geirfz,raggibjarna og maggimark.

Þokuloft

Það er þokuloft.  Eftir hitabylgju síðustu daga þó sólin hafi hopað seinni dagana bregður manni við. Það var oft þoka á Sauðanesi þar sem ég er alin upp.  Þá fór maður út í vita og kveikti á þokulúðrinum.  Til að vara skipin við. Til að þau sigldu ekki upp í fjöru.  Samt er einhvern vegin í minningunni eins og sólin hafi nánast alltaf verið á lofti.  Maður kom út á bæjarhlaðið með þennan fugl í hjartanu sem langaði að brjótast út og fljúga um allt.  Heimurinn var minn!  Þegar svo var rigning og kalt fannst mér yndislegt að laumast út úr háværum hópi systkyna (og foreldra).  Þá laumaðist ég upp á loft með bók eða blað og las.  Regnið buldi á þakinu og það var ótrúlega notalegt að kúra þar og lesa.  Heimurinn var minn!  Þar til einhver uppgötgvaði að mig vantaði.  Þá var kallað á mig og eftir mislanga stund annað hvort neyddist ég til að svara eða var staðin að verki.  Þá varð ég að fara og raka af eða taka upp hrúgur (þá hafði skít verið dreift á túnin, slóðadregið og við krakkarnir rökuðum svo af túninu með hrífum, tókum upp í hrúgur og ókum loks burt í hjólbörum), gefa hænsnunum, köttunum eða heimalingunum.  Sækja kýrnar, mjólka eða reka úr túninu.  Svo eitthvað sé nefnt.  Stundum flýtti ég mér með verkin og laumaði mér aftur í lestrarholuna.  Stundum bjó ég til heilu leikritin úr starfinu.  Þá gátu skítakögglarnir á túninu breyst í heila hjörð af villtum hestum sem ég safnaði saman og tamdi eins og ekkert væri.  Heimurinn varð aftur minn!Smile

Góður og hollur

Þar höfum við það.  Harðfiskurinn enn hollari en við héldum. Harðfisk með í fríið, ekki spurning!  Hann er án aukaefna og heilsusamlegur kostur.  Hann er líka svo góður. Mér finnst siginn fiskur líka alveg afbragðsgóður með selspiki, hnoðmör, smjöri og kartöflum.  Fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

mbl.is Harðfiskur er enn heilsusamlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bátar, kostur og gullbrúðkaup

Bátarnir okkar tveir Hafgammur og Nao eru innpakkaðir og tilbúnir á kerrum til flutnings á Strandirnar. Skútan Ippa verður heima um sinn.  Hluta flotbryggjunnar var einnig komið á vörubíl sem fer norður á Strandir í kvöld eða á morgun. Verslaði áðan fyrir a.m.k. 10 daga úthald.  Gott að búa að þeirri reynslu að hafa verið ráðskona í vegavinnu þegar skipulagt er svona fram í tímann.  Svo bætir maður í sarpinn í hverri búð á leiðinni eins og hver búð sé sú síðasta fyrir eyðimerkurvistBlush.  Byrja venjulega á að fara í gegn um skápa og fleygja útrunnum marvælum, kryddi o.þ.h. sem dagar uppi yfir veturinn í húsinu okkar vestra. Whistling  Það er norðan átt en hæglætisveður sýnist mér samt að verði.   InLoveForeldrar bestu vinkonu minnar eiga gullbrúðkaup um helgina og þau ásamt fjölskyldunni munu koma til okkar og halda upp á það á Ströndunum.  Mikill heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim og aðstoða eftir föngum á þessum merku tímamótum í lífi þeirra.  Sérstaklega þar sem ég var heimagangur hjá þeim  um lengri eða skemmri tíma á árum áður.  Ég hlakka mikið til og maður lætur ekki veðrið stjórna sér þegar þannig stendur á.  Þvert á móti gerum við allar þær ráðstafanir sem mögulegar eru til að helgin verði ánægjuleg.  Wizard 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband